Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 8. september 1975. 3 Skipasmíðin sparar 1 milliarð í gjaldeyri ó óri Stálvík leggur kjöl að nýjum skuttogara „Veriö er aö leggja kjöl aö nýj- um skuttogara hér i Stálvik”, sagöi Jón Sveinsson forstjóii fyrirtækisins i viðtali viö Visi Togarinn er smiöaöur lyrir Hlaðsvík hf. Suðureyri Súganda- firöi. Algjör nýjung við smiðarnar. „Nýjung við þessar smiðar hjá okkur”, hélt Jón áfram máli sinu,” er að skipið er frá grunni smiðað eftir nýju kerfi,sem verið er að flytja inn i landið með að- stoð Svejsecentralen i Kaup- mannahöfn. Það gerði samning við Iðnþróunarstofnun Islands sumarið 1974 um stórt verkefni til þróunar skipasmiða á landinu. Höfuðáherzlan er lögð á vérkleg- an undirbúning m.a. með hýju teiknikerfi og hinni verklegu framkvæmd i sjálfum smiða- skálanum. Skipin skiptast i hluta eins og franskbrauð i 9 sneiðar.” Byrðingur skipsins er smiðaður frá botngeymi upp fyrir lunningu á svokölluðu nálaplani, þannig að á gólfi smiðaskálans er komið fyrir stöngum með metra milli- bili. Þær eru stilltar hver i sina hæð, og mynda toppa innbyrðis útllnur skipsins. Þegar plötumar hafa verið beygðar eru þær lagð- ar ofan á nálaplanið og fullsoðnar saman ofanfrá en undir sam- skeytin eru lagðar keramikskif- ur, sem tryggja að suðan verður góð að neðanverðu. Þessar skifur eru mjög nýlegar og fyrst notaðar hér á landi á þessu ári. Auka þær mjög á hag- ræðingu og þægindi hjá rafsuðu- mönnum. Þvi næster 35 sm renn- ingum utan af þilfarinu heftur á sinn stað á plöturnar, böndum og hnútaplötum raðað i og fullsoðiö. Þessi stykki hafa fengið nafnið feldur (nýyrði). Feldinum er sið- an hægt að lyfta rakleitt upp i skipið á sinn stað eða leggja hann til hliðar. Aðalnýjungin við teikninga- kerfið, sem Danir komu með, er, að skipshlutanir eru teiknaðir eins og smiðurinn sér þá fyrir sér meðan hann er að smKa þá. Ekki eins og algengast er, t.d. að þilfar var teiknað séð ofanfrá og allir bitar undir þvi. Snúa þeir þvi öfugt við smiðnum. Litill verðmunur á erlendri og innlendri í'ramleiðslu „Undanfarin misseri held ég að það hafi verið litill verðmunur á innlendri og erlendri smíði, ef tal- að er um gæðakröfur og frá- gang”, sagði Jón. „Með fyrr- greindum nýjungum er verið að styrkja samkeppnisaðstöðu okk- ar. Innlendar skipasmiðastöðvar eru taldar geta framleitt um 2 þús. rúmlestir á ári en það nægir ekki til þess að geta haldið fiski- flotanum við. Fyrir 2 árum þurft- um við að geta framleitt 3800 rúmlestir á ári. Þessari fram- leiðslu munum við geta náð inn- anlands áður en mjög langt liður, ef markviss og ákveðin stefna yrði mörkuð af stjórnvöldum og öðrum, sem hlut eiga að máli. Auk þess þarf að aúka menntun manna i starfsgreininni.” Að lokum sagði Jón. „Núver- andi framleiðsla skipasmiða- stöðvanna sparar 1 milljarð i gjaldeyri. Ekki mun af veita.” — EVI — Verkamenn Óskum eftir að ráða nokkra menn til starfa i kersmiðju okkar við áliðjuverið i Straumsvik. Ráðning fer fram i september. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri, simi 52365. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar fyrir 25. ágúst 1975 i pósthólf 244, Hafnarfirði. íslenzka Álfélagið h.f. Straumsvik Kvöldskólinn — Námsflokkar Reykja- víkur Innritun i gagnfræðadeildir, miðskóla- deild (3. bekk) og aðfaranám (undir- búning undir .3. bekk) fer fram mánudaginn 8. september kl. 20 til 22 i. Laugalækjarskóla. Kennslugjald greiðist við innritun. Áætlað gjald til jóla: 13.000 kr. i gagnfr. og miðskólad. en 6.500 krónur i aðfaranámi. Ath. aðfaranám er aðeins ætlað þeim, sem orðnir eru 15 ára og eldri. Kennsluskrá námsflokka Reykjavíkur kemur út um miðjan sept. Heimsfrœgur, sjálfmenntaður og heiðursdoktor við 38 háskóla Buckminster Fuller flytur hér tvo fyrirlestra Hann er sjálfmenntaður, heiöursdoktor viö 38 háskóla, hönnuöur og heimsspekingur og kallar sig Bucky. Fuilu nafni heitir hann Buckminster Fuller og er heimsfrægur Bandarikja- ntaöur. — Hann er væntanlegur hingaö til lands 12. þessa mánaöar og dvelst hér I rúma viku. Hingað kemur Bucky i boði tslenzk-ameriska félagsins, Menningarstofnunar Banda- rikjanna og Neðra-Áss i Hvera- gerði. — Fuller er kunnur að þvi að fara eigingötur’við hönnun húsa og húshluta. Hann er kunnastur fyrir hið svonefnda „geodesik” hvolfþak, en eitt slikt má sjá hér á myndinni. Slik þök eru nú notuð viða um heim, ýmist sem risastórir sýningarskálar, Ibúðarhús eða jafnvel sumar- bústaðir. Þekktasta verk Fulleí's á þessu sviði er sýningarskáli Bandarikjanna á heimssýningunni i Montreal 1967. Þá hefur Fuller skrifað um tvo tugi bóka, þar af fjórar ljóðabækur. 1 síðustu bók sinni fjallar hann á nýstárlegan hátt um rúmfræði alheims og „sam- orku” lögmál hans. Fuller er niræður og enn i fullu fjöri. Hér á landi flytur hann tvo fyrirlestra um verk sin og fræðistörf. Hinn fyrri verður i hátíðarsal Háskólans sunnudaginn 14. þessa mánaðar og einnig heldur hann fyrirlest- ur á vegum íslenzk-ameriska félagsins i Leifsbúð i Hótel Loft- leiðum fimmtudaginn 18. september. -AG. ALLT TIL SKOLANS Á EINUM STAD. ÞÚ ÞARFT EKKI AD LEITA VÍÐAR. BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTR/ETI 18

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.