Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Mánudagur 8. september 1975. UN UTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND 5 umsjón GP Sextugur maður baðaði út hönduHum i örvæntingu og benti á rústir þess, sem eitt sinn haföi verið heimili hans. — „Hvar eru þau? Hvar eru þau?” hröpaði hann. Mustafa Baycin sagði frétta- manni Reuters, að tvö barna hans hefðu verið grafin upp Ur rústunum.liðin lik. En tvö eru einhversstaðar týnd þar undir enn. Björgunarsveitir, sem um helgina hafa gengið berserks- gang við að leita fólks i rústun- um eftir jarðskjálftann á laug-. ardaginn i Lice i Tyrklandi, töldu i gærkvöldi, að hundrað manns að minnsta kosti væru ó- fundin ennþá i rústunum. Atta þúsund bjuggu i þessum bæ, sem stendur i fjallshlið. Flestir þeirra sátu að hádegis- verði, þegar björgin tóku að velta niður hliðina yfir húsin. Innan skammrar stundar voru flest hús hrunin, kremjandi ibú- ana undir sér. Onnur urðu eldi aö bráð, þvi hús stóð i björtum logum i nær hverri götu þessa bæjar. Af þeim 1.700, sem taldir eru hafa látið lifið i jarðskjálftunum þarna i austurhluta Tyrklands, voru 1.000 I bænum Lice og ná- grenni. Þar slösuðust um 700. Stjórnin sendi strax um 1.500 manna herlið til hjálpar á vett- vang, og i gærkvöldi hafði eng- inn unnað sér hvildar i hálfan annan sólarhring. Það var átakanleg sjón að sjá eftirlifendur á stjái innan um rústirnar, suma berandi fátæk- lega pinkla, sem innihéldu allt, sem fólkinu hafði tekist að bjarga af eigum sínum, einn eða tvo skaftpotta og tvo eða þrjá fataleppa. Aðrirráfuðu um með starandi augu, miður sin vegna ástvinamissis, en enn aðrir sátu og fengu sig ekki hrært, gjör- samlega yfirkomnir. Or bænum Lice f morgun: Faöir ber slasaða dóttur slna út úr rúst- unum og leitar henni læknishjálpar. Örfó hús standa upp úr rústunum og flutningar hafnir ó fólki burt af jarðskjólftasvœðinu seint i gærkvöldi og i morgun. Fólk var flutt burtu, jöfnum höndum sem fluttar voru að nauðsynjar handa þeim, sem eftir voru. Suleyman Demirel, forsætis- ráðherra, flaug ásamt fleiri ráðherrum með þyrlu til Lice til að skoða verksummerkin. Gaf hann sig á tal við um 650 slasaða ibúa, sem komnir voru til sjúkrahúss í Diyerbakir, og reyndi að hughreysta hið bág- stadda fólk. — Bulent Ecevit, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tók sér einnig ferð á hendur til Lice. mælzt vera 6,8 stig á Richter- kvarða. Lagði hann i rúst um 1000 hús, moskur, skóla og sjúkrahús. Verstu spjöllin urðu i austur- hluta bæjarins, sem var efstur i hliðinni. Blómleg byggð hefur þar verið jöfnuð við jörðu, og stendur i þeim hluta bæjarrúst- anna ekki eitt hús uppi. Flutningarnir Þyrlur, sjúkrabilar og vöru- flutningabilar voru i stanzlaus- um ferðum frá slysstaðnum 800 milljónir hvorki lœsar eða skrifandi Rúmar 800 milljónir manna kunna hvorki að lesa né skrifa i heiminum i dag, og þeim fer fjöigandi — að þvi er segir i skýrslu UNESCO. i þessari skýrsiu menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna er gerð úttekt á tiu ára starfi ellefu rikja, sem vinna að áætiun UNESCO um að draga úr ólæsi. UNESCO telur viljaskort vera meginástæðuna fyrir því, hve illa þessi áætlun hefur gengið. Bent er á reynslu þeirra landa, þar sem skorin hefur verið upp herör til að kenna fólki lestur og skrift. Kúba er tekin sem dæmi, þar sem 23% þjóðarinnar voru ólæs unz henni var tekið tak. 1961 var svo komið að einungis 4% Kúbumanna voru ólæsir. Þar var enda gengið svo langt, að skólum var lokað um tfma, og nemendur sendir út af örkinni til að kenna almenningi lestur. Kemur núna i ljós, að fram- kvæmd áætlunar UNESCO hefur verið það til trafala, að sérfræð- ingarnir gátu ekki komið sér saman um leiðir eða aðferðir. Um ein milljón kennara átti að hrinda áætluninni i framkvæmd, og tóku þrettán lönd þátt i tilraun- inni. Skýrslan nær hinsvegar að- eins til eilefu þeirra, en þau voru: Alsfr, Ecuador, Eþi'ópia, Guinea, Indland, íran, Madagaskar, Mali, Súdan, Sýrland og Tanzania. Fœr Spassky að gift- ast sinni útvöldu? Skilinn við Larissu, franskri unnustu hans hótað mólsókn, ef hún yfirgefur ekki landið Boris Spassky, fyrrum heims- meistari i skák, hefur skýrt frá þvi, að hann viiji ganga að eiga franska stúlku, sem starfar I sendiráði Frakklands i Moskvu. En það er ekki iikiegt, að þau fái notið mikillar hamingju fyrst um sinn, þvi að I loftinu svifur, að stúikunni verði visað úr landi. Þau hafa búið saman frá þvi i janúar i vetur, en sambúð þeirra hefur ekki verið á vitorði nema fárra vina — og svo emb- ættismanna Frakklands og So- vétrikjanna. 1 manntalsskrifstofu Moskvu stendur skráð, að Spassky hafi ákveðið brúðkaup þeirra 11. nóvember. Hann fékk skilnað frá konu sinni, Larissu, fyrir tveim mánuðum. Spassky hefur reynt að fá brúðkaupinu flýtt, en umsóknum hans um leyfisbréf hefur ekki verið svarað. Stúlkan, sem hér um ræðir, heitir Marina Stcherbatcheff og er þritug að aldri. Hún er frá Allemont skammt frá Grenoble, en starfar sem ritari i verzlun- ardeild sendiráðsins. Marina hafði verið ráðin fram á mitt ár 1977, en henni hefur veriðskýrt frá þvi af yfirboður- um hennar, að ráðningartimi hennar hafi verið styttur. Hún verður látin hætta 30. septem- ber, eftir að sovézka utanrikis- ráðuneytið lét i veðri vaka, að i undirbúningi væri málsókn á hendur henni, ef hún yrði ekki látin fara. Málsóknaratriðið er umferðarslys, sem bifreið stúlkunnar lenti i s.l. ár. Sjálf var hún hvergi nærri, þegar ó- happið vildi til. Hafði hún lánað kunningja sinum, rússneskum, bilinn, og hann lent i slysinu. Hlaut hann fyrir það dóm i október. Gangandi vegfarandi, sem varðfyrir bilnum — án þess að slasast alvarlega — er nú sagður hafa i huga að höfða skaðabótamál á hendur Marinu. Samkvæmt sovézkum lögum er sovézkum borgurum ekki meinað að ganga i hjónabönd með fólki af Vesturlöndum. En menn hafa mýmörg dæmi um það frá siðustu árum, að fólki hafi verið stiað sundur. Vest- ræni makinn hefur neyðst til að yfirgefa Sovétrikin, annað hvort skömmu fyrir hjónavigsluna, eða skömmu eftir. Haft hefur verið eftir Spassky, að hann hafi i umsókn sinni um giftingarleyfi vitnað til Helsinkisamþykktarinnar, sem Sovétstjórnin skrifaði undir á dögunum. En þar var sérstak- lega kveðið á um, að stjómir þeirra 35 landa, er undirrituðu hana, mundu liðka til fyrir borgurum sinum, svo að þeir gætu gengið^i hjónaband, þótt Marina væri af öðru þjóðerni. Islendingar minnast þeirra beggja, Spassky og konu hans Larissu, frá veru þeirra hér i Reykjavik 1972, þegar Spassky tapaði einviginu við Bobby Fischer um heimsmeistaratitil- inn i skák. Spassky hefur sagt, að hann hafi ekki i huga aö flytjast burt úr Sovétrikjunum. Spassky og Larissa stödd á vesturlöndum fyrr á árum. meðan allt var I lukkunnar veistandi. Þau skiidu fyrir tveim mánuðum. Leita hœlis í USA Tékkneska tennisstjarnan. Martina Navratilova, hefur leitað hælis i Bandarikjunum sem pólitiskur flóttamaður, og þykir fullvist, að henni verði veitt það. 'Þessi 18 ára stúlka, sem tamið hefur sér klæðaburð og lifnaðarhætti ameriskra ung- menna, hefur dvalib um nokk- urt skeið i Bandarikjunum og tekið þar þátt i innanlands- keppnum. Mun hún halda þvi áfram. A meðan verður fjallað um landvistarumsókn hennar á venjulegan máta. Fangi skœruliða í 16 mánuði Frakkar liafa sent af stað leiðangur inn i eyðimörk i Chad i Afriku til aðsemja við skæruliða þar um lif mann- fræðingsins, Fr ancoise Claustre. lihn hcfur verið á vaidi skæruliðanna i 16 mán- uði. Skæruliðarnir hafa krafizt 10 milljón franka lausnar- gjalds fyrir konuna, en það hefur valdið erfiðleikum, hve afskekktar bækistöðvar þeirra eru og einangraðar. Hafa samningar verið háðir sendi- boðum, sem fara á milli, en skæruliðarnir myrtu einn franska sendiboðann, liðsfor- ingja.sem sendur var á þeirra fund. Prestley á spítala Elvis Preslev, konungur rokksins, hefur tekið scr hvlld frá skemmtiiðnaðin- um um sinn. Hann er nýíit- skrifaður af sjhkrahhsi, þar sem hann hefur verið undir eftirliti lækna i tvær vikur. Presley, sem er nú fertugur oröinn, hyggst hafa hægt um sig næstu þrjá mánuðina. Er þvi borið viö, að hann hafi of- reynt sig. 1/2 milljón punda spurningin Hinn 58 ára gamii sir John Waller var að vonum stoltur, þegar hann leit frumburð sinn augum, nýfædda dóttur hans og konunnar. En eitt litilræði skyggði ögn á sviðið þarna i sjúkrastofu fæðingardeildar- innar i London. Telpan kann að kosta hann 500.000 sterlingspund. Frændi hins nýja föður, höfuð Walleranna, hafði arf- leitt sir John að hálfri milljón punda, sem hann fær þó ekki nema hann sjái til þess að ætt- inni verðihaldið við, ogeignist son. Bretar kolalitlir Bretar neyðast nh til að flytja inn útlend kol — reyndar frá Vietnam. Er það i fyrsta skipti i 20 ár. Verkföll hafa leitt til þess, að gengið hefur á birgðir gljákola til húsahitun- ar. Húseigendum til vonbrigða kosta innfluttu kolin 8 pund meira smálestin, en sala á þeim er byrjuö, eftir að fyrstu íooþúsund smálestirnar komu til Bretlands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.