Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 10
Visir. Mánudagur 8. septcmber 1975. Vísir. Mánudagur 8. september 1975. Umsjón: Kjartan L. Pálsson og Björn Blöndal Dagskipun Belganna var: - Skorið minnst sex mörk! Arni Stefánsson átti stórkostlegan leik i markinu í leiknum viö Belgíu á laugardaginn —eins og I leiknum viö Frakka á miö- vikudagskvöldiö. Hér svifur liann af staö á eftir boltanum, sem nokkrum augnablikum siöar var I öruggum höndum hans. Aörir islenzkir leikmenn á myndinni eru þeir Björn Lárusson og Matthias Hallgrlmsson. Markiö sem nægöi einu bezta landsliöi Evrópu til aö sigra áhugamennina frá islandi I Liege á laugardagskvöldiö i upp- siglingu. Raoul Lambert — nr. 8 — stekkur upp og skallar knöttinn aftur fyrir sig I markiö. Viö hliöina á honum er Jón Pétursson, scm var aöeins of seinn aö ná i boltann. Einni af mörgum sóknarlotum Belganna hrundiö. Björn Lárusson er á undan hinum fræga Lambert og sendir boltann á Arna i markinu. Þeir Marteinn Geirsson og Jón Pétursson anda léttar, en einn Belganna fórnar höndum yfir mistökunum. Mynd- irnar tók ljósmyndari La Meuse I Liege fyrir VIsi. „Einn sá rólegasti sem ég hef leikið" - sagði Piot markvörður og fyrirliði Belganna „Þetta er einn rólegasti leikur sem ég hef leikiö I markinu hjá belgiska landsliöinu” sagöi Piot, markvörður og fyrirliöi Standard Liege og landsliðsins eftir ieikinn viö Island á laugardaginn. ,,Þó var ég aldrei öruggur um aö íslenzka liöiö skoraði -Vkí, o" var feginn þegar dómarinn flaut- aöi leikinn af. Eg er aö visu ekki ánægöur meö að hafa sigrað aö- eins 1:0, en stigin eru okkar, og þaö er fyrir öllu. Ég lék á móti islandi I undan- keppni HM 1972. Þá gat liöiö litiö sem ckkert, en nú er það aö verða mjög gott — framfarir þess eru hreint ótrúlegar. Kollegi minn I markinu — Arni Stefánsson — fannst mér frábær i þcssum leik, og einnig i leiknum I Frakklandi, crm ée fór aö sjá. Hann gæli öi uggiega kouusl í mörg góö atvinnumannaliö hér, ef hann hefði áhuga á þvi, og sama má segja um fleiri leik- menn liösins.” —klp— En íslendingarnir voru aftur komnir í bardagaham og því móttu belgísku snillingarnir þakka fyrir að skora eitt mark — allt annað að sjá íslenzka liðið en í leiknum í Frakklandi Örfáum klukkustund- um áður en landsleikur- inn Belgia — ísland í Evrópukeppni landsliða átti að hefjast á leikvelli Standard Liege, i borg- inni Liege i Belgiu, vissi þjálfari islenzka liðsins, Tony Knapp, ekki hvernig hann ætti eða gæti komið saman lið- inu. Jóhannes Eövaldsson mátti ekki leika, Gisli Torfason var meiddur á fæti og þeir Guðgeir Leifsson og Jón Pétursson lágu veikir uppi á herbergjum sinum og læknar verið kallaðir til þeirra. Þá kom sem betur fer i ljós, að þeir Gisli, Jón og Guðgeir voru búnir að jafna sig, og hann gat farið að stilla upp liðinu. Útkom- an varð sú, að hann tók Jón Pétursson úr bakvarðarstööunni, sem hann hafði leikið I leiknum við Frakkland, setti Björn Lárus- son i hans stað og færði Glsla Torfason i stöðu Jóhannesar. Elmar Geirsson var settur i framlinuna i staö Matthiasar Hallgrimssonar, sem var færður aftar. Guðgeir fékk einnig nýja stöðu frá Frakkaleiknum, og siðan tilkynnti Tony sinum mönn- um — eftir að vera búinn að leggja þeim allar lifsreglur — að berjast til siðasta blóðdropa. Hvattir til dáða af á annaö hundrað íslendingum, sem „vopnaðir” voru gjallhornum, fánum og hraustum raddböndum — og lengst af yfirgnæfðu um 12.000 Belglumenn — hófu fiski- mennirnir úr norðri, eins og þeir voru kallaðir, leikinn af miklum krafti. Tækifæri íslendinganna i leikn- um voru ekki mörg, en þó áttu þeir þau beztu, sem fengust I öll- um leiknum. Þau komu á svo til sömu mlnútunni, þegar Teitur Þórðarson fékk boltann einn fyrir opnu marki, en hitti hann ekki. „Ég var örfáum sentimetrum of framarlega og náði ekki að spyrna i boltann”, sagöi hann eftir leikinn. Ef islenzka liðið hefði skorað þarna, er ekki gott að segja, hvernig fariö hefði. Belgarnir voru orðnir mjög svo órólegir, þrátt fyrir yfirburði sina á vellin- um. Það var ekki fyrr en hinn danski dómari leiksins — sem var íslendingunum heldur óhagstæð- ur lengst af — var farinn að líta á klukkuna og flauta til hálfleiks, að þeim loks tókst að skora. Johan Devridt sendi boltann inn I markteiginn, þar sem þeir Jón Pétursson og Raoul Lambert börðust um hann. Belginn hafði betur — náði að skalla aftur fyrir sig og yfir Árna Stéfánsson, markvörð, sem var kominn of langt út I þetta sinn. 1 síðari hálfleiknum byrjuðu Belgarnir af miklum krafti — til- búnir að fylgja eftir dagsskipun þjálfara slna, sem hljóðaði upp á að skora minnst sex mörk. En nú gekk þeim enn verr að komast i færi en I fyrri hálfleikn- um. Vörnin var enn þéttari hjá ís- lendingunum og Árni var eins og köttur I markinu — það sjaldan að góð skot komu á hann, en þau voru flest af löngu færi. Islenzka liðið var ólikt betra I þessum leik en I leiknum við Frakkland, og er þetta örugglega einn af beztu leikjum liðsins i sumar. Vörnin með „Fram-trló- ið”, Jón, Martein og Árna, var mjög góð. Bakverðirnir ólafur Sigurvinsson og Björn Lárusson sóttu sig, er á leið og Gisli Torfa- son lék nú einn sinn bezta leik með landsliðinu. Ásgeir Sigur- vonsson — fyrirliði liðsins — var einnig mjög góður og kunni sýni- lega tökin á Belgunum. Einnig átti Matthias Hallgrimsson yfir- vegaðan og góðan leik, og Elmar Geirsson skapaði alltaf hættu með sinum mikla hraða. Stefán Hallgrimsson KR var þreyttur, en að vonum ánægöur með Is- landsmet sitt i tugþraut, eins og mynd Einars ber glögglega með sér. FENGU 100 ÞUSUND A MANN FYRIR SIGURINN Asgeir Sigurvinsson fyrirliði islenzka landsliðsins — yngsti fyrirliði landsliðs I Evrópu um þessar mundir aöeins 20 ára gamall — var hress er við töluð- uin við hann eftir leikinn. „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur — þrátt fyrir tapið. Að tapa fyrir þessum mönnum að- eins með einu marki er stóraf- rek. Það veit ég eftir að hafa leikið með og á mót,i þeim undanfarna mánuði. Þeir vpru svekktir að vinna okkur ekki með meiri mun en telja sig samt heppna á vissan hátt. Ef við hefðum skor- að úr þessum tækifærum sem við fengum I fyrri hálfleik, heföi allt fariö I panik hjá þeim, og ekki gott aö segja hvort þeir hefðu náð sér aftur. Fólkiö hér er undranai á baráttuvilja Islenzka liðsins — skilur ekki almennilega hvernig það fæst til að berjast svona fyrir ekki neitt, þegar þeirra menn berjist varla fyrir peningunum, sem þeir fá fyrir leikinn — 25 þúsund frönkum á mann, eöa 100 þúsund krónum islenzkum, sem þeir fengu fyrir að vinna okkur.” —klp— Stefán setti glœsilegt íslandsmet í tugþraut „Eitt mark hefði alveg farið með þá á taugum'1 Danskt dómaratrió dæmdi landsleikinn i Lieges á laugardag- inn — dómarinn Lund Sörensen dæmdi þar sinn fyrsta a-lands- leik, og var heldur slakur þar til nokkuð var liðið á siöari liálf- leikinn, að hann fór að jafna sig. Annar linuvörðurinn — Edgar H. Pedersen — dæmdi landsleik tslands og Noregs i Bergen i sum- ar. Þótti honum islenzka liðið leika mun betur i þessum leik og vanta þó sinn bezta mann, Jó- hannes Eðvaldsson, sem Peder- sen var auðheyrilega mjög hrif- inn af. „Þetta var ekki eins stórkalla- lcgt hjá liðinu I þessum leik og i Bergen. Það var mun betri fót- bolti núna og ekki eins áberandi og gróf brot. Þetta landslið ykkar hefur vak- ið mikla athygli í Danmörku og margir fylgjast með þvi eins og það væri þeirra eigin. Það á það líka skilið að vera I sviðsljósinu, þvi það hefur þann baráttuanda og kraft, sem þvi miöur alltof fá landslið geta státað af. Með smáheppni i þessum leik hefði liðið átt að geta skorað eitt til tvö mörk, og þá hefði ég ekki boðið i taugarnar á Belgunum — þær voru nógu slæmar fyrir.” —klp— „Ég get ekki sagt annaö en að ég sé ánægður með þennan árangur”, sagði Stefán Hallgrímsson KR eftir að hann hafði sett nýtt tslandsmet á Reykjavíkurmeistaramótinu I tugþraut I gær — hlaut 7.740 stig. Eldra met Stefáns var 7.589 stig sett i fyrra og veitir þessi glæsi- legi árangur honum rétt til keppni á Olympíuleikunum á næsta ári. Er hann vel fyrir ofan þaö mark sem Alþjóða olympiunefndin setti fyrir þátttöku annars og þriðja manns, en það er 7.650 stig. Lág- mark það sem islenzka olympiu- nefndin hefur sett er nokkuð lægra, eða 7.500 stig. „Nú er bara að ná lágmarkinu I 400 m grindahlaupinu og vonast ég til að það takist á Bislet I næstu v«iku, sagði Stefán. Það var einnig athyglisvert við keppnina.að tveir menn aðrir, Elias Sveinsson 1R og Vilmundur Vilhjálmsson KR, virðast ekki eiga langt i land með að ná Olym- piulágmörkunum. Elias hlaut 7.320 stig, en var þó nokkuð frá sinu bezta I nokkrum greinum. Vilmundur Vilhjálmsson kom svo sannarlega á óvart i þessari keppni, því að hann hefur ekki æft fyrir tugþraut fram til þessa — en nú vaknar sú spurning hvort ekki sé orðið timabært hjá honum að snúa sér að þvi. Vilmundur lagði sig ekki allan fram i einstaka greinum, og má þar nefna 400 m hlaupið, þar sem hann hugsaði aðeins um aö Stefán næði sem bezfum tíma. Með aðeins meiri æfingu i kastgreinunum og stangaarstökkinu ætti Vilmundur að fara létt meö 7000 þúsund stig- in. Það gæti þvi allt eins farið svo að ísland ætti þrjá keppendur i tugþraut _á Olympiuleikunum i Kanada að ári. Valbjörn Þorláksson KR vakti ekki siður athygli. Hann varö fjórði — hlaut 6.403 stig og var það mál manna að þar hefði „heims- met” I öldungaflokki fokið. En heimildum bar ekki saman um hvað metið væri og var það sagt frá 6.100 stig upp i 6.600 stig. Árangur Stefáns I þrautinni var þessi 100 m 11.0 sek, langstökk 6.82, kúluvarp 15.14 m, hástökk l. 92m 400 m hlaup 48,4 sek, 110 m grindahlaup 14.8 sek, kringlukast 42.24 m, stangarstökk 4.00 m spjótkast 55.14 m og 1500 m hlaup 4:31.0 mín. Árangur Eliasar: 100 m hlaup 11,1 sek, langstökk 6.52 m, kúiu- varp 13.45 m, hástökk 1.95 m, 400 m hlaup 52.7 sek, 110 m grinda- hlaup 15.9 sek, kringlukast 43.14 m, stangarstökk 4.22 m, spjótkast 59.72 m og 1500 m hlaup 4:41.1 min. Arangur Vilmundur: 100 m hlaup 10,7 sek, langstökk 6.66m, jcúluvarp 12.79 m, hástökk 1.80 m, 400 m hlaup 48.7 sek, 110 m grindahlaup 16.6 sek, kringlukast 38,66 stangarstökk 3,10, spjótkast 49.60 m og 1500 m hlaup 4:30.7 mín. Guðmundur Guðmundsson FH setti sveinamet i hástökki I keppninni, stökk 1.83 m — en eldra metið átti Ellas Sveinsson 1R 1.82 m. Elias missti annað met, en það var sveinametið i tugþraut. Asgeir Þ. Eirlksson ÍR bætti eldra met Eliasar sem var 5.165 stig um 30 stig. Tugþrautakeppnin fór fram jafnhliða Bikarkeppni FRl og var árangur tveggja beztu talin. KR-ingar urðu Bikarmeistarar, fengu 14.688 stig með árangri Stefáns og Vilmundar. Sveit IR varð I öðru sæti, hlaut 13.524 stig og FH-ingar urðu þriðju með 7.392 stig — og náðu „þeir ekki saman- lagt árangri Stefáns”. Þá var keppt i fimmtarþraut kvenna og þar sigraöi Erna Guð- mundsdóttir KR, hlaut 3.332 stig, en Sigrún Sveinsdóttir A varð önnur hlaut 3.201 stig. —BB Ekkert heyrt! „Það kom einn maður og spjallaöi örlitið við mig fyrir leikinn áöan, en ég veit ekki frá hvaða félagi hann var”, sagði Marteinn Geirsson, sem vitað er að nokkur félög I Ilollandi og Vestur-Þýzkalandi hafa áhuga á að fá til sin, cr við ræddum við liann eftir leikinn við Belgiu i Liege á laugardaginn. „Það hefur ekkert komið út úr þessu, sem talað var um heima, að ég væri að fara til Vestur-Þýzkalands —a.m.k. hef ég enn ekkert heyrt, og get þvi ekkert sagt um málið”. Vitað var að „njósnarar” frá félögum I Hollandi, og einnig frá Belgíu voru á leiknum — og sjálfsagt einhverjir aðrir. Hol- lenzkur blaðamaður sem við töluðurr. við eftir leikinn, sagði okkur, að hann væri viss um að sumir af islenzku leikmönnun- um ættu eftir að fá tilboð frá einhverjum félögum á næstunni og nefndi i þvi sambandi þá Martein, Jón Pétursson og Arna Stefánsson. .rid

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.