Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 20
k. — „Prentum meira af peningum en Englandsbanki" „Við ætlum að halda hér Evrópumeistara- mót i,, Monopoly”, sem þið þekkið undir nafn- inu Matador,” sögðu þeir Ted Gilbert og Brian Cartmell, sem komu til Reykjavikur i siðustu viku til að undirbúa þetta nýstár- lega mót. „Mótið hefst á Hótel Loft- leiðum 19. nóvember og verð- launaafhendingin verður i Kristalsalnum 21. nóvember. Við ætlum, að reyna að fá Geir Hallgrimsson, forsætisráð- herra, til að afhenda verðlaun- in, en héðan verður haldið beint til Atlantic City i Bandarikjun- um þar sem heimsmeistara- keppnin fer fram”. Ted Gilbert stjórnar fyrirtæki i Bretlandi, sem framleiðir „Monopoly” Nemendur þinguðu í morgun um verkfall tœknikennara Nemendur Tækniskól- ans héldu í morgun fund um kennslumál sin, en kennarar skólans eru í verkfalli vegna ágrein- ings um launamál. Niöur- stöðu nemendafundarins er að vænta eftir hádegi í dag. Jim tók þessa mynd af fundarmönnum í morgun. Fór í gegnum grœna hliðið: Varð 40 þús. kr. fútœkari Hann var einn af 6—7, sem fór i gegnum „græna hliðið” á Keflavikurflugvelli merkt: Eng- inn tollskyldur varningur og hann varð 40 þús. krónum fátækari. Þetta fengum viö að vita hjá Friörik Sigfússyni yfirtollverði á Keflavikurflugvelli i morgun, en aðfaranótt sunnudags tóku þar gildi nýjar tollreglur. Sagði Friðrik, að ekki væri vitað hversu mikið tap þess manns væri, sem mestan varn- inginn var meö, en jafnviröi varnings þurfa menn að greiða i sekt, ef þeir reyna við „græna hliöið” með tollskyldan varning. Tollurinn var meö sérstakan mann til að leiöbeina fólki, en sumir báru þó fyrir sig að þeir hefðu ekki skilið reglurnar og einnig var spurt. „Af hverju var þessi á undan — á eftir — ekki tekinn? Hann var meö meira en ég”. „Viö viljum brýna það fyrir fólki, ef það er ekki alveg öruggt um, að þaö sé fyrir neðan þau mörk að vera meö tollskyldan varning, að fara i gegnum rauða hliðiö”, sagði Friðrik aö lokum. EVl Evrópumeistaromót í „matador" í Reykjavík ó Hellisheiði Mannlaust tjald — Virðist hafa verið yfirgefið í júlí Ctlcndingaeftirlitið leitar nú upplýsinga um tvo Þjóöverja, eft- ir aö tjald þeirra fannst mann- laust á Hellisheiöi. Likur benda til, aö þaö hafi staöiö þar autt sfö- an um miöian júli. 1 bvi' voru svefnpokar og ýmislegt dót og þar var einnig mjólkurhyrna, dagsett 16. júlf. Þá fundust tveir farmiðar, sem Flugleiðir hf. hafa gefið út og hljóðuðu þeir upp á flugfar frá Hamborg til London og Keflavik- ur. Þetta voru ógild afrit. Útlendingaeftirlitið mun hafa samband við lögregluna i Þýzka- landi og biöja hana að leita upp- lýsinga um mennina tvo. Lög- reglan á Selfossi tjáði Visi, að úti- legubúnaðurinn hafi verið blautur og fremur illa farinn, þegar hún kom að, enda búinn að standa lengi úti. Taldi hún ekki útilokað, aö mennirnir hafi bara ákveðið að skilja draslið eftir, ekki nennt að buröast með það, kannski blautt og þungt. —ÓT Hér eru þeir félagar Ted Gilbert og Brian Cartmell (til vinstri) aö spila Monopoly eöa Matador. Munurinn á spilunum er sá, aö reitirnir á Monopoiy mynda ferhyrning, en I Matador er þaö hringur. spilin, auk ýmissa annarra spila, en Brian Cartmell er blaðafulltrúi keppninnar. „Það eru 40 ár liðin siðan spil jietta var fundið upp, og sá sem það gerði, lézt fyrir sjö árum auðugur maður”, sagði Brian. „Við prentum meira af pening- um en Englandsbanki, fram- leiöum fleiri hótel hús og bila en nokkurt annað fyrij-tæki i heiminum”, sagði Ted og brosti. Til íslands koma 24 keppend- ur, sölumenn og umboðsmenn „Monopoly” og fréttamenn frá sjónvarps- og útvarpsstöðvum og blaðamenn, alls um 120 manns. — Og hvers vegna er mótið haldið á Islandi. „Astæð- an er einföld”, sagði Brian. „Við höfðum samband við öll helztu flugfélög heims og báðum um fyrirgreiðslu. Flugfélag ís- lands varð fyrst til þess að svara og bauð fyrirgreioslu, sem er til fyrirmyndar. Þess vegna komum við hingað”. — 1 hverju keppa þeir næst? Fóru með •• ■ /f ond a slysa- deildina Tveir strákar komu með óvenjulegan sjúkling i Slysadeild Borgarspitalans á laugardaginn. Þaö var fótbrotin önd, sem þeir höfðu hirt upp af götu sinni. Eng- inn sérfræðingur i andafótbrotum er á Borgarspitalanum og var þeim þvi ráðlagt að leita til lög- reglunnar eða dýralæknis. Ekki vildu þeir fallast á það, þvi að þeir vildu tryggja öndinni hina beztu umönnun. En þvi mið- ur gaf hún upp öndina áður en niðurstaða lá fyrir, og þvi ekki um annað að ræða fyrir þá en sjá um útför hennar. Börnum, sem finna slösuð dýr, er ráðlegast að leita til lögreglunnar, hún kann ráð við þvi, hvað við þau skal gera og kemur þeim til dýralækn- is, ef þangað er of löng leið fyrir stutta fætur. —ÓT „BRÝTUR í BÁGA VID AÐAL- SKIPULAG REYKJAVÍKUR" — Höfnuðu nýrri tillögu um breytingar ó Grjótaþorpi „Fundurinn skorar á borgar- yfirvöld aö hafna skipuiagstil- lögu, sem fram hefur komið um Grjótaþorp.” Þetta varö niöur- staöa borgarafundar, sem I gær var haldinn I Norræna húsinu. Þar var hvertsæti skipað, þegar byrjaö var að ræða um verndun gamalla húsa I Keykjavik. Aðallega var rætt um tillögur, sem nýlega voru lagðar fram um breytingar á Grjótaþorpi i Reykjavik, og kynntar hafa veriö i fjölmiðlum. Höfundar tii- lögunnar gerðu grein fyrir henni og siðan urðu miklar umræður. Má ætla að hér sé hafið nýtt Torfumál, sem vart sér fyrir endann á i bráð. — Helztu að- finnslur voru þær, áð engin af- staöa væri tekin til þess hvers konar byggingar eða'starfsemi yrði i Grjótaþorpi. Einnig að til- lagan byggði á þeirri forsendu, aölóöum Reykjavikurborgar sé ráðstafað til að auka verðgildi á lóðum i Grjótaþorpi, sem séu i einkaeign. Þá taldi fundurinn, að tillagan byggði á þeirri forsendu, að réttlætanlegt væri að rffa all- flest þau hús, sem nú stæðu i Grjótaþorpi, án þess að fram heföi farið raunhæft mat á ástandi húsanna né athugun á sögulegu gildi þeirra. . Fundarmenn töldu jafn- framt, að tillagan bryti í bága við aðalskipulag Reykjavikur og hefði ekki verið samræmd þeirri endurskoðun á aðalskipu- lagi borgarinnar, sem nú færi fram. Þá töldu fundarmenn, að skipulagstillagan væri ekki opin fyrir breytingum á þann hátt, sem höfundar hennar hefðu gefiö i skyn. Hún væri þvi að nokkru byggð á villandi stað- hílingum. — t framhaldi af þessu geröu fundarmenn nokkr- ar kröfur um breytingar. —AG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.