Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 4
Tilboð Tilboð óskast i sumarbústaðinn islenzka frá Þak h.f þar sem hann stendur á sýn- ingarsvæðinu i Laugardal. Tilboðum sé skilað á auglýsingadeild blaðsins fyrir 12. þ.m. merkt „Betra sumar”. Ryðvarnartilboð órsins Veitum 15% afslátt af ryðvörn auk hreins- unar á vél og vélarhúsi. Pantið tima strax. Tékkneska bifreiðaumboðið hf. Auðbrekku 44-6. Simi 42604. Starfsstúlkur óskast vaktavinna. Uppl. á staðnum frá kl. 16—18 i dag Veitingahúsið Nýi-bær. Siðumúla 34 SmGMDY NY ÞJONUSTA Hljómplötur Útvegum hvaða hljómplötur • og tónbönd sem fáanleg eru í U.S.A. á mjög stuttum tíma. Enginn aukakostnaður. nsfeitidalaeki Glæsibæ. Simi 81915 • ••• TANDBERG Ævintýraleg fullkomnun. TA 300 magnari 2x35w slnus vlS 0,3% harmonlska bjögun allbandbreidd 10—80.000 hz. •••• ITT SCHflUB-LORENZ Nýtlzkulegt útlit stereo 5500 hl-fi. Allt er þegar þrennt er: 2x30w sinus magnarl, útvarp meS fm-bylgju, langbylgju, miðbylgju og tvelm stutt-bylgjum. INNBYGGT KASSETTUTÆKI F HAFNARSTRÆTI 17 SÍMI 20080 :LL IR? HAFNARSTRÆTI 17 SÍMÍ 20080 Vísir. Þriöjudagur 9. september 1975. ap°ntbR morgun útlönd í morgun útlönd í mor Karpov og Portisch í einvígi Jafntef li varð í f jórðu og siðustu einvígisskák þeirra Karpovs og Petrosjans á alþjóðamótinu í Milanó og var það fjórða jafntefli þeirra landanna. En þaö dugir Karpov samt til þess aö halda áfram til úrslita- einvigis, meðan Petrosjan heltist þarna úr lestinni. Karpov haföi nefnilega betri árangur úr fyrstu umferðum þessa móts. Til úrslitanna á móti Karpov ; teflir ungverski stórmeistarinn, Lajos Portisch, sem tryggði sér ! réttinn til áframhalds með þvi að vinna Ljubojevic á laugardag i þriðju einvigisskák þeirra. Fyrstu tvær og sú fjórða urðu jafntefli. Karpov lét af þvi, að hann væri ekkert alltof ánægður yfir tafl- mennsku sinni i þessu móti, en kvaðst hlakka til átakanna við Portisch. Þeir hafa fjórum sinn- um teflt áður saman, unniö eina skák hvor um sig og gert tvö jafntefli. Bandaríkjaþing fjallar aftur um Warrenskýrsluna Einn þingmanna repúblikana hefur lagt fram frumvarp á Bandarikjaþingi, sem felur í sér aö efnt skuli til nýrrar rannsókn- ar á moröi Kennedys forseta 1963. — Heldur hann þvi fram, aö nýjar sannanir leiöi i ljós, aö ekki sé mark takandi á Warrenskýrsl- unni, sem var afrakstur rann- sóknarnefndar er fjallaöi um máliö. Richard Schweiker frá Pennsyl- vaniu segir, að nýjar sannanir, sem geymdar hafi verið i leyni- skjölum, sýni að FBI (aörikislög- reglan) hafi spillt gögnum og leynt staðreyndum, sem hefðu getað breytt miklu um niðurstöð- ur Warren-nefndarinnar. Það var ályktun Warren-nefnd- arinnar, sem rannsakaði morð- málið, að Lee Harvey Oswald heföi verið aleinn i ráðum, þegar hann réö John F. Kennedy for- seta af dögum i Dallas. Schweiker þingmaður telur, að margt bendi til þess, að FBI hafi jafnvel reynt að hafa áhrif á vitni, svo að þau leiddu Warren-nefnd- ina afvega I rannsókninni. Aður hefur verið skýrt frá þvi i fréttum, að gamalt bréf, skrifað af J. Edgar Hoover, þáverandi yfirmanni FBI (látinn fyrir nokkrum árum), hafí sýnt, að Jack Ruby, sem skaut Oswald til bana skömmu eftir forsetamorð- ið, hafi verið einn af uppljóstr- urum FBI. — Þingmaðurinn tel- ur, að Oswald hafi jafnvel lika verið á snærum FBI. Þingmaðurinn bætir þvi við, að til sé leyniskjal sem sýni, að Allen Dulles, þá verandi yfirmaður CIA (leyniþjónustu USA), hafi veitt Hoover leyfi til að bera ljúgvitni fyrir War.rennefndinni — og það jafnvel þótt forsetinn hafi beðið hann um að svara sannleikanum samkvæmt. Ennfremur bendir hann á, að Dulles húfi látið hjá liða, að gera Warren-nefndinni kunnugt um launráö CIA til höfuðs Fidel Castro á Kúbu. Þau hefðu þó getað orðiö Kúbumönnum ástæða til gagnaðgerða gegn Kennedy. Schweiker þingmaður hefur átt sæti f þingnefnd, sem rannsakað hefur starfsaðferðir CIA. J. Edgar Hoover, fyrrum yfirmaður FBI. — Leiddi hann Warren-nefndina á villigötur I rannsókn morösins á JFK? — Þingmaöur heldur þvi fram, aö Hoover hafi fengiö leyfi yfirmanns ieyniþjónustunnar til aö bera ljúgvitni. Sótu í 10 ár í fangelsi að óþörfu Tveir menn sátu 10 ár i La Paz, án þess að gera sér grein fyrir, að hæstiréttur Boliviu hafði Urskurð- að, að þeim skyldi sleppt fyrir 10 árum. Hæstaréttarritari skýrði frá þvi i gær, aö annar mannanna, ákærður fyrir fjársvik, hefði verið sýknaður nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn 1965. Sýknudómurinn lenti með öðrum skjölum og enginn áttaði sig á neinu. Anna'r maður dæmdur i 10 ára fangelsi fyrir að hafa orðið konu sinni að bana, sótti nú um náðun. Þegar málskjölin voru grandskoð- uð.kom iljós, að dómnum yfir hon- um hafði verið breytt úr 10 ár i 10 mánuði. Korpov vill tefla við Fischer Anatoly Karpov heimsmeistari i skák lét eftir sér hafa um helgina, aö hann væri reiðubúinn til að tefla við Bobby Fischer, forvera sinn, en mundi ekki fara að krjúpaáknéog biðja Bandarikjamanninnum um að tefla við sig. ,,Ég mundi hafa gaman af þvi að tefia við Fischer. Slikt einvigi rnundi vera viðburður i skák- heiminum og það mundi veröa Fischer mikilvægara en mér,” sagöi Karpov. Hann kvaðst ekki geta gengið að tillögu Fischers um ótakmarkaðan fjölda skáka i sliku einvigi, þar sem sá, er fyrstur fengi 10 vinninga, bæri sigur úr býtum. — ,,Tiu vinningar eru of mikið. Þetta yrði mjög langt einvigi,” segir Karpov. Æstir vegna blönduno blakkra og hvítra Ibúum i Boston gengur illa að sætta sig við aðgerðir borgaryfir- valda til að blanda saman blökku- börnum og hvitum börnum i skól- um borgarinnar, sem gert er með þvi að láta skólabila flytja börn i skóla fjarri heimilum sinum. Kennara- verkfall í New York 55.000 kennarar einkaskóla i New York samþykktu i gærkvöldi að leggja niður vinnu vegna kröfu borgaryfirvalda um, að þeir lengdu vinnuviku sina sem næmi 2 1/2 klukkustund. Verkfallið kemur niður á rúmri milljón skólabarna og ber að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.