Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 13
Visir. Þriðjudagur 9. september 1975. 13 STARFS- KYNNING f SJÓN- VARPINU Danska sjónvarpið hefur verið með skemmtilegar starfs- kynningamyndir á dagskrá sinni. Það hefur fylgt eftir fólki úr ýmsum starfsgrein- um og myndað það i dagsins önn. í einum þættinum tóku þeir fyrir tízkuljósmyndar- ann Britt Lindemann. Britt fór með unga fallega stúlku og gam- alt járnrúm út í móa og þar byrjaði hún að taka tízkumyndir og sjón- varpið að taka myndir af henni að taka tízku- myndir. íslenzka sjón- varpið hefur stundum tekið ágæta þætti upp eftir það danska. Kannski.... Þrjú þúsund dollarar á viku nægðu ekki til að fá Carl Rizzo til að halda áfram sem staðgengill við kvikmyndun hákarla- myndarinnar hrikalegu, „Jaws". Rizzo er nánast dvergur, aðeins rúm f jögur fet á hæð, og hann var fenginn til að fara niður í hákarlabúrið, til að hægt væri að fá nærmyndiraf hákörlum í kringum það. Þeir áttu eiginlega að ráðast á búr- ið og þann leik átti að mynda sem kafla í kvik- myndinni. Eizzo var einmitt valinn með tilliti til stærðarinnar eða skorts á henni. Vegna þess hve hann er litill, myndu hákarlarnir sýnast enn stærri. Allt gekk vel i fyrstu og Rizzo fór niður i búrinu, að 4 Hákarl ræðst á búr Carls Rizzo og reynir að mölva það til að komast að honum. virða fyrir sér hákarlana. En svo syrti i álinn. Risastór hvitur hákarl kom syndandi á mikilli ferð að búr- inu og einir tiu eða tólf aðrir fylgdu honum eftir. Sá stóri lamdi hausnum i búrið af miklu afli og hinir hákarlarnir renndu sér á það, hver af öðrum. Búrið hentist til sitt á hvað. Rizzo reyndi að reka hákarlana burt með þvi að pota spjótinu sinu i þá, en það þýddi ekki. Hann varð skelfingu lostinn, þegar allt útlit var fyrir, að hákarlarnir mölbrytu búrið og^ hökkuðu hann i sig. ' — Þéir fiöfðu piskáð vátnið upp, svo að ég sá þá varla. Ég varð ofsalega hræddur. Sjór byrjaði að leka inn i gleraugun min og ég var of hræddur til að hafa rænu á að hreinsa af þeim. Ég rykkti æðislega i liflinuna og strákarnir drógu mig upp eins hratt og þeir gátu. Ég var með- vitundarlaus, þegar ég kom upp á yfirborðið og það var krafta- verk, að ég skyldi lifa þetta af. — Ég hef verið staðgengill leikara i 12 ár, en aldrei komizt i aðra eins hættu. Ég fékk 3000 dollara á viku fyrir þetta (um 480 þús. krónur) en það var ekki nóg. Ég hætti eftir þetta. Palme fékk sér björgunarvesti Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar, bauð gjarnan hátt- settum gestum sinum i smáferð á árabát, þegar þeir heimsóttu hann i sumarhús hans við Harp- sund. Palme er góður ræöari, en þó gagnrýndu ýmsir það, að hann hafði aldrei björgunar- vesti, hvorki handa sér né gest- um sinum. Ráðherrann var búinn að bæta úr þvi, þegar Hubert Humphrey, öldungadeildar- þingmaöur frá Bandarikjunum, sótti hann heim. Hann hafði tvö mikil og litrik vesti við hendina, eins og sjá má. Og hann hafði meira að segja dagblað til að breiöa á þóftuna, svo aö Humphrey blotnaði ekki á botn- inum. Liklega hefur það verið stjórnarandstööublað, þótt það fylgi ekki sögunni. mzm HREIHCERHINGAR I TAPAD — FUNDID ATVINNA I BODI KENNSLA Forsjálir... Þeir klippa þær jafnvel út og varðveita. Þannig geta þeir valið milli margra aðila þegar á þjónustu þarf að halda. HUSNÆÐI OSKAST OKUKENNSLA BARNACÆZLA Sérritin, leið sem milljónir les- enda um allan heim hafa valið Sérritin hafa sífellt náð meiri vinsældum. Efni þeirra og útlit er samkvæmt kröf um milljóna lesenda um allan heim, sem vilja vandaðar greinar í aðgengilegu formi. Sérritin, sem þér getið valið eru: Frjóls verzlun Sjóvarfráttir íþróttablaðið Um léið og þér veljið sérritin þá eignist þér verðmœti, sem eykst með hverju ári ÓSKA EFTIR ASKRIFT AÐ: | [ Frjálsri verzlun Q íþróttablaðinu Sjávar- fréttum Nafn: Heimilisfang: Sími: ! Sendist til: Frjálst fraintak h.f.. Laugavegi 178, Rvík. Simar: 82300, 82302. Forsjálir lesa þjónustuauglýsingar Visis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.