Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Fimmtudagur H. september 1975. rismsm: Hvernig leggst haustið i þig? Valdemar örn Jónsson, verka- maður: — Ég veit ekki. Það er nú ekki komið enn. Ég spái sól á næstunni. Gunnar Hálfdánarson, verka- maður: — Það gerir kuldakast bráðum. Ætli jólafastan veröi ekki góð. Ingimundur Elimundarson, verkamaður: — Hálfkuldalegar eru horfurnar. Það er búið aö vera svo kalt undanfarið. Ég þori ekki að spá mörgum sólardögum — að minnsta kosti ekki i einu. Kannski verða þeir 2 I þessum mánuði. Jón Snæbjörnsson, tannlæknir: — Það leggst bara vel i mig. Ég er búinn að vera i hitabylgju i Evrópu og finnst gott að fá kuliö Sigþór óskarsson, verkstjóri: — Hryllilega. Það er skitkalt. Maö- ur verður bara aö fara til Mall- orka til að hlýja sér. Guðbjartur Magnússon, hleðslu- stjóri: — Illa. Eftir svona slæmt sumar held ég að komi kalt haust. Ég vil nú samt ekki sverja fyrir þaö. Maður lifir alltaf 1 voninni. LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Slœrðu mig?" Ó. T. skrifar: „Vestur Þjóðverjar hafa beitt okkur viðskiptaþvingunum. Þeir hafa látið „eftirlitsskip” sin njósna um ferðir islenzkra varðskipa. Þeir hafa sett löndunarbann á íslenzk fiski- skip. Og nú hefur rikisstjórnin samþykkt að láta nefnd sér- fræöinga „rannsaka málið á næstu dögum” til að athuga hvort við eigum að setja bann á skip sem eru að njósna um okkur. Hvers konar volaðir vesa- lingar eru það sem stjórna þessu landi? Er ekki bein i einu einasta nefi i rikisstjórninni? Þetta minnir mig á söguna um Islendinginn og Danann, meðan Danir voru hér ráða- menn. Einhver danskur stór- bokki sló tslending utanundir. „Slærðu mig?” sagði tslending- urinn. Daninn sló hann aftur utanundir. „Slærðu mig?” sagði tslendingurinn aftur. Daninn sló hann utanundir i þriðja skipti. „Nú, þú slærð mig,” sagði ts- lendingurinn. Þaö er langt siðan ég heyrði þessa sögu og ég er ekki viss um að orðrétt sé með hana farið. En ég hef munað eftir henni siðan ég var smástrákur vegna þess hve mér þótti hún auðmýkjandi fyrir okkur. Ég hef lifað undanfarin ár i þeirri trú að svona væri ekki hægt að fara með okkur lengur. Það er ljóst að þar hef ég heldur betur vaðið I villu.” formbrauð Meira popp í útvarpið Sigrún Birgisdóttir og Caróia Þorsteinsdóttir hringdu: „Okkur likar alls ekki við ut- varpið. Það er allt of mikið af sinfónium og of litið af léttri músik. Okkur fannst þátturinn, sem hann Jón Gunnlaugsson var með áður einu sinni i viku, ofsa- lega finn, en nú er búið að breyta honum og hann er orðinn lélegur. Ef maður vill hlusta á al- mennilegt popp verður að skipta yfir á Kanann. Við stingum upp á að það verði minna um harmónikulög, þótt þau séu ágæt með, og enn minna af sinfónium. Þess i stað mætti hafa popplög. Að sitja i bil á ferðalagi og hlusta á islenzka útvarpið (útiá landi er oft ekki hægt að ná Kananum) er mjög niður- drepandi.” dýrara en franskbrauð? A.S. hringdi: „Ég hafði alltaf haldið að það væri sama verð á fransk- brauði og formbrauði. En svo er ekki. Ég spurði þvi af- greiðslustúlkuna i einni mjólkur- og brauðbúðinni af hverju formbrauðið væri dýr- ara. „Það veit ég ekki,” var svarið. Svona eins og við sjálfan mig og hana, sagði ég að kannski væri formbrauðið þyngra og þess vegna væri verðmismunurinn. „Ekki veit ég það,” hljóðaði svar af- greiðslustúlkunnar. Jæja, kannski getur einhver fróður sagt mér ástæðuna fyrir þessum verðmismun, sem er 3 krónur.” „Hneykslisrœðan ó Laugarvatni" Frá upplýsingaþjónustu iand- búnaöarins:' (Vegna mistaka i póstútburöi birtist þetta svona seint). „í forystugrein Visis mánu- daginn 1. september sem hafði ofangreinda fyrirsögn, var vitn- að i ræðu formanns Stéttarsam- bands bænda, sem hann hélt á aöalfundi þess á Laugarvatni. Eitthvað hafa orð formannsins aflagast á leiöinni frá Laugar- vatni til Reykjavikur, þess- vegna er hér birtur sá kafli úr ræðu formannsins sem fjallaði um skrif fyrrverandi ritstjóra Visis um málefni landbúnaðar- ins. „Eitt af þvi sem oft hefur komið til umræðu hjá stjórn Stéttarsambandsins á liðnum vetri og vori er sá áróður sem rekinn hefur verið i dagblaðinu VIsi i allan vetur, allt frá þvi i nóvember. Þessi áróður hefur beinst gegn landbúnaðinum og samtökum hans. Þvi er ýmist haldið fram að leggja beri land- búnaðinn niður og flytja inn all- ar búvörur, eða þá að breyta mjög um alla landbúnaöar- stefnu. Samtökum bænda er kennt um það hversu mikið rikiö greiðir niður verð búvara með fé rikissjóðs og margt er fleira sem fundið hefur verið að i þessu sambandi. Það hefur margt komið til álita hjá stjórn Stéttarsambandsins i þessu efni m.a. að stefna blaðinu fyrir at- Hneykslisrœða formanns Stéttarsambands bœnda — sjó forystugrein bls. 6 r vinnuróg. í fyrstunni var reynt að mæta þessu með þvi að koma leiðréttingum og svörum á framfæri bæði i blöðum og öðrum fjölmiðlum, en það virt- ist ekki bera þann árangur sem vænta hefði mátt. Það var með VIsi eins og selshausinn á Fróð- á, eftir þvi sem slegið var harð- ar og oftar á haus hans þá gekk hann upp, og áróður Visis virtist vera með þeim hætti lika. Það er oft erfitt að fást við drauga. Nú hefur verið ákveðið að sá maður sem stóð fyrir þessum á- róðri hætti störfum við blaðið, og þess er þá að vænta að ein- hver breyting verði á i þessu efni i næstu framtið”. 1 forystugreininni er þvi hald- ið fram m.a. að formaður Stétt- arsambandsins hefði sagt i ræðu sinni á Laugarvatni að fyrrver- andi ritstjóri Visis hefði veriö látinn fara frá blaðinu vegna skrifa hans um landbúnaðar- mál. Þetta er alls ekki rétt, það geta þeir séð sem lesa kaflann sem hér er birtur úr ræðu for- mannsins. Ýmislegt fleira er i forystu- greininni sem ástæða væri til að gera að umtalsefni. Auðvitað voru bændur sárir og leiðir yfir þeim skrifum, sem birtust i Visi á siðastliðnum vetri og vori. Það hlýtur hver sæmilega gerður maður að skilja. Það er hverjum frjálst að gagnrýna iandbúnaðinn, þvi ýmsu má að finna, svo er um alla okkar atvinnuvegi og reyndar mannlifið allt. Ef gagn- rýnin er byggð á rökum og sett fram af nokkurri hógværð, en ekki fáránlegum tilbúningi, stætt þvi sem fram kemur i for- ystugreininni sem hér hefur orðið til umræðu, þá er reynt að svara af hófsemi og leiðrétta ef um misskilning er að ræða.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.