Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 11. september 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri eri. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611. 7 Hnur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Afgreiðslubann Alþýðusambandsins Viðræður við fulltrúa brezku rikisstjórnarinnar um hugsanlegt bráðabirgðasamkomulag i land- helgisdeilunni eru nú að hefjast hér i Reykjavik. Á sama tima hafa Vestur-Þjóðverjar ögrað ís- lendingum með mjög furðulegu framferði á mið- unum umhverfis landið að undanförnu. íhlutun þýzku efti'rlitsskipanna i löggæzlu islenzkra varð- skipa er svo ruddalegt athæfi að íslendingar hljóta að gripa til alvarlegra mótaðgerða. Vestur-Þjóðverjar hafa nánast gert að engu möguleika á bráðabirgðasamkomulagi með þessu háttalagi. Það kemur ekki til álita að gera samkomulag af nokkru tagi um veiðiheimildir fyrir Breta ef ekki næst samhliða samkomulag við aðrar þjóðir Efnahagsbandalagsins sem hér eiga hlut að máli. Með öllu er þvi útilokað að samningaviðræðurnar, sem hefjast i dag, geti borið árangur að svo stöddu. Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur nú sett af- greiðslubann á vestur-þýzku eftirlitsskipin. Jafn- framt þvi sem þeim tilmælum er beint til félags- manna innan Alþýðusambandsins að afgreiða ekki þýzku eftirlitsskipin nema i neyðartilvikum, hefur sömu áskorun verið beint til annarra sem séð hafa um afgreiðslu þessara skipa. Hér er um sjálfsögð og eðlileg viðbrögð að ræða og forysta Alþýðusambandsins á þakkir skildar fyrir skjót viðbrögð i þessu máli. Rikisstjómin á að veita Alþýðusambandinu nauðsynlegt liðsinni til þess að fylgja þessu banni fram. Að sjálfsögðu hefði komið til álita að rikis- stjórnin lýsti með formlegum hætti yfir hafn- banni gagnvart þýzku eftirlitsskipunum. Form- lega séð er þar um mun harkalegri aðgerðir að ræða en það afgreiðslubann sem Alþýðusam- bandið hefur nú sett. Afleiðingarnar heföu á hinn bóginn orðið þær sömu. Við heföum ekki náð meiru fram með þeim hætti. Að svo stöddu er skynsamlegt að láta sitja við afgreiðslubann Alþýðusambandsins. Ef Þjóð- verjar herða hins vegar enn aðgerðir sinar getur verið eðlilegt að lýsa yfir hafnbanni. Löndunar- bannið, sem nú er i gildi i Vestur-Þýzkalandi á is- lenzk skip, er i raun réttri til komið vegna að- gerða verkalýðssamtaka þar i landi. Löndunar- bannið hefur á hinn bóginn notið óformlegs stuðn- ings stjórnvalda. Meðan ekki er talin ástæða til þess að lýsa yfir formlegu hafnbanni, á rikisstjórnin að veita Alþýðusambandinu nauðsynlegan stuðning við aðgerðir sinar á svipaðan hátt og vestur-þýzka stjórnin hefur gert þar i landi. Eðlilegt er og sjálfsagt að halda opnum leiðum til samkomulags við Vestur-Þjóðverja en siðustu aðgerðum þeirra verðum við að mæta af fullri festu. Ljóst er að Þjóðverjar verða að sýna á sér nýja hlið ef nókkur möguleiki á að vera á sam- komulagi. Miklu máli skiptir, að við hvikum hvergi frá þvi meginskilyrði, að veita ekki einni þjóð Efnahagsbandalagsins veiðiheimildir innan nýju fiskveiðitakmarkanna nema samkomulag náist við aðrar þjóðir innan bandalagsins sem við höfum átt i deilum við. Það verða engir samning- ar við Breta meðan Þjóðverjar hindra fram- kvæmd viðskiptasáttmálans við Efnahagsbanda- lagið. Indira Gandhi,forsætisráöherra Indlandsrræðir við hermenn frá Punjab. Hún afnain mannréttindi fyrlr skemmfstu og stjórnar nú samkvæmt einsflokks kerfi, en segir að vfsu aö það sé atíeins til bráðabirgöa. Hvað veröur, veit enginn.og I raun hefur verið einsflokkskerfi i Indlandi allt frá þvi að iandið varö sjálfstætt 1957. Lýðrœðið er á undanhaldi í Austurlöndum Þeir leita I skuggann, þessir Biharbúar, og skeyta ekki hót um kosningaslagoröin á veggnum. Þeirra áhugamál eru brýnustu llfsnauðsynjar, ekki stjórnskipulagið, og þeir bera vafalaust lftið skynbragö á fræðileg stjórnmál. ■■ ■ ■ ■■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.