Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Fimmtudagur 11. september 1975. 9 Þarf háhýsabyggðin endilega að vera Ijótasta byggðin? — Rœtt um skipulag og hönnun íbúðarhúsa í Breiðholtshverfi. Þeir, sem r svara spurningum okkar eru Hilmar Olafsson forstjóri Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar og Geirharður Þorsteinsson arkitekt. Oaugstiga milli húsa, eins og eru upp I BreiOholti mætti lifga upp eins og hér sést. Einnig sjást steyptir eöa hlaönir bekkir meöfram gangstigunum, sem fólk getur tyllt sér á. meistarar og byggingafélög, telja sig bundna af þvi að geta selt ibúðirnar ódýrt. Af þessum ástæðum sjá alltof margir þeirra ofsjónum yfir öllum hönnunarkostnaði eða öðru sem bætt getur útlit húsa. Þá má ennfremur nefna að litið úrval er af byggingarefn- um, sem standast islenzka veðr- áttu. Það er e.t.v. eðlilegt að byggingamenn kæri sig ekki um að gera miklar tilraunir fyrir eigin reikning og noti gamal- reyndu aðferðirnar og efnin óþarflega lengi. Ein leið til úrbóta i þessu er að stórauka rannsóknir á nýjum byggingarefnum og sýna hvern- ig þau megi nota hér. Er komin fram ný stefna i skipulagningu hverfa hér á landi? Hilmar: Nú eru stefnur uppi um það hér að byggja lægra og þétt- ar þannig að hið afmarkaða rými sem hvert hús eða ibúð fær minnkar. Þannig nálgast slikt hverfi hagkvæmni háhýsa- byggðarinnar en heldur veru- lega i stóran hlut af kostum einbýlis- og raðhúsabyggðar. Eru blokkahverfin óvinsæl er- lcndis? Hilmar: Reynslan hefur orðið sú viða erlendis að þegar búið er að fullnægja brýnustu hús- næðisþörfinni og eftir þvi sem velmegunin eykst, og menn hafa efni á að byggja eitthvað annað en ibúðir i blokkum, þá leggur fólk ekki eingöngu upp úr þvi að fá ódýrt húsnæði heldur skiptir umhverfið miklu meira máli. Til dæmis hafa risið upp mikil vandamál bæði i Þýzka- landi og Sviþjóð, þvi þar standa fleiri hundruð ibúðir i blokkum auðar, þvi sambýlisformið höfð- ar misjafnlega vel til fólks i þessum löndum eftir að efna- hagur batnar. Ég held ekki að örlög Breið- holtshverfis verði þessi, þvi ég er þess fullviss, að stór hluti þessa hverfis getur orðið ákaf- lega skemmtilegur þegar full- lokið er að byggja það og ganga frá þvi að öðru leyti. Erum við á eftir hvað snertir skipulagningu íbúðahverfa? Hilmar: Við erum alltaf svolitið á eftir I þessum efnum. Við erum ef til vill að fullgera ákveðið skipulag þó að aðrar þjóir séu þegar búnar að komast að þvi að viðkomandi form reynist illa. Það er ákaflega mikil til- hneiging hjá okkur íslendingum að taka að sér aðrar þjóðir til fyrirmyndar óyfirvegað. En það sem við verðum að læra er að meta hvað er gott hjá sérhverri þjóð og taka siðan frumkvæðið og skapa okkar eigin stil, bæði hvað snertir húsagerðarlist og skipulag. Hvers vegna eru borgararnir ekki hafðir meira með i ráðum við skipulagningu og útlit húsa og hverfa? Hilmar: Hér hafa verið gerðar kannanir t.d. á nýju hverfi eins og Fossvogshverfi. En kannanir eru alls ekki einhlitar. Til dæm- is ef þú spyrð fólk hvernig það vildi búa, þá mundu sennilega allflestir segja einbýlishús. Við hjá Þróunarstofnuninni höfum i hyggju að halda áfram að gera kannanir á þessu sviði bæði meðal fólksins og sérfræð- inga i þessum málum. Auk þess erum við með kynningar á skipulagi i vaxandi mæli og má geta þess að i undirbúningi er kynning á Breiðholtsskipulag- inu. Geirharður: Flestir arkitektar eru sammála um að æskilegt sé að fólk hlutist til um sitt um- hverfi. Þeir eru hins vegar með mismunandi hugmyndir um það hvernig það verði á sem heppi- legastan hátt (fyrir ibúana). Sumir ganga svo langt að vilja fara i öllu eftir hugmynd- um fólksins og þá lika duttlung- um, en aðrir vilja flokka það undir sitt starfssvið að meta hvað af óskum fólks eru duttlungar og hvað eru raun- þarfir. Ég er þeirrar skoðunar að við umhverfissköpun náist ekki verulegur árangur nema þar komi til höfundur sem yfirlit hefur yfir samhengi og sam- ræmi enégtel jafnframt eðlilegt að hann vinni fyrir opnum tjöld- um og geri grein fyrir og verji sin verk. Hvernig er liægt að ná sem bezt- um árangri i skipulagningu hverfa? Geirharður: Beztur árangur tel ég að hafi náðst þar sem sami aðili skipuleggur og teiknar húsin.- Þetta er þó enganveginn trygging fyrir góðu umhverfi, það eru mörg dæmi um hið gagnstæða. En þótt flestum detti fyrst i hug einhæfni þegar þeir heyra um að einn aðili skipuleggi og hanni þá hefur það sýnt sig að hinn „frjálsi” markaður sem flestir sjá fyrir sér sem tryggingu fyrir fjöl- breytni er einmitt miklu einhæf- ari og snauðari heldur en góð hnitmiðuð hönnun. Þarf þétt byggð að vera leiðin- leg? Geirharður: Það er löngu viður- kennt, að það er eitt aðalvið- fangsefnið i skipulagi, hvernig hægt er að skapa þétta byggð en jafnframt góða og skemmtilega byggð. Það eru mörg dæmi um það að þétt byggð getur verið mjög skemmtileg og gysin byggð leiðinleg. Þó eru enn fleiri dæmi um að þétt byggð sé leiðinleg. Þess vegna eru marg- ir, sem halda þvi fram að þetta tvennt hljóti að fara saman. Hvað er hægt að gera til þess að bæta úr einhæfni hverfis eins og Breiðholts sem er nánast full- byggt? Geirharður: Þegar hverfi verk- ar einhæft á þá sem þar eiga að búa er sjálfsagt að virkja ibú- ana sjálfa til að bæta um eftir megni. Helztu atriði sem vinna má að eftirá, eru að sjálfsögðu lóðir og litir. Lóðir gefa tilefni til ýmiskon- ar ræktunar. Þær eru ekki siður vel fallnar til ýmiskonar form- sköpunar og þar með beinlinis umhverfismyndunar. Ekki er nauðsynlegt að þetta sé eingöngu i höndum fólksins sjálfs, mjög æskilegt væri að fá til aðstoðar skrúðgarðahönnuði, arkitekta og myndlistarmenn. Upplagt væri að efna til sam- keppna og umræðna. En hvernig sem verkaskiptingin yrði milli ibúanna og hönnuð- anna er vist að frumkvæði ibú- anna verður að vera burðarás- inn i starfinu. Litun húsa er mjög einhæf á fslandi. Hingað til eru hús yfir- leitt einlit eða með litaskipting- um, sem miðast við þynningar, súlur og kanta. Meiri fjölbreytni verður ef lit- ið er á litun húsanna minna háð burðarhlutum hússins. Þannig skapast alveg nýir möguleikar i umhverfissköpun, svokölluð „súper-grafik”. Hér er annað dæmi um, hvernig er hægt aö mála háhýsi að utan, en þetta er hin svokallaða „super- grafík”. Hægt væri aðmálablokkina I tveimur litum eins og her er gert, bláu og rauöu, en grófpússaður grár steinveggurinn er látinn halda sér á stöku stað. Enda þótt byggingarstillinn á þessum blokkum sé öðru visi cn upp I Breiðholti, þá gefa þessar myndir hugmynd um, hvernig hægt er að nota liti til að lifga upp á háhýsabyggöina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.