Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 11
KR pantar einnig leikmann frn USA Fetar í fótspor Ármenninga og fœr hingað risa til að leika með körfuknattleiksliðinu í vetur Nú hafa KR-ingar ákveðið að feta i fórspor Ármanns — og ætla þeir að fá bandariskan körfuknattleiksmann til liðs við sig. Þessi ákvörðun var tekin hjá stjórn Körfuknattleiks- deildarinnar i gær- kvöldi. „Við höfðum mikinn áhuga á að fá hingaö tvo leikmenn”, sagði Gunnar Gunnarsson, gjaldkeri Körfuknattleiksdeildarjnnar i viðtali viö Visi. „En þegar við fórum að hugsa málið betur, varð það ofan á að fá hingað einn leik- keppnistimabili aðeins fjórum stigum á eftir Englandsmeistur- unum Derby. Tapaði í gærkvöidi fyrir 4. dcildarliðinu Lincoln. Þá fóru fram nokkrir leikir i deildarbikarkeppninni bæði i Englandi og Skotlandi, Jimmy Grenhoff náði foryst- unni fyrir Stoke, en eftir það áttu leikmenn liðsins i vök að verjast og aðeins frábær markvarzla Peter Shilton héltliðinu á floti. En sóknarþungi Lincoln var þungur og liðinu tókst að jafna metin og þegar 22 mínútur voru til leiks- loka skoraði Dennis Booth sigur- markið með skalla. bá var eins og sprengju hefði verið varpað — áhorfendastæðið hrundi og flytja varð marga af áhorfendum á nærliggjandi sjúkrahús. Þá lentu stóru liðin Manchester Utd.og Derby i vandræðum gegn liðum úr 4. deild. Manchester lék mann, þvi að við vorum hræddir um aö ef þeir yrðu tveir, myndi allt spil snúast i kringum þá. En ef vel gengur og framfarir verða hjá okkar mönnum, er alltaf sá möguleiki fyrirhendi að bæta við. Við erum þegar búnir að setja okkur i samband við umboðs- skrifstofuna i Bandarikjunum og samningar standa nú yfir. Við ætlum að fá miðherja — tveggja metra mann — og gangi allt upp, mun hann væntanlegur i þessum mánuði. Stefnt verður að þvi að hafa Bandarikjamanninn allt keppnis- timabilið og ekki veitir af — þvi að Armenningarnir verða erfiðir viðureignar. Auk þess að leika með okkur mun hann svo væntanlega sjá um alla þjálfun hjá félaginu. gegn Brentford sem náði óvænt forystunni i leiknum — en Lou Macari og Sammy Mcllroy tryggðu sigur United seint I leikn- um. Derby komst i krappan. dans gegn Huddersfield og þar var jafnt i hálfleik 1:1 — það var svo ekki fyrr en langt var liðið á leik- timann að Charlie George skoraði sigurmark Derby. Urslit leikjanna i deildarbikar- keppninni igærkvöldi urðu þessi: AstonVilla—Oldham 2:0 Bolton—Coventry 1:3 Crewe—Chelsea 1:0 Derby—Huddersfield 2:1 Halifax—Sheff. Utd. 2:4 Herford—Burnley 1:4 Lincoln—Stoke 2:1 Manchester Utd.—Brentford 2:1 Norwich—Manchester City 1:1 Notth.For,—Plymouth 1:0 Peterborough—Blackpool 2:0 Southport—Newcastle 0:6 York—Liverpool 0:1 Þetta kemur til með að verða dýrt fyrirtæki hjá okkur — en við ætlum að vinna vel og ef þessi ákvöröun verður til þess að lyfta körfuknattleiknum upp — þá er tilganginum náð”. „Loksins kom högg" — sagði kvenna- meistarinn í goifi um leið og hún só boltann sinn fara í holuna í einu höggi „bar loksins kom högg” sagði íslandsmeistari kvenna I golfi — Kristfn Pálsdóttir — er hún loks eftir að hafa siegið mörg högg á fimm brautum i „Silfurkeppninni” á Nesvell- inum, sá á eftir boltanum sin- um þjóta af stað í upphafs- högginu á 6. braut. Hún mátti lika vera ánægð með höggið þvi kúlan lenti á flötinni ogstöðvaðist ekki fyrr en í holunni. Var þetta i fyrsta sinn, sem slcgin er hola I höggi á þessari braut, seni tekin var i notkun fyrir fjórum árum. En þetta góða högg nægði Kristinu samt ekki til að vinna sér inn verðlaun i keppninni — aftur á móti fær hún fyrir það vandað gullúr eins og lög gera ráð fyrir, og inngöngu I hið merkilega samfélag golfara, sem nefnt er Einherjar. Sigurvegari I keppninni án forgjafar varð Jakobina Guð- laugsdóttir frá Vestmanna- eyjum, sem lék 18 holurnar á 85 höggum. Næstar henni komu þær Inga Magnúsdóttir GK á 86 höggum og Jóhanna Ingólfsdóttir GRá 87 höggum. Fyrstu verðlaun með forgjöf hlaut móðir Jóhönnu — Ilanna Gabríels GR, sem var á 70 höggum nettó. önnur varð Hanna Gisladóttir GR á 71 liöggi og þriðja Sigrún Ragnarsdóttir GN á 72 högg- um. —klp— Óvœnt tap Stoke City Stoke City, 1. deildarliðið sem ' varð í fimmta sæti á siðasta Þetta eru strákarmr úr 4. flokki Breiöabliks úr Kópavogi, sem uröu íslandsmeistarar I sinum flokki með þvi aö sigra KA frá Akureyri I siðari úrslitaleik liðanna með 4 mörkum gegn X. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 2:2. Ljósmynd Einar... tslenzka vörnin var mjög sterk Ileiknum á Leninleikvanginum I Moskvu I gær.seg- ir i fréttaskeyti frá Reuter i morgun. Hér eru tveir af máttarstólpum hennar, Mar- teinn Geirsson og Jón Pétursson á réttum stað og bjarga á siðustu stundu. Þeir eru allir óðir \ að fara til íslands — segir Jóhannes Eðvaldsson um leikmenn Celtic, sem koma hingað ó sunnudaginn „Það eru allir hér hjá Celtic mjög spenntir fyrir ferðinni til tslands, og komast færri með en vilja,” sagði Jó- hannes Eðvaldsson, er við höfðum sam- band við hann i Glasgow i morgun. „Við leggjum af stað eftir hádegi á sunnudag og erum að vonast til að ná til Reykjavikur áð'ur en bikarúrslitaleikn- um á milli Keflavikur og Akraness er lokið. A þriöjudaginn leikum við svo viö mina gömlu félaga I Val, og hlakka ég og félagar minir hér mikið til þess. Ég veit ekki almennilega hverjir verða með I ferðinni, en trúlega verðum við með okkar sterkasta lið, enda hef ég sagt þeim, að Valsmenn séu til alls lik- legir á heimavelli. Við lékum i gærkvöldi við Stenhouse- niuir i 8-liða úrslitum deildarbikarsins og unnum 2:0 á útivelli. Ég held.aðég hafi sloppið vel frá þeim leik — náði að leggja upp annað markið, en gekk sjálf- um illa að skora. A fyrstu minútunni átti ég t.d. skalla i þverslá, siðan kom bolt- inn út aftur og þá skaut ég I stöngina. Bobby Lennox fékk siðan boltann og skaut í höfuöið á einum, sem stóð á lin- unni — og þaðan fór boltinn langt út á völl. Þannig var leikurinn nær allan tim- ann — við óðum I tækifærunum, en náðum ekki aö skora. Vonandi vegnar okkur betur við mörkin i Laugardalnum á þriöjudaginn — a.m.k. veit ég, að ekkert verður slegið af i þeim Ieik.” —klp— Sluppu með skrekkinn Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson i umferðaróhappi í Þýzkalandi Fyrir nokkrum dögum lentu þeir fé- l'agar, Axel Axelsson og Ólafur H. Jóns- son, i smá umferðaróhappi, þegar þeir voru að koma af æfingu hjá félagi sinu Dankersen i Vestur-Þýzkalandi. „Við vorum að koma frá þvi að leika æfingaleik viö lið hérna i næsta bæ, þeg- ar óhappið átti sér stað,” sagði Axel I morgun. „Viö komum eftir óupplýstum sveitavegi og I einni beygjunni missti ég vald á bilnum, sem kastaðist á tré. Ég og Óli sluppum með skrekkinn, en einn úr stjórn liðsins, sem var I bilnum með okkur, var fluttur á sjúkrahús með smá skrámur. 1 gærkvöldi lékum við æfingaleik við lið úr 2. deild og unnum auðveldlega — Óli Jóns var I miklum ham og skoraöi rnörg mörk. Ég hef ekki getað æft að neinu ráði ennþá vegna meiðslanna i olnboganum, — en þetta stendur von- andi allt til bóta. — Sigur hjó Standard Liege Deildarkeppninni var haldið á- fram I Belgiu i gærkvöldi og þá leikinn fimmta umferð. Liö As- geirs Sigurvinssonar Standard Liege vann á útivelli — en liö Guðgeirs Leifssonar tapaði. Úrslit leikjanna I gærkvöldi uröu þessi: Beveren—Anderlecht 2:2 Malinois—Burgeois 0:2 RWD Molenbeek—Lokeren 3:1 Beerschot—Antwerpen 2:5 Liegeois—Charleroi 3:2 La Louviere—Standard Liege 0:1 Lierse—Ostend 0:1 Bruges—Malines 0:2 Waregem—Berchem 3:1 Standard hefur nú fengið fimm stig, en Charleroi eitt stig, efst er RWD Molenbeek með 10 stig — hefur unnið aila sina leiki. —BB Visir. Fimmtudagur 11. september 1975. Rússneski björninn komst aðeins einu sinni í gegn! Fróbœr markvarzla og varnarleikur íslenzka liðsins kom í veg fyrir stórsigur Rússa Með allt að 10 menn i vörn tókst íslenzka landsliðinu íknattspyrnu að halda sovézka landsliðinu i skefjum i slðari leik liðanna i undankeppni olympiuleikanna á Leninleikvanginum í Moskvu i gær. Aðeins einu sinnLtókst rúss- neska birninum að koma knettin- um i netið hjá islendingunum, og var það skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks — eins og i leiknum við Belgfu I Liege á laugardaginn var. Fyrirfram var búizt við, að is- lenzka liðið fengi „flengingu” i þessum leik — alla atvinnumenn- ina okkar vantaði og menn orðnir þreyttir eftir tvo erfiða leiki og löng ferðalög siðustu vikuna. Þar við bættist, að þeir léku ekki við neina áhugamenn, eins og Rúss- arnir vilja kalla sig, heldur 100% atvinnumenn, sem hafa það ekk- ert siöur en beztu atvinnumenn annarra landa. Það kom lika strax fram i leiknum, að við atvinnumenn var að etja. Rússarnir — hvattir til dáða af um 20 þúsund áhorfend- um — hófu strax stórsókn, og máttu islenzku varnarmennirnir kalla á alla tiltæka aðstoð frá hin- um, sem framar voru, til aö halda þeim i skefjum. Hver sóknin af annarri buldi á vörninni, en þar var skipulagið upp á það bezta, og ekkert gekk hjá Rússunum. Ef varnarmenn- irnir náðu ekki að stööva þá, sá Arni Stefánsson um að gripa inn i — eða þá stangirnar, en tvivegis „björguðu” þær islenzka liðinu. Sem dæmi um sóknarþunga Rússanna, fengu þeir einar 16 hornspyrnur i leiknum, en Islend- ingarnir aðeins tvær. Tækifæri ts- lendinganna voru sárafá — það bezta kom i fyrri hálfleik, er Hörður Hilmarsson sendi á Teit Þórðarson, sem skallaði yfir úr opnu færi. Sigurmark Rússanna kom á 40. minútu leiksins. Einn af beztu mönnum liðsins — Minayev — komst þá að vltateigshorninu og sendi snúningsbolta i netið, sem Arni Stefánsson réð ekki við. t siðari hálfleiknum átti Minayev mörg skot á markið — eins og fleiri i liðinu — en tókst aldrei að skora. Framlina Rússanna þurfti að taka á öllu sinu til að komast i gegnum islenzka varnarmúrinn, og þegar það tókst, var uppsker- an litil, segir i fréttaskeyti frá Reuter i morgun. Þar er ekki getið um einstaka menn, en samkvæmt upplýsing- um frá AP báru þeir af i islenzka Pólverjar léku Hollendinga grótt . Pólverjar unnu sannfærandi sigur á Hollendingnum I Evrópu- keppni landsliða i knattspyrnu i gærkvöldi 4:1. Leikið var I Chor- zow iPóllandi og voru áhorfendur um 100 þúsund. Pólverjarnir höfðu umtals- verða yfirburði I leiknum og kom- ust þeir i 4:0 áður en Hollending- unum, sem höfðu þá Johan Cruyff og Johan Neskens I liði slnu, tókst að svara fyrir sig. Mörk Póllands skoruöu Grze- gorz Lato, Robert Gadocha og Andrej Szarmach tvö, en mark Hollands gerði Van der Kuylen. Pólverjar hafa þar meö náð forystunni íriðlinum, en þeir eiga eftir að ieika við Holland I Hol- landi og bæði liðin eiga eftir að leika viö Itali, sem llka eiga tals- verða möguleika. Staðan er nú þessi: Pólland 4 3 1 0 9:2 7 Ilolland 4 3 0 1 11:7 6 ítalla 3 111 2:3 3 Finnland 5 0 0 5 3:13 0 liöinu Ami Stefánsson, Marteinn Geirsson, Björn Lárusson og Jón Pétursson, sem var fyrirliði i þessum leik. Annars er íslenzka liðinu hrósað fyrir baráttuna og vel skipulagðan varnarleik, sem hefði verið það eina rétta á móti stórveldinu. Ferðin kostaði ó fjórðu milljón! „Hún verður okkur geysilega dýr þessi ferö,” sagöi Friöjón B. Friöjónsson gjaldkeri Knatt- spyrnusambands islands, er viö ræddum við hann um kostnað- arhliðina á ferö landsliðsins til Frakklands, Beigiu og Rúss- lands, skömmu áður en lands- liðið hélt frá Belgiu á sunnu- dagsmorguninn. „Farseðlarnir fyrir hópinn i þessa ferð kostuðu okkur um þrjár milljónir, og er það stærsti útgjaldaliðurinn. Hótelkostnað- ur og fæði er að mestu greiddur af þeirri þjóð sem við leikum viö, en um það var samið um leið og leikdagana. í staðinn sá- um við um hótelkostnaðinn þeg- ar þeir heimsóttu okkur, svo þetta kemur svipaö út. Fyrir utan þetta kemur ýmiss annar kostnaður. Get ég nefnt sem dæmi, aö viö höfum orðiö aö kaupa meöul, sáraumbúöir og annaö sllkt fyrir um 70 þús- und krónur. Margt annað bætist svo ofan á, og er ekki fjarri lagi að kostnaöur við ferðina verði um 3,5 til 4 milljónir. Ee held að viö komum til með að ná endum saman sem þó er ekki alveg komið i ljós. Innkom- an á leikina viö þessar þrjár þjóðir heima var nokkuð góð, og vonumst við til, að hún dekki allan kostnað okkar viö þessa löngu og ströngu ferð.” — klp—^ 1FORYSTU ■ GRANADA árgerð 1976 Verð frá kr. 2,080,000,- Verð til at- vinnuhílstjóra FORD SVEINN EGILSSON HF FORD HÚSINU SKEIFUNN117 SÍMI 85100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.