Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 11.09.1975, Blaðsíða 17
Vísir. Fimmtudagur 11. september 1975. 17 DAG | u KVÖLD | O □AG | □ Útvarpsleikrit kl. 20.30: Uppgjör manns við sjálfan sig — Höfundur Herbert Greveníus í kvöld verður flutt leikritið //Maðurinn við hliðið" eftir Herbert Grevenius. Þetta er skemmtilegt leikrit og fjallar um mann sem lifir I streituþjó&félagi. 1 leikritinu segir frá uppgjöri þessa manns viö sjálfan sig og það líf sem hann hefur lifað. Höfundur leikritsins, Herbert Grevenius, er sænskur leikbók- menntafræðingur við sænska útvarpið. Hann hefur skrifað mörg leikrit fyrir útvarp og hafa mörg þeirra verið leikin hér i útvarpinu. Einnig hefur Grevenius kennt leikbókmenntir viö háskólann I Stokkhólmi. Hann hefur kennt nokkrum Islendingum þessi fræði, þar á meðal var Stefán Baldursson sem vinnur nú hjá Þjóöleikhúsinu, nemandi hans. Herbert Grevenius hefur veitt Konunglega leikhúsinu sænska sérfræöilega aðstoð i leikbók- menntum. Nú er Grevenius orðinn sjö- tugur en starfar ennþá af fullum krafti og leikrit hans eru mjög vinsæl i Sviþjóð. Meö aöalhlutverk fara Rúrik Haraldsson. sem leikur Gústafc og Valur Gislason leikur ókunna manninn. Auk þess koma fram Helga Bachman og Helga Stephensen. Leikstjóri er Klemens Jónsson en þýðandi Þorsteinn 0. Stephensen. — HE. Þeir Rúrik Haraldsson og Valur Gislason leika aðalhlutverkin iútvarpsleikritinu Ikvöld. Útvarp kl. 21.00: Þeir brutu fingur hans, svo hann gœti ekki spilað Loks var hann drepinn — Þáttur um Victor Jara laga og Ijóða- smið frá Chile Victor Jara, hver er þaö? Hann var chilanskur trouba- dour. Hann söng sina eigin söngva eftir Ijóðum sinum. Victor Jara var einiægur stu&n- ingsmaður Allendes og kom oft fram «á kosningafundum hans. „Þegar valdaránið varð 11. september 1973, var Victor Jara drepinn. Áöur höfðu fingur hans allir verið brotnir eins og gert er við þá, sem flytja tónlist sem flytur ekki boðskap rikjandi valdakliku,” sagði Ingólfur Margeirsson sem kynnir þenn- an chilanska visnasöngvara. 1 dag munu einhverjar af plöt- um hans vera til i Suöur Ame- riku hins vegar var allt bannað i Chile sem hann hafði samið og sungiö. Það, sem flutt verður i út- varpinu i kvöld, er allt bannað i Chile en Ingólfur fékk þessar plötur lánaöar hjá Norðmanni nokkrum sem var staddur i Chile, þegar valdaránið var framið. Sá Norömaðurinn að hverju stefndi og keypti allt, sem hann gat fundið eftir Victor Jara og sendi heim til Noregs i gegnúm norska sendiráðið. Ingólfur fékk sjálfur áhuga á Jara þegar hann sá þátt með honum i brezka sjónvarpinu, en þar voru ýmis laga hans kynnt. Fór Ingólfur að reyna aö útvega sér plötur Victors Jara og náöi i tvær, heitir önnur Manifesto og spilar hann lög af henni í þess- um þætti. Hljómsveitirnar, sem spila undir, heita Inte- Illiman og Quialapanyum. Allir þeir, sem koma fram i þættinum,eru annað hvort dánir eða flúnir frá Chile. ,,Ég heimsótti þennan Norö- mann sem á flestar plötur Victors Jara og tók allt efnið i þáttinn upp á segulband,” sagði Ingólfur. Þessi Norömaður hefur hjálp- að mikið til við að bjarga chilensku flóttafólki og finna þvi samastaö i Noregi. — HE/BA. ♦ ☆★*★**☆*☆★☆★☆*☆★***★☆*☆*☆*☆★☆★☆★☆*☆**★☆★**■Ct X- 3- X- «- + J> X- «- X- «- «- «- 3- «■ X- 3- x- «- x- «- «- «- H- «- X- J}- X- «- X- «- X- s- X- «- X- «- X- «■ x- «- X- J5- X- J}- X- «- X- «- X- 3- X- «■ X- «- X- «- X- «- X- «■ X- «- X- «- X- «• X- 3- X- 3- x- W Nt r "t & uá Spáin gildir fyrir föstudaginn 12. september. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Fyrir áhrif tunglsins getur hugur þinn beinzt að fjarlægum stööum og persónum, sem gæti jafnvel leitt til vandræða fyrir þig. Reyndu að leysa vandamál þín fyrir hádegi. Nautiö,21. aprll—21. maí. Staða tunglsins gefur þér stórkostleg tækifæri til að hafa gott af öðr- um I dag. Vertu vingjarnlegur við þlna nánustu. Tvlburarnir,22. mal—21. júnl. Þú skalt gæta þln vel i dag. Farðu varlega I umferðinni. Seinni hluti dagsins er heppilegur til að stofna til nýs kunningsskapar og komast að samkomulagi. Krabbinn, 22. júni—23. júll. Þú gætir átt I ein- hverjum erfiðleikum i samskiptum viö sam- starfsmenn þina. Seinni hluti dagsins er miklu heppilegri til vinnu og leiks. Ljónið,24. júll—23. ágúst. Þú skalt ekki hika viö aö hugsa hátt I dag, þln blða stórkostleg tæki- færi. Stjörnurnar eru hagstæðar fyrir ástallfið, og einnig til trúarlegra i&kana. Meyjan,24. ágúst—23. sept. Heppilegur dagur til aö gera húsverk. Leggðu þig fram um að gleðja foreldra þína og aðra I fjölskyldunni. Vogin,24. sept.—23. okt. Gættu þess að vera ekki of uppstökkur I dag. Kvöldið er aftur á móti tilvaliö fyrir feröalög og ástir. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Vertu varkár I við- skiptallfinu fyrir hádegi. Ekki er allt sem sýnist. Gerðu þér eitthvaö til gamans i kvöld. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Það virðist svo sem þú standir frammi fyrir talsveröum vanda, sem getur með réttri ákvörðun snúizt þér I hag. Skoðaöu hug þinn vel og riftaðu stefnumóti kvöldsins. Steingeitin,22. des,—20. jan. Fyrstu tímar dags- ins eru mjög viösjárverðir fyrir þig, varaðu þig á hættulegu umhverfi. En þetta lagast þegar á daginn líður. Kvöldið er heppilegt fyrir stefnu- mót. Vatnsberinn,21. jan,—19. febr. Þú gætir hitt ein- hverja misindismenn I dag. Varastu samninga- geröir sem viröast skuggalegar eða alltof glæsi- legar. Kvöldiö er gott til að skemmta sér. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Morguninn ber ekki gæfu I skauti sér. Varastu að reita yfirmann þinn til reiöi. Verzlaöu seint I kvöld, rétt fyrir lokun. í. -K ■» -k -ti -K -tt * -tí * -ct -k -K -tt -K -tt ■K -tt -K -ti -K -tt -K -ít -K -tt -K -tt -K -Ct ■K -tt -K -tt •K •tr -K /fZZ Auðvitað loka ég ekki huröinni án þess að hafa lykilinn á réttum stað! Hann er I töskunni minni...! Hvaö hafiö þér hugsað yður aö láta mig blða lengi herra lög- regluþjónn? 'Keátaura^ Ég hlýt bara aö hafa gleymt veskinu i hinum bilnum minum. ■*☆*☆*☆☆*☆*☆*☆*☆*☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★*☆*☆*☆*☆★☆★☆★☆★☆*☆*☆★

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.