Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 26. september 1975 5 'LÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ morgun ÚTLÖND í MORGUN ÚTL Umsjón: Guðmundur Pétursson Við setningu ráðherrafundar OPEC I Vinarborg. T.h. sést Ahmed Zaki Yamani, sheik. OPEC-ráðherrar rífast um pró- sentin og olíu Ahmed Zaki Yamani, olíumálaráðherra Saudi Arabiu, stóð einn uppi gegn hinum tólf olíuráð- herrunum á fundi sam- taka olíuútflutningsríkja i gær, og lét sig hvergi. Hinir taka ekki í mál minni verðhækkun á olíu, en sem nemur 15%. Yam- ani sheik verður hins veg- ar ekki af því skekinnað 5% sé algjör hámarks- hækkun. Flestir töldu, að þessi ásteyt- ingur hefði leitt til þess, að fund- urinn flosnaði upp, þegar menn sáu, að Yamani yfirgaf fundinn i Vinarborg og tók sér flugvél til Lundúna. ,,Nei, ég gekk ekki af fundi. Ég þarf hins vegar að hafa sam- ráð við stjórn Sáudi Arabiu, og mér hefur ekki tekizt að ná sambandi við hana i Vin. Þvi fór ég til London,” sagði Yamani ráðherra við fréttamenn. Fundurinn i gær stóð i fjórar klukkustundir og var sagt, að þar hefði gengið á ýmsu. Þetta var annar fundardagurinn. Hefur kvisast út af honum, að allir hafi orðið sammála um 15% verðhækkun eða rúmlega það. Allir nema Yamani. — Sögðust þá fundarmenn hafa dregið mikið úr fyrirhuguðum verðhækkunum, og lengra væri ekki unnt að ganga til móts við sjónarmið Saudi Arabiu. Þeir höfðu nefnilega hugsað sér 20% hækkun. Ætlunin mun hafa verið sú, að 15% hækkunin kæmi annað hvort strax til framkvæmda i næstu viku, eða þá i áföngum. Hluti hennar strax, en sumt i janúar, og skyldi þetta nýja verð gilda til september 1976. Hækki olian um 15% þýðir það að fatið af oliunni hækkar um 1,50 dollar. En tölfræðingum reiknast þá svo til að reikning- urinn af oliuneyzlu heims hækki þá um 15.000 milljón doliara yfir árið. Yamani sheik sagði eftir fundinn: ,,Ég held ekki, að ég sé tilbúin til að samþykkja meira en 5% hækkun.” Dr. Mofia Tonjo Aboko, oliu- ráðherra Nigeriu, sagði eftir fundinn, að Yamani hefði lengi á fundinum haldið sig við fimm prósentin, en siðan slakað til upp i 10%. Yamani sheik flaug af fundinum í Vín til London og kveðst ekki fara hœrra en 5%. — Hinir vilja 15% hœkkun i * Settust um fangelsið Þúsundir mótmælandi borgara í Lissabon settust um fangelsi hersins snemma í gær og neyddu stjórn fangelsisins til að sleppa tveim kommún- istískum hermönnum úr haldi. Mannsöfnuðurinn setti upp vegatálma viö alla vegi sem liggja til Trafariafangelsisins, þannig að liðsauki gat enginn borizt. Fangelsið liggur á fjar- lægari bakka Tagus-árinnar, sem rennur hjá Lissabon. Fangelsisstjórnin lét fangana tvo ganga frjálsa út úr fangeísinu og hverfa inn í fagnandi mannfjöldann. Kommúnistar, sem finna sig vera að missa undirtökin, sem þeir höfðu i hernum og stjórn landsins, hafa æst til götuóeirða og þúsundir liðsmanna þeirra hafa farið fylktu liði um götur til að hrella stjórnmálaandstæðinga þeirra. Sprengja sprakk i Lissabon i þessari ólgu í gærkvöldi, og er vitað með vissu, að tveir menn að minnsta kosti létu lifið af hennar völdum. Töluvert ber á vinstrisinnuðum hermönnum i kröfugöngum kommúnista, og voru þeir framarlega i flokki mannsafnað- arins við Trafariafangelsið. Enda sitja i fangelsinu hermenn, sem uppvisir hafa orðið að ýmsum brotum. En auk þess eru hafðir þar i haldi nokkrir þeirra hægri- manna, sem teknir voru úr um- ferð, þegar herinn bylfi hægri- stjórninni fyrrverandi. Spáðu um gosið Simamyndin hér við hliðina barsti morgun af eldgosi ár Tol- bachik-eldfjallinu á Kamchatka I Sovétrikjunum. Riíssar segja, að þetta sé stærsta eldgos, sem menn minnist þar um slóðir. — Tolbachik heyrir til hinum fræga Kiyuchevskaya-eldfjalla- klasa. Sovézkir jarðfræðingar höfðu spáð fyrir um þetta gos, og er það í fyrsta skipti, sem slik for- spá er höfð um eldgos. Athugan- ir þeirra gáfu þeim til kynna m.a.s., hvar eldgosið yrði. Þann 6. júlf 1975 byrjaði svo Tolbachik að gjósa og hefur gosið siðan, aðallega ösku og vikri. Nú nýiega fór svo glóandi hraun að renna úr gignum. Þingið spyrnir við Fordstjórnin hefur nú rekið sig á eina alvarlega torfæru í tilraunum sínum til að vinna samþykki þingsins á ráðagerðinni um að setja bandaríska tækni- menn á vörð í Sínaíeyði- mörkinni — sem var eitt skilyrði samninga ísraela og Egypta. Sumir fulltrúar utanrikismála- nefndar öldungadeildarinnar krefjast þess, að öll spilin verði lögð á borðið um loforð Banda- rikjastjórnar við Egypta og tsra- ela viökomandi þessum samn- ingum. Stjórnin spyrnir hinsvegar við fótum, og telur það muni mjög verða henni til trafala i utanrikis- málum, verði hún að kunngera það sem henni og stjórnum Egyptalands og Israels hefur farið á milli. 1 von um málamiðlun sat Henry Kissinger utanrikisráð- herra fund með utanrikisnefnd- inni i gærkvöldi. Stóð sá fundur i 2 1/2 klst., en að honum loknum voru menn jafnnær. Fyrr i gær hafði Ford forseti varað þingleiðtoga viö þvi, að dráttur á samþykki þingsins til staðfestingar loforðum Banda- rikjastjórnar gæti orðið til þess að spilla þvi, að samningur Egypta og tsraels yrði að veruleika. Eftir fundinn i gærkvöldi voru menn þó ekki úrkula vonar um, að frekari viðræður stjórnarinn- ar og þingnefndarinnar gætu leyst þennan hnút. Þær færu þó naumast fram fyrr en i næstu viku, og ekki að vænta þess, að þingið afgreiði málið fyrr en i fyrsta lagi eftir hálfan mánuð. Er það öllu siðar en Fordstjórnin ætlaði. BANDARIKJAÞING HLYNNT 200 MÍLNA FISKVEIÐILÖGSÖGU fiskiskip skuli hafa forgang u veiði innan 200 milna breiðs sva is um strendur Bandarikjann Það gerir ráð fyrir, að erlei fiskiskip fái þvi aðeins að vei innan þess svæðis, að bandarisl fiskimenn hafi ekki gengið nærri fiskistofnunum. Greinilegt er, aö þingme: hafa látið sér segjast af kvörtu um fiskimanna i Bandarikjunui sem bera sig upp undan sókn < lendra fiskveiðiflota á mið þeirr Einkum þykja Rússar og Japar ásælnir. Verzlunarmálanefnd öldunga- deildar Bandarikjaþings sam- þykkti I gær lagafrumvarp, sem jafngilda mundi 200 milna fisk- veiðilögsögu Bandarikjanna, ef frumvarpið yrði að lögum. Þetta frumvarp er svipað öðru, sem samþykkt var I siglinga- málanefnd fulltrúadeildarinnar, og er ámóta og frumvarp, sem öldungadeildin samþykkti undir siðustu þinglok, en varö aldrei að lögum. Það felur i sér, að bandarlsk

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.