Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Föstudagur 26. september 1975 NY VERZLUN OPNUM Á MORGUN í BREIÐHOLTI ENSKI LANDSLIÐS* BÚNINGURINN HOLLENZKI LANDSLIÐS' BÚNINGIJRINN FLESTIR ENSKU OG ÍS- LFNZKIl 1. DEILDA BUNINGARNIR PUMPA ÍÞRÓTTATÖSKUR BORÐTENNIS-SPAÐAR KÚLUR NET llintq@M> ©íhmmmnmt HÓLAGARÐI LÓUHÓLUM 2-6 Danskennsla Þ R. Námskeið í gömlu dönsunum og þjóðdöns- um hefjast miðvikudaginn 1. okt. og mánudaginn 6. okt n.k. Kennsla i barnaflokkum félagsins hefst mánudaginn 6. okt. Fyrir börn 4—12 ára. Innritun verður að Fríkirkjuvegi 11, laugardaginn 27. sept. milli kl. 2 og 6 og i sima 15937 og mánudag- inn 29. sept. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu milli kl. 7 og 10 e.h. og i sima 12826. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Hesthús til sölu Til söíu er 12 hesta hús i Glaðheimum, Kópavogi. Hesthúsið er með innréttingu úr járni og sjálfbrynningu. Uppl. í símum 38375 og 73845. Smáauglýsingar Visis Markaðstorg tækifæranna Vísir auglýsingar Hverfisgötu 44 sími 11660 Llkan af nýtizku fjósi og hlöAu, þar sem ööru megin er þurrheysgeymsla og hinum megin flatgryfja fyrir súrhey. Helmingur heyfengs bœnda þyrfti að vera vothey „Lofttœmingaraðferðin engan umtalsverðan kost fram yfir venjulegan votheysverkun" ,,Ég tel, að lofttæm- ingaraðferðin hafi eng- an umtalsverðan kost fram yfir venjulega votheysverkun. Á ég þar við venjulega verk- un i súrheysturn eða flatgryfju.” Þetta sagði Magnús Sig steinsson, byggingar- og bú- tækniráðunautur hjá Búnaðar- félagi tslands, er við ræddum við hann um sogtæmingar- eða lofttæmingaraðferð, sem notuð hefur verið við votheysverkun að Nýjabæ og Hvammi undir Eyjafjöllum. Heygeymslur und- ir votheyið þar hefur Einar Guðjónsson járnsmiðameistari hannað. Einar sagði VIsi i við- tali fyrir nokkru, að enn væri málið á tilraunastigi, en aðferð- in hefði gefizt vel. Magnús sagði, að bútækni- deild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins hefði gert rann- sókn á heygeymslu Einars fyrir 2—3 árum í Hvammi. t þeirri prófun kom i ljós, að útilokað var að fá geymsluna loftþétta, þannig að ekki tókst að mynda neinn verulegan undirþrýsting i henni og allverulegur hiti mæld- ist I heyinu. Loftið i heyinu litið eftir að það er látið inn. „Aðalatriðið við votheysverk- un,” hélt Magnús áfram máli sinu ,,er að útiloka að utanað- komandi loft komist I heyið. Loftið, sem er i heyinu eftir að það er látið inn, er það litið, að jurtirnar nota súrefnið allt á nokkrum klukkustundum. Þetta á auðvitað aðeins við, ef troðið er vel i geymslurnar. í turnum þrýstist loftið út fyrir áhrif þunga, sem stöðugt bætist ofan á, en iflatgryfjum er traktor notaður til þess að troða heyið niður jafnóðum. Veika hliðin við lofttæmingar- aðferðina i heyverkun er sú, að mjög erfitt er að fá geymslurn- ar 100% loftþéttar. Þess vegna er erfitt að soga loftið úr heyinu án þess að eiga þá á hættu að draga stöðugt inn nýtt súrefnis- rikt loft. Það eru mörg ár siðan lóft- tæmingaraðferðin kom frarri er- lendis. Þar hefur hún aðeins verið notuð til bráðabirgða en ekki náð neinni útbreiðslu. Þarf að hanna vot- heysgeymslur þannig að auðvelt sé að koma tækni við Ef votheysverkun á að ná verulegri útbreiðslu og vinsæld- um hjá islenzkum bændum, verður fyrst og fremst að hanna votheysgeymslur þannig, að auðvelt sé að koma við tækni við fyllingu þeirra og losun og gera flutning votheysins auðveldan alla leið til gripanna. Þetta er vegna þess, að votheyið er mun þyngra i meðförum en þurrhey- ið. Það er liðin tið og á mis- skilningi byggt að halda, að af votheyi sé vond lykt og hún loði við menn lengi á eftir. Gott vot- hey er þvi sem næst lyktarlaust. Gæði i votheyi byggjast auðvit- að mest á vandvirkni og skiln- ingi þess, sem það verkar.” Þá sagði Magnús, að það væri misskilningur, að það þyrfti tvöfaldan vélakost, annars veg- ar við vothey og hins vegar við þurrhey. Þeir bændur, sem ættu heyhleðsluvagna, svo að eitt- hvað væri nefnt, gætu notað hann jöfnum höndum við hirð- ingu votheys og þurrheys. Hins vegar komast menn af með mun minni vélakost, ef þeir eru ein- göngu með votheysverkun. „Við viljum eindregið hvetja bændur til að stóráuka votheys- verkun. Æskilegast væri, að helmingur heyfengs bænda væri vothey,” sagði Magnús að lok- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.