Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 15

Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 15
14 FORSETA Þetta er maðurinn sem likleg- ast bjargaði lifi Fords Banda- rlkjaforseta á dögunum, er Sarah Moore skaut á forsetann, þegar hann kom út úr St. Francis hótelinu i San Francisco. Hann heitir George Sipple, 33ja ára gamall maður úr land- göngusveit flotans. Lögreglan segir að snör viðbrögð Sipple hafi orðið til þess að skotið geigaði og einnig komið i veg fyrir að Sarah gæti hleypt af öðru skoti. Vfsir. Föstudagur 26. september 1975 Hver er að skjóta að Ford? Að vonum varð mikið uppþot þegar skotið var að Ford Bandarikjafor- seta 22. sept. s.l. Myndin sýnir leyni- þjónustumenn forsetans skima í áttina sem skot- ið kom úr og eru nokkrir þeirra að taka byssur sinar upp. Þegar mynd- in var tekin var búið að koma Ford fyrir i skjóli við brynvarða bifreið- ina. 7 9 hjónabönd að baki er enn til í að reyna — Sumir reykja, aðrir drekka, — ég kvænist, segir Scotty Wolfe, bandarikjamað- ur sem á met i hjóna- böndum en hann hefur verið kvæntur, 19 sinn- um. — Þegar fer að ganga illa i þinu fyrsta hjónabandi ferðu hálfgert hjá þér. t annað skipti reynirðu að standa þig betur. Siðan reynirðu aftur i þriðja sinn. En þegar þar er komið verður þetta bara vani og miklu auð- veldara. Þess vegna er ég alltaf að kvænast. Þetta kemst upp i vana og hleður utan á sig eins og snjóbolti. Nú, þegar Scotty er 66 ára er hann einmana og er að hugsa um að kvænast enn á ný. — Það getur haft vandræði i för með sér en ég kann velvið það. Og svo er svo gott að losna úr lélegu hjónabandi, segir hann Þegar Scotty litur til baka á öll sin hjónabönd — hans er get- ið i metaskrá Guinness — segir hann: — 011 hjónaböndin voru „stórkostleg”. Scotty hefur verið kvæntur 17 konum, tveimur kvæntist hann tvisvar. Hann leyndi fyrri hjónaböndum sinum fyrir fyrstu 9eiginkonunum. En siðar, segir hann, var eins og eiginkonum fyndist þær vera að taka þátt i einskonar keþpni, — og þær vildu endilega sigra. — Þær áttu til með að segja sem svo: „Ég get alveg haldið i hapn. Það er bezt að prófa”. 1 eitt skipti átti hann i lagaleg- um erfiðleikum vegna þess að hann hafði fengið Mexikanskan skilnað tvisvar sinnum. — Þá kom i ljós að ég var kvæntur eiginkonu nr. 8, 9 og 10 samtimis. Það kostaði mig drjúgan skilding að losna úr þessum flækjum, eða 200 þús. dali (sem er um 32 millj. isl. kr.), en ég skemmti mér kon- unglega og var ekki settur i steininn. Scotty segisthafa fjármagnað öll þessi hjónabönd sín með fé sem honum græddist á fast- eignasölu. En sá sjóður hans gekk til þurrðar i kringum 1960 og siðan hefur hann ekki haft neina fasta atvinnu og stundum þurft á opinberum styrk að halda. Hann hefur verið einhleypur siðustu 6 árin og er það lengsta timabil sem hann hefur verið ó- kvæntur siðan hann kvæntist fyrst árið 1930. Hann hefur eign- ast 34 börn en hefur ekki náið samband við þau. Aðeins ein af eiginkonum Scottys hefur haldið nafni hans, Scotty á heilmikið úrklippusafn um hjónabandsævintýri sfn. Sherry Wolfe en henni kvæntist hann tvisvar og hefur hún talað vel um hann. — Ég elska hann ennþá. Ég er búin að segja honum að ég skuli giftast honum aftur en ekki fyrr en hann verður 80 ára. Þá verður hann vonandi búinn að hlaupa af sér hornin, segir hún. JACKIE Eins og kunnugt er af fréttum hefur Jackie Bouvier Kennedy Onassis fengið vinnu sem gesta- ritstjóri hjá Viking Press, á Madison Avenue i New York. Hún hefur verið svo lánsöm að þurfa ekki að vinna fyrir dag- legu brauði si'nu þar til nú. Sið- ast þegar hún hafði vinnu var árið 1952 þegar hún vann sem Ijósmyndari hjá blaðinu Washington Time-Herald og hafði 56,75$ á viku, eða rúmlega í VINNUNNI 9 þús ísl. kr„ nokkuð gott kaup það! Ekki hefur verið getið um hvert kaup hennar er nú, en trú- lega er það nokkuö hærra. Jackie er ætlað að vera með i ráðum við að velja bækur sem liklegar eru til að ná vinsældum, fá góðar hugmyndir og finna liklega rithöfunda. Telja þeir Viking Press menn að það sé fengur fyrir þá að hafa fengið Jackietil vinnu hjásér og hafa þá i huga hve geysilega marga málsmetandi menn hún þekkir persónulega. Jackie er 46 ára gömul og börn hennar Caroline 17 ára og John jr. 14 ára. Fyrsta dag Jackie i nýju vinn- unni kynnti forseti Viking Prsss hana fyrir samstarfsfólkinu og lét ljósmyndarann Alfred Eisenstaedt taka meðfylgjandi mynd af þeim i fundarherbergi fyrirtækisins. Er aspirín hœttuleat fyrir fóstrið? Konur sem taka reglu- lega aspirin á með- göngutímanum eru kvillasamari en þær sem ekki taka lyfið. Þær fá oftar blæðingar og aspirintaka getur verið lifshættuleg fyrir fóstr- ið. Þetta kom nýlega fram í skýrslu ástr- alskra lækna. Rannsakaðar voru 63 vanfærar konur sem allar tóku a.m.k. 12 apsirlntöflur daglega. Af þeim eignuðust 4 andvana börn og eitt bamið dd fljótlega eftir fæðingu. Einnig var fylgzt með 63 konum sem ekki tóku aspirin reglulega, ekki oftar en einu sinni I viku. Andvanafæðing hjá þeim var ein en þrjú börnin létust skömmu eftir fæðingu. Eftir þessar rannsóknir hafa heilbrigðisyfirvöld I Astralíu íhugað að prenta varnaðarorð á aspiringlösin og vara vanfærar konur við að taka lyfið nema skv. læknisráði. Flestar ástralskar konur, eins og konur um allan heim, taka aspirin upp á eigið einsdæmi og ekki skv. læknisráði. Mönnum hefur ekki komið saman um hvað skuli standa á vamarmiðunum, en það gæti orðið á þessa leið: „Ef þér eru vanfær, ráðfærið yður við lækninn áður en þér takið þetta lyf.” Aspirlnnotkunermjög almenn. Tveir ástralskir læknar athuguðu notkun 144 vanfærra kvenna á salicyllyfjum, en það er efna- fræöilegt heiti á aspirini. Konurnar voru ekki spurður heldur var þvag þeirra athugað. Af þessum 144 konum tóku 63 þeirra aspirin daglega og 81 viku- lega, sumar oftar. 15 Vlsir. Föstudagur 26. HEFÐI ORÐIÐ RÓNI EF... — Ef ég hefði -e k k i orðið stjarna hefði ég orðið róni, segir Engilbert Humperdinck. — Ég vissi vel hvað ég viidi og hefði ég ekki fengið það á endanum hefði ég alveg brotnað niður, segir þessi heimsfrægi söngvari nún. — Mér fannst ég stundum alveg niðurbrotinn maður og dreymdi dagdrauma um hvernig það yrði þegar ég hefði hlotið frægð og frama. Réttu nafni heitir hann A rn^ld George Dorsey og er nú 39 ára gamall. Hann er fæddur i Ind- landi, faðir hans var höfuðs- maður I brezka hernum. Hann var 9. I röð 10 systkina. — Ég lærði að vera sterkur af föður mínum og þolinmæði fékk ég frá móður minni. Þess vegna tókst mér að halda út. Engilbert viðurkennir að hon- um hafi aldrei dottið i hug að hann yrði söngvari. — Mig langaði til að taka þátt I tónlistarlifinu, segir hann — en ætlaði að gera það sem hljóðfæra- leikari. Ég lék á saxófón. Samt sem áður vann hann i söngvakeppni I Englandi þegar hann var 21 árs og söng lag er nefndist „Ást þin er ást min.” Áður en leið á löngu var hann farinn að syngja inn á plötur undir nafninu George Dorsey — Ég gaf alls úr 10 plötur og þær voru allar misheppnaðar, segir Engilbert. Það endaði með þvi að hann fékk taugaáfall út af öllu saman. En svo kom að þvi að hann fékk sér nýjan umboðsmann, fékk nýtt nafn og söng nýtt lag inn á plötu „Release me” .... og þar með var velgengnin hafin. — Siðan ég söng það lag hafa allir minir dagar verið skemmtilegir. En þegar þú hefur náð hylli fólksins geturðu ekki látið eftir þér að slappa af. Þú verður alltaf áð halda áfram, segir Engilbert. — Skemmtanastörf eru ekki ólik bilaframleiðslu. Þú verður alltaf að koma með eitthvað nýtt og hafa það betra en það sem áður var. Annars ferðu hreinlega úr tizku. 1975 „SUMARKVÖLDIN FJÖGUR.......!!## ,,...þegar saman safnast var, sumarkvöldin fjög- ur!" Já, þar eru víst flestir tilbúnir til að taka undir með gárungunum, þegar þeir syngja um sumarkvöld- in ,,f jögur". Eða eru það kannski ekki orðin nema þrjú, sumarkvöldin, sem syngjandi er um á þessu ári? Én hvað sem því líður, þessi fallega mynd — sem að sjálfsögðu er komin erlendis frá — ætti að geta yljað ein- hverjum í kuldanum! Lágu haustfargjoldin okkar lengja sumarið hjá þér 30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15. september til 31.október, fwgfélag LOFTLEIBIR ISLAJVDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.