Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 19
Visir. Föstudagur 26. september 1975 19 1 DAG | D KVQLD | □ DAG 1 I Mörg umferðarsl.vsin eru hræðileg. Sumir deyja og aðrir biða þeirra aldrei bætur. t kvöld verður fjallað um slysadeild Borgarspitalans I útvarpinu. Eftir viku verður fjaliað um afleiðingar slysa og rætt við fólk . sem lent hefur i slysum og slasaz t mjög mikið. Útvarp kl. 20,30: Slysadeildin: Er enn í bráðabirgða- húsnœði eftir 20 ár — fróðlegur þáttur þeirra Gísla Helgasonar og Andreu Þórðardóttur sem fylgdust 2 nœtur með starfseminni Við ráðleggjum fólki að kveikja á útvarpinu i kvöld þegar þátturinn „Oft er mönn- um i heimi hætt” hefst. Umsjónarme'nn þáttarins, Gisli Helgason og Andrea Þórðar- dóttir, dvöldu tvær nætur á slysadeild Borgarspitalans, ræddu við starfsfólk og nokkra sem að garði bar. „Við vorum þarna föstudags- og laugardagsnótt”, sagði Andrea þegar við höfðum sam- band við hana. „Ætlunin var að fylgjast með því sem þarna ger- ist hvernig aðstæður eru, hverj- ir koma og þar fram eftir götun- um.” „Einmitt um þessa helgi varð stofnunin 20 ára,” hélt Andrea áfram. „Eftir þessi 20 ár er hún ennþá I bráöabirgðahúsnæði og það má segja að slysadeildin sé nánast rekin á gangi. Það stendur þó til að bæta við en enn er ekkert komið nema hola. Hvað þetta á að ganga hratt fyrir sig er ekki vitað”. „Það var ákaflega lærdóms- ríkt að vera þarna,” segir Andrea. „Og við vonumst til þess að almenningur staldri við og hugsi málið eftir að hafa heyrt þennan þátt. Það má segja að þátturinn sé að mörgu leyti upplýsingaþáttur fyrir al- menning um að koma ekki með alls kyns kvabb á slysadeildina. Það er nefnilega geysilega mik- ið um slikt.” A slysadeildina kemur mjög mikið af drykkjufólki. Það er að visu slasað. Geðveikt fólk kem- ur þangað, lögreglan kemur með fólk sem tekið hefur verið vegna ölvunar við akstur og þá þarf að taka blóðprufu og fleira mætti nefna. „Við erum ekki að segja að það eigi að fleygja þessu fólki út og neita þvi um hjálp. Alls ekki, heídur þarf að vera skilningur fyrir hendi og einhverjiraðrir staðir fyrir það. Það er furðulegt að þetta skuli ekki vera skipulagt betur. Það kom t.d. i ljós að fólk nær ekki I heimilislækna sina og þá kemur það á slysadeildi ” Andrea gat þess að f jöldi fólks hefði komið á slysadeildina þessi kvöld, allt af sömu ástæðu. Fyrir utan einn skemmtistað I borginni virðist fólk detta mjög mikið. Um 5 tröppur er að ræða sem þessu valda. Nauðsynlegt er að bæta aðbúnaðinn þarna, ekki þyrfti annað en að koma upp handriði og það bætti strax úr skák. Um leið minnkaði ef til vill slikum heimsóknum á slysadeild sem áreiðanlega hefur meira en nóg. Þrátt fyrir erfiða vinnuað- stöðu er samstarfið á slysa,- deildinni mjög gott og allir reyna að gera sitt beztav Eftir yiku verður annar hluti þessa þáttar þeirra Andreu og Gisla fluttur. Þar taka þau fyrir afleiðingar slysa. Þau ræða við fólk ,sem lent hefur i slysum og sem slasazthefur mjög illa. Sá þáttur verður á dagskrá næsta föstudag og þá segjum við nánar frá honum. —EA Sjónvarp ki 21,50: Skálkarnir: Of mikié af því góða Hann er kallaður Folinn sem við fylgj- umst með i „Skálkun- um” i kvöld. Hann er eins og hinir nýslopp- inn úr fangelsinu eftir að hafa setið inni fyrir bankarán. Til að byrja með hagar hann sér svipað og þeir sem við höf- um áður fylgzt með. Hann gerir tilraunir til þess að ná sambandi við gamlar vinstúlkur sinar. Þær eru fleiri en ein og fleiri en tvær þvi Folinn er vinsæll meðal kvenna. En honum gengur illa að verða sér úti um kvenmann. Þær eru allar annað hvort lofað- ar öðrum eða bamshafandi og ekkert virðist ætla að ganga. En þá er hringt til Folans, og er það stórbófi, Lillicoe, sem þar er á ferðinni. Hann vill fá Folann til þess að vinna fyrir sig við rán sem á að framkvæam. Folinn er ekki þó alveg á þeim buxunum. Honum finnst það heldur fljótt þar sem hann er nýsloppinn úr fangelsinu og vill helzt láta litið á sér bera. Eftir þetta hittir hann gamlan vin sinn. Hann fær hjá honum peninga sem hann reyndar átti og þeir hitta saman tvær stúlk- ur. Folinn á að fá aðra, sem heitir Sandra. En Söndru lizt ekkert á Folann og vill engin frekari kynni. Folinn snýr þvi aftur til ibúð- ar sinnar og gerir enn eina til- raun til þess að verða sér úti um kvenmann. Loks tekst honum það en sú er varla komin fyrr en vinurinn fyrrnefndi hringir og segir áð Sandra vilji sættast við hann og sé á leiðinni til hans. Og nú kárnar gamanið þvi Folinn sér fram á að sitja uppi með þær Var hann ekki stærri en þetta, sá sem Gvendur fékk, — annað sagði hann sjálfur!! | ÚTVARP • FÖSTUDAGUR 26. september 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis” 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lcsin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popnhorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Mannlif í mótun. Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri rekur minningar sinar frá uppvaxtarárum i Miðfirði (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.35 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóli neytenda. 20.00 Pianókonsert op. 38 eftir Samuel Barber. 20.30 „Oft er mönnum i hcimi hætt” Fyrri þáttur Gisla Helgasonar og Andreu Þórðardóttur um slys. Kynnt verður starfsemi slysadeildar Borgarspital- ans og flutt viðtöl þaðan. 21.15 Nicu Pourvu leikur á Panflautu tónlist frá Rúmeniu. 21.30 Utvarpssagan: „ódám- urinn” eftir John Gardner. Þorsteinn Antonsson þýddi. Þorsteinn frá Hamri les (7). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. íþróttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 22.40 Áfangartónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnars- sonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP • Föstudagur 26. september 20.00 Fréttir og veður 21.35 Frostrósir, eða Sekvens fyrir segulband, dansara og ljós. Endurtekinn ballett- þáttur. Tónlistina samdi Magnús Blöndal Jóhanns- son, en dansana samdi Ingi- björg Björnsdóttir. Fyrst á dagskrá 26. október 1968. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 i Miklagljúfri. Bresk heimildamynd um ferð á húðkeipum niður Mikla-- gljúfur (Grand Canyon' i Kólóradó—fylki i Banda- rikjunum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 21.50 Skálkarnir. Breskur sakamálamyndaflokkur. Folinn. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.40 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.