Alþýðublaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 4
4 A L Þ Y Ð U B Lr A ÐIÐ ^lþýöixblamö »r ódýrnsta, fjölbreyttasta Of beita dafblað landslns. Kaup- ið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess rerið. Vlðgerðir á príœujum, blikk og emailleruðum áhöldnm eru bezt af hendi leystar á Bergstsða stræti 8 — Guðjón Þorbergsson. Kappglíman nm Ármanns- Skjoldinn fer fram í kvöld kl 8 i I'nó Tryggvi Gunnarsson er nú skjaldarhafi Morgnnblaðið er ekki gáfaðra eftir ko ningarnar en þ ð var fyrir þær, þó Ólafur Thors sé hættur að skrifa í það í bráð Það se?ir í gær að orsökin til þess að Alþýðuflokkurinn fékk í jan 1920 ekkí nema 800 atkv., en um 1200 atkvæði árið 1918 hafi verið sá. að ÓUfur Friðriks- son var ( kjöri. En var Ó F máske ekki í kjöri við kosning arnar f jan 1918 þegar hann var kosinn inn í bæjintjórn? Kjörskrár til Alþingiskosninga í Reykjavík — kjördæmiskosninga og landskjörs —, er gilda frá 1. júlf 1922 til 30. júní 1923, liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjar gjaldkera frá 1 —1$. febrúar. Kærur sendist borgarstj fyrir 21. febr. Borgarstjórinn i Reykjavik. 31. janúar 1922. *' / K. Zimsen. Skrá yflf gjaldenduf til ellistyrktajrsjóda liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu b lejargialdkera frá 1 =7. febrúar. Kærur sendist borgarstjóra fyrir 15 ígbrúnr. Borgarstjórinn í Reykjavík, 31. janúar 1922 K. Zimsen. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Ólafar Friðriksson. Prentsmiðjaa Gutenberg. Edgar Rice Burroughs-. Tarzan. Þegar Fuwalda lelð út úr höfninni, og hvarf fyrir aunes öðrum megin við hana, lagði lafði Alice hand- leggina um háls Claytons og grét sáran. Hún hafði horft djarflega á uppreistina; með mikilli hugprýði hafði hún horft á framtíðiná; nú, þegar þau voru algerlega ein síns liðs, létu ofreyndar taugar hennar undan, og andverkunin sýndi sig. Hann reyndi ekki til að stöðva táraflóðið. Það var bezt, að náttúran fengi í friði að nota slna aðferð til þess að draga úr sársauka, sem lengi hafði verið inni- byrgðar, og margar mlnútur liðu unz unga konan — sem var varla þroskaðri en barn — náði aftur valdi yfir sér. „Ó, John,“ hrópaði hún loksins, „þvílik skelfing. Hvað eigum við að gera? Hvað eigum við að gera? „Við getum að eins eitt gert, Alice,“ mælti hann eins rólegur og þau hefðu setið í setustofu sinni heima á Englandi, „og það er, að vinna. Björgun okkar liggur 1 vinnunni. Við megum ekki gefa okkar tíma til að hugsa, því þar í liggur örvílnunin fólgin. Við verðum að vinna og bíða. Eg er vís um, að björgun kemur, og það bráðlaga, þegar það á annað borð verður ljóst, að Fuwalda er tínd, og jafnvel þó Svarti Mikael haldi ekki orð sfn.“ „En, John, ef það væru að eins við“, mælti hún kjökrandi,' „getum við afborið það, það veit eg; en —.“ „Já, ástin mín,“ svaraði hann rólegur „Eg hefi líka hugsað um það; en við verðum að taka því, eins ög við verðum að taka hverju öðru með langlundargeði ©g sætta okkur, eins og frekast er unt, við hvað sem að höndum ber. Fyrir hundruð þúsunda árum stóðu forfeður okkar *ngliti til auglitis við sömu viðfangsefnin og mæta okkur nú, sennilega í sömu frumskógunum. Og það sannar sigur þeirra, að við skulum nú vera til. ' Getum við ekki gert það sama og þeir? Og það betur, því erum við.ekki búin margra alda þekkingu, og ráðum við ekki yfir vopnum til sóknar og varnar og' vistum, sem þeir höfðu ekki hina minstu hugmynd um? Það sem þeir gerðu, Alice, með verkfærum og vopnum úr steini og beini ættum við að geta gert, engu sfður.“ „Æ, John, eg vildi að eg væri karlmaður, með llfs- skoðun karlmans, en eg er að eins kona, og sé fremur með hjartanu en höfðinu, og alt sem eg kem auga á, er of óttalegt, of fjarstætt til að koma orðum að þvf. Eg vona að eins, að þú hafir á réttu að standa, John.. Eg skal gera það sem eg get, til þess að vera hugrökk villikona, hæf til þess að vera félagi villimannsins.* Fyrsta verk Glaytons var, að hugsa þeim fyrir nátt- stað, þar sem villidýrin ekki næðu til þeirra. Hann opnaði kassann með byssunum og skotfærunum, svo þau væru bæði vopnuð, ef á þau yrði ráðist, með- an þau væru að vinna. Þvl næst leituðu þau að stað, sem þau gætu sofið á um nóttina. 'Hundrað metra frá ströndinni komu þau í dálítið, rennslétt rjóður. Þar ákváðu þau, að reisa sér kofa til frambúðar, eti í bráðina álitu þau bezt að sm$a cldllt- inp pall svo hátt uppi í trjánum, að stærstu óargadýrin . næðu ekki í hann. Clayton valdi til þess fjögur tré, sem mynduðu á að giska átta feta ferhyrning. Hann hjó langar og sterkar gfgfnar af öðrum trjám, og myndaði þannig umgerðina, um tíu fet frá jörðu, með þvf að binda fasta greinar- endana við tréin, með kaðli, sem Svarti Mikael hafði íekto af fórða Fuwalda. Því næst lagði hann smærri gíeinár 1 kross yfir þessa grind, hverja við aðra. Flek- inn var nú þakinn með stórum pálmablöðum, sem uxu 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.