Tíminn - 05.11.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.11.1966, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. nóvember 1966 Spellvirki í lofti Fífld jarfir flug- ræningjar Vinsælustu bækur meðal drengja um undanfarin ár hafa tvímæla- laust verið bækur um flug og flug mál. Út eru komnar tvær bækur um Hauk flugkappa, lögreglu lofts ins, Spellvirki í lofti og Fífldjarfir flugræningjar, sem nú kemur út í 2. útgáfu, en bókin seldist upp fyrsta árið. Aðrar bækur í þessum flokki eru: Kjarnorkuflugvélin, Smyglaraflugvélin og Leyniflug- stöðin, sem allar hafa hlotið mikl ar vinsældir meðal íslenzkra drengja. Höfundar bókanna eru tveir, hinn þekkti brezki rithöfund ur Eric Leyland og T.E. Scott, Ohard, yfinflugstjóri B.OA.A.C. Þekking hins reynda flugmanns á öllu, er að flúgi lítur, ásamt hinni spennandi frásögn, eiga drýgstan þáttinn í þeim miklu vinsældum, sem þessar bækur hafa hlotið víða um heim Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bækurnar eru prent aðar í Prentverki Akraness h.f. Athugasemd Framhald af bls. 2. hér, en stúdentar ræddust við af kappi. Málfundanefnd gerði ráð stafanir til að fyrirlesturinn gæti orðið á fimmtudag, en beið með að auglýsa hann, þar til stjórnin hefði fjallað um málið að nýju. Á miðvikudag juku dagblöð söguburð sinn um málið. Var þess meðal annars getið, að .„fundur- inn yrði settur“ á tróppum Háskól ans. Síðan hvenær eru fyrirlestr ar „settir"? Vegna þessarar frétt ar var undirritaður kallaður á fund vararektors og tjáð, að liann liti svo á, að til útifunda þyrfti leyfi lögreglustjóra. Voru ekki bornar brigður á það, enda enginn slík ur fundur verið ræddur í stjórn inni. Skömmu síðar hófist fundur í stjórn S.F.H.Í. Ákvað hann, að Sara Lidman flutti sinn fyrirlest ur í húsnæði, er fundanefnd ókvæði, utan skólans. Engar tU- lögur um tröppufund komu fram. Tröppufundur kom því hvergi til umræðu nema meðal einstakra stúdenta. Er bágt að sjá, hvaðan aðilum, stúdentum óviðkomandi kemur heimild til að fullyrða slikt fyrir þeirra hönd, án þess að leita nokkurrar staðfestingar máls svara þeirra, eða til hvers hafa fé lög stjórnir? Stjórn S.F.H.Í. hef ur ekkert látið frá sér fara opin berlega, um þetta mál. Undirritað ur getur þó persónulega ekki orða bundizt, þegar orðum hans er rangsnúið, og þau notuð til per sónulegra árása á prófessor Hall dór Halldórsson. Stúdentar munu sennilega ekki sætta sig orðalaust við afstöðu Iíá skólaráðs, en þeir hafa enn ekk- ert um það sagt sem heild, og munu ekki láta frýjuorð né óvand aðan söguburð segja sér fyrir verk um. Dýrmætust eign stúdenta er akademiskt frelsi, og aðstaða til að njóta þess. Þeir áskilja stjórn síns félags og æðsta valdi í mál- ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim vinum mínum nær og fjær, er minntust mín á 60 ára afmaéli mínu, mánudaginn 24. október s.l. sendi ég mitt innilegasta þakkiæti og beztu árnaðarósk- ir. Erlendur Árnason, Skíðbakka, Austur-Landeyjahreppi. Bróðlr okkar, Jóhann Guðnason frá Torfastöðum, Skipholti 51, Reykiavík, sem andaðist 30. f. m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. nóvember, kl. 1,30 e. h. Guðný Guð'nadóttir Kristinn Guðnason. Föðursystir okkar, Kristín Davíðsdóttir andaðist að Elli- og hiúkrunarheimilinu Grund, þann 4. þ. m. Fyrir hönd vandamanna, Helga Daníelsdóftir, Klara Guðmundsdóttir. Eiglnmaður minn. Trygve Andreasen, vélstjóri, Stigahlið 2, lézt I Landakotsspitala að morgnl 4. þessa mánaðar, Sigþrúður Guðiónsdóttir. Eiginmaður minn, Kristján Sigurðsson Þórshamri Skagaströnd, lézf að heimili sínu, þann 3.nóvember Unnur Björnsdóttir. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, Ólafur Friðbjarnarson Stóragerði 13, Reykjavík lézt af slysförum 2. þessa mánaðar. Fyrlr hönd barna, stjúpbarna, tengdabarna og barnabarna, Brynhildur Snædal Jósefsdóttir. TÍM8NN efnum þess, almennum félagsfundi allan rétt til ákvarðana og aðgerða í eigin málum. Framangreindar upplýsingar hafa legið á lausu fyrir hvern sem er, þótt ýmsir hafi kosið að hafa að máli sínu aðrar heimild ir. Skal þeim ekki meinað það en á því bera þeir einir ábyrgð. Aðalsteinn Eiríksson, stud. theol. FULLTRÚAR Framhald af bls. 2. þeir kynnzt verzlunarmálum hér af eigin raun, sem væfi mikils- vert þegar auka ætti viðskiptin. Hann saigði Breta getað boðið beztu kjör í Evrópu, en af hálfu hérlendra aðila vænu takmarkanir á lántökum erlendis. Sérstaklega kvað Wood æskilegt að auka þyrfti smíði fiskiskipa í Bretlandi tyrir íslendinga. Áður fyrr hefði mikið af íslenzkum fisikiskipum verið smíðað í Bretlandi, svo sem flest allir togarar, en á seinr.i árum hefði þetta mjnnkað rnikið þó að vísu væri mikið af enskum vélum og tækjum um borð í fiskiskipum sem smíðuð væru annarsstaðar. KÖNNUN Framhald af bls. 16. á að fé þetta renni til sex at- riða. 1. Framhaldsstarfs við skráningu íslenzkra handrita er- lendis. 2. Til rannsóknar í sam bandi við endurskoðun skóla- mála. 3. Til menntunar æskulýðs leiðtoga. 4. Til verndar og vörzlu dýrmætra safngripa, og 6. til rann sókna á áhrifum fjöLmiðlunar- tækja og þá sérstaklega sjón- varps. Ekki er við því að búast, að fallizt verði á allar beiðnirnar, en talið er fullvíst, að veitt verðj fjár magn til skráningar íslenzkra hand rita erlendis og sennilegt, að einnig verði veitt fé til rannsókna á áhrifumfjölmiðlunartækja.Sagði menntamálaráðherra, að mkill á- hugi^ væri eriendis á því máli og ísland væri vel til fallið í því skyni. Ef af slíkri rannsókn yrði, myndu erlendir sérfræðíngar ann ast rannsóknína, en íslendingar að stoða eftir föngum. STÓRFLÓÐ Framhald af bls. 1. um skipun um að sendá sterk byggðar bifreiðir til Flórens til að flytja fólk brott frá mestu hættusvæðunum. Hafði áin Arnon flætt yfir bakka sína. Fréttir frá flóðasvæðunum eru enn óljósar. Vitað er, að mikið tjón varð einnig í Fen- eyjum og hefur vatnshæðin þar ebki mælst eins mikil í 200 ár. Mikið óveður hefur gengið suður yfir ítalíu og allt til Sikileyjar og verður eigi sagt um tjón af þess völdum fyrr en eftir nokkra daga, svo stór kostlegar eru náttúruhamfar- imar. Eins og áður segir héfur mest tjón orðið í Flórens og í Arnodalnum. Þar er allt raf magnslaust og lögreglan hefur lokað fyrir umferð um allar brýr á svæðinu. í Fenevjtim sökk mikili fjöldi gondóla og í báðum borgunum hreif vatns elgurinn með sér fjölda bif- reiða. HANDRIT Eramhald at bls 1 notaðar utan um bækur, enda hefðu fleiri farið illa með handrit en íslendingar. Jónas hefur mestan tímann ver- ið í Osiói — sagði prófessor Ein- ar Ólafur. — bæði i Háskólabóka safninu, sem um leið er þjóðbóka- safn, og í Ríkisskjalasafninu. Síð an fór hann til Þrándheims. Þar er starfandi mjög gamalt visinda- félag — það var stofnað á 18, öld og þar fann liann míklu meira af handritum en við höfðum búizt við. Við héldum, að þarna væru aðeins fáeinar skræður, en hand- ritinn reyndust vera um 90 tals- ins. Einar Ólafur sagði, að fyrir ut- an Danmörku, Noreg og Svíþjóð — en þar eru mörg dýrmæt hand- rit — væri íslenzk handrit aðal- lega að finna á Bretlandseyjum. Töluvert væri í British Museum og einnig nokkuð í Oxford. Þá væri dálítið af handritum í Þjóð- bókasafni Skotlands og hefði safn ið gefið Handritastofnuninni filmu af þefan. Dálítið af handritum er einnig í Dyflinni á írlandi, lítils háttar í Paris oig svo aðeins á strjálingi annars staðar, að því er vitað er. Einar Ólafur gat þess, að er hann fór til Bandaríkjanna í vor, hafi hann skoðað um 40—50 hand rit í Harward og væru sum þeirra töluvert merkileg. Þar væri m.a. brot af mjög fallegu skinnhandriti af Jónsbók sem sér hefði sýnzt að væri frá 14. öld. Eitthvað væri af handritum í Baltimore, en ann ars væri lítið um íslenzk handrit í Bandaríkjunum. — En þó held ég enn að eitthvað leynist hjá ís- lendingum í Kanada og Banda- ríkjunum, sem landnemar hafa tek ið með sér og síðan hefur varð veitzt í ættum. En mér vitanlega hefur þetta ekkert verið kannað. Verður það vonandi gert síðar. — Það er okkar draumur, sagði Einar Ólafur, — að við höfum hér á landi öll íslenzk handrit. Sumt er til hér fyrir, sumt fáum við von andi frá Danmörku, og svo þurfum við að fá myndir af því, sem eftir er. Þeitta tekur að sjálfsögðu langan tíma, en maður verður að vera dálftið framsýnn og byrja á þessu strax. SOVÉZK Framhald aí bls. 1. langan tíma, næst hraði, sem er nær óendanlegur. Eru miklar von ir bundnar við þessa aðferð, sér staklega í sambandi við langar ferðir iangt úti í geimnum. Banda rfskir vísindamenn hafa notað mót ora, sem framleiða rafhlaðin jón í kvikasilfri og var tilkynnt í dag, að þeir yrðu í fyrsta sinn notaðir í geimferðatilraun árið 1968. Tass-fréttastofan segir, að hinar mikilvægu upplýsingar, sem frá geimstöðinni berast verði birtar í vísindaritum, þegar búið er að vinna úr þeim. Er talið, að hér sé um að ræða næsta skrefið á undan sendingu mannaðrar geimstöðvar út í geim inn. NORÐMENN Framhald af bls. 1. þýða neitt fjárhagstjón fyrir þá. Það horfir illa fyrir norskum saltsíldarviðskiptum, segir for- stjórinn. Eg get nefnt, að í fyrra söltuðu íslendingar 400. 000 tunnur af síld en við í Noregi aðeins 15.000, segir hann að lokum. INNVIGTUNARGJALD Framhald af bls. 1. en voru á sama tíma í fyrra 1240 tonn. Smjörbirgðirnar hafa því minnkað um 160 tonn eða 12,9%. Ekki liggja fyrir endanlegar töl ur um kjötframleiðsluna á þessu hausti, en vitað er, að fallþungi dilka er nú almennt minni en í fyrra. Hins vegar mun tala sláturfjárins vera eitthvað hærri. Sennilegt þykir því, að svipað kjötmagn berist sláturhúsunum, nú og í fyrrahaust. Það var upplýst, að sala upp- bótaskyldra afurða erlendis hef ur gengið betur og fyrir afurð irnar hefur fengizt hærra verð, að meðaltali en reiknað var með við áætlanagerð um útflutnings- bætur sl. vetur og vor. Iuggur þetta að mestu í því, að tekizt hefur að selja meira tíl þeiiTa landa, sem greiða vörurnar hærra verði og hefur þá verið unnt að draga úr útflutningi til þeirra landa, sem greiða lægst verð. Gild ir þetta fyrst og fremst um dilka kjötið og ostinn. Að öllu athuguðu, hefur Fram- leiðsluráðið ákveðið eftirfarand': 1. Að innheimta ekkert af hinu svokallaða innvigtunargjaldi af mjólk, sem ákveðið var að halrla eftir af útborgunarverði til fram leiðenda sl. sumar. Koma þar einnig tíl þær ráðstafanir, sem gerðar voru í sambandi við verð lagsssamningana í septembermán uði sl. og sem mun auðvelda mjólk ursamlögunum að greiða til frain leiðenda hið svokallaða grund vallarverð. 2. Að hækka smjörverðið, vegna þeirrar verðlækkunar, sem Fram- leiðsluráðið ákvað 16. maj s.i., í áföngum. Fyrsti hluti þeirrar hækk unar kom tíl framkvæmda 1 október s.l. Var sú hækkun kr. 23, 00 á heildsöluverðinu, en rikis- stjómin ákvað að auka niður- greiðsluna á siujöri um þá upp- hæð svo hið lága útsöluverð þess gæti haldist enn um stund 3. Framleiðsluráðið ákvað einn ig að lækka hið svokallaða verð- miðlunargjald af seldri mjólk, yf- ir mánuðina oktober, november og desember, úr 30 arum i 10 aura pr. ltr. Þessi ráðstöfun er fyrst og fremst gerð til þess að örfa framleiðslu mjólkur að haust inu á hinum svokölluðu mjólkur- sölusvæðum og einnig til þess að mæta aukakostnaði sem sérstak lega fellur á nokkur samlögin i haust vegna flutnings á mjólk, rjóma og skyri milli sölusvæða. 4. Rétt þykir að nota þetta tækifæri til að skýra nokkuð það „verðjö‘fnunargjald,“ sem ákveð- ið var að fela sláturleyfishöfum að halda eftir af andvirði kjöts- ins s.l. haust. Frá því afurðasölulögin voru sett haustið 1934 hefur það jafn- an verið regla að tilgreina í slóturleyfum, þegar þau eru send út í ágústmánuði, ár hvert, hve mikinn hluta af andvirði kjöts- ins sláturleyfishafa ber að halda eftir upp í verðjöfnunargjald. Þeg ar svo séð verður hversu mikil framleiðslan er og hvað verður um sölu hennar, hefur verið tek- in endanleg ákvörðun um upp hæð gjaldsins, og venjulega hef- ur þá aðeins lítill hluti þess, sem haldið var eftir, verið endanlega tekrnn í verðjöfnunargjald. Á þessu hausti hefur verið hafð ur sami háttur á um þetta og áður. Lagt var fyrir sláturleyfishaf- ana að halda eftir kr. 2,00 af hverju kg. dilka og geldfjárkjörs og kr. 1,00 af hverju kg. ær- og hrútakjöts. Á þetta hefur ávallt verið litíð sem öryggisnáðstöfun, nú í haust eins og áður. Þetta á heldur ekki að koma við út- borgun til bænda, því flestir slát- urleyfishafar halda hærri fjárhæð efttr af andvirði kjötsins, en hér um ræðir, þar til endanleg útborg un getur farið fram. Engar líkur telur Framleiðslu ráðið á þvi að taka þunfi hærra verðjfönunargjald af kjötinu þessu sinni, en þarf tíl þess að jafna flutningskostnaðinn frá sláturhúsi á markaðsstað. Til þess hefur þurft milli 50 og 60 aura á kg. undanfarin ár.“ Ekiðáhest Á fimmtudag var ekið á Hest nálægt Hvoli í Ölfusi. Hesturinn drapst, en ókunnugt er um eig- anda hans. Þetta var brúnn hest- ur, fremur ungur, tvístjörnóttur og markið var bitið aftan hægra. Þeir, sem kynnu að geta gefið upp lýsingar um hestinn snúi sér til lögreglunnar á Selfossi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.