Tíminn - 12.11.1966, Side 5

Tíminn - 12.11.1966, Side 5
LAUGARDAGUR 12. nóvember 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARiFLOKKURIMN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: pðrarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur ' Bddu húsinu, símar 18300—18305, Skrifstofur: Bankastrætl < Aí- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Jörð og ríki Jarðir landsins eru veigamikill hluti af stofnsjóði þjóðarinnar. Verð þeirra og gildi er varhugavert að meta eftir fjárgengisstundum hverrar líðandi stundar, eða láta sveiflur á markaði dagsins ráða kaupverði þeirra. Gildi þeirra verður að vega á aðrar metaskálar. Á þeim tím- um, er straumurinn liggur mjög úr sveitum landsins til þéttbýlis, fer svo, að jarðir og mannvirki þar sæta óeðli- lega lágu sölugengi, og fást þá engan veginn aftur þau verðmæti, sem lögð hafa verið í umbætur þar, einkum ef jörðin er ekki talin nógu vel í sveit sett að mati sam- tímans. Stundum verða þessar eignir lítt seljanlegar, og fólk, sem verður að hætta þar búskap til dæmis vegna aldurs eða heilsubrests getur ekki komið þessum eignum sínum í réttmætt verð, og er þannig bundið í báða skó. Þessi staðreynd dregur og mjög úr mönnum við að leggja fjármuni sína í umbætur á jörðum sem vonlegt er, þar sem menn mega búast við að geta ekki fengið þessi verðmæti endurgreidd til annarra nota ,jafnvel þó að þeim liggi lífið á að breyta til. Þetta eitt hlýtur að vera dragbítur á eðlilega uppbyggingu og umbætur. En auk þess hljóta jarðir landsins að hafa allt annað verðgildi fyrir ríkið en fólk, sem býr þar hluta úr ævi, því að tímarnir eru sífellt að breytast, og stofnsjóður varanlegra verðmæta heldur ætíð gildi sínu. Það er sjálf sögð stefna. að sem flestir bændur eigi ábýlisjarðir sín- ar, en ríkið á að tryggja, að þær og umbætur á þeim haldi gildi sínu, af því að þjóðinni allri er það lífsnauðsyn, að umbótabúskapur sé rekinn þar. Ef hinn frjálsi mark- aður tryggir þetta ekki, á jarðabanki ríkisins að kaupa jarðirnar og hafa síðan til reiðu til framtíðarnytja- Lög og reglur um jarðakaup rfkisins eru með öllu úr- elt til þess að mæta þessu nýja viðhorfi, og þess vegna hafa þrír þingmenn Framsóknarflokksins, Helgi Bergs, Ólafur Jóhannesson og Ágúst Þorvaldsson flutt þingsálykt unartillögu um endurskoðun laga um jarðakaup ríkisins og bent á, að endurskoðunin þurfi að miðast við að auð- velda þeim, sem hætta verða búskap, að koma bundnum eignum sínum þar í réttmætt verð, betra skipulag á kaupum eyðijarða, eflingu Landnáms rikisins og að tryggja sem bezt umráða og eignarrétt bænda á jörðum t.d. með meiri stdðningi við eigendaskipti. Þetta á allt að miða að því að tryggja sjálfseignarbændum eðlilegt öryggi um verðgildi eigna sinna. Þá þurfa reglur um jarðamat til kaups eða sölu að megna að skapa meiri festu í verðlagningu. Heimili aldraðra Það verður nú augljósara með hverju árinu, sem líður, hve brýn nauðsyn er á að koma upp dvalarheimilum víða um land fyrir aldrað fólk. Meðalaldur manna hækk- ar, og fjöldi þess fólks, sem er yfir sjötugt, fer vaxandi. Þetta er samfélagsverkefni og eðlilegast .að þar vinni saman Tryggingastofnun rikisins, sveitarfélögin, sýslu- félögin og ríkið- f því skyni að koma á slíkri samvinnu og nálinu á rekspöl hafa nokkrir þingmenn Fram- sóknarflokksins flutt á Alþingi tillögu um skipun sjö manna nefndar er geri tillögur um það, hvernig hagfelld- ast væri að haga samvinnu þessara aðila um verkefnið. Fylgir ítarleg greinargerð. Er m.a. hreyft þeirri athyglis- verðu hugmynd, að gerð verði lítil en vönduð færanleg íbúðarhús, sem aldra'ð fólk geti fengið til íbúðar á þeim stöðum, sem það kýs. TÍMINN Wallace fær sterkari aðstööu ósigur Johnsons forseta í kosningunum s.l. þriðjudag • . esBMS888amBBBaam»BEMaBWB«awBM——«—— ÞAU úrslit í kosningunum i Bandaríkjunum, sem valda Joihnson forseta vafalítið mest um áhyggjum, er sigur frú Lurleen Wallace í ríkisstjóra- kosningunum í Alabama. Þau þýða að öllum iíkindum, að mik ill hluti demókrata í Suður- ríkjunum mun í forsetakosning unum 1968 fylkja sér um George C. Wallace sem óháð an frambjóðanda, og getur hæg lega svo farið, að demókratar missi þá öll Suðurríkin, þar sem republikanir eru jafnframt að festa sig þar í sessi og unnu nú t- d. ríkisstjórakosningarnar í Florida og Arkansas. En það er ekki aðeins i Suð urríkjunum, sem Wallace er líklegur til að fá fylgi, he’.dur einnig vdðsvegar í Bandaríkjun um meðal þess fólks, sem ótt ast aukinn réttindi svertingja. Einkum er Wallare þó líklegur til að ná slíku fylgi frá demó- krötum. Það var ekki aðeins, að kona Wallace sigraði glæsilega í ríkisstjórakosningunum , Ala- bama, heldur vann óhæfur fy!g ismaður Wallace einnig ríkis- stjórakosninguna í Georgiu, þótt flestum komi saman um, að hann hefði litla persónulega verðleika til að bera. Það, sem tryggði honum sigur. var fyrst og fremst andstaðan gegn Johnson vegna stefnu hans í réttindamálum svertingja. SAMKVÆMT stjórnarskrá Alabama, gat Wallace ekki boð ið sig fram aftur. Hann reyndi að fá stjórnarskránni breytt. en það strandaði á lögskýringu hæstaréttarins í Alabama. Wall ace ákvað þá, að kona hans yrði frambjóðandi í ríkisstjóra kosningunum. Ef hún næði kosn ingu, yrði hann áfram hinn raunverulegi ríkisstjóri. Margir spáðu því, að það yrði konu hans ofraun að taka þátt í harðri kosningabaráttu að afstöðnu harðsóttu próf- kjöri, þar sem hún hafði um skeið búið við vanheilsu, er hafði leitt til uppskurðar. Þetta gekk þó vonum betur og hún stóð sig yfirleitt vel. Hún hóf alla kosningafundina með stuttri ræðu, sem var vel flutt, en síðan gaf hún orðið þeim manni, sem myndi verða nánasti aðstoðarmaður hennar, ef hún næði kosningu. Þetta var að sjálfsögðu Wallace. Hann hélt síðan langa ræðu óg kom víða við. Wallace er snjall ræðumaður, sem kann vel að fara með vígorð, og að ná til tilfinninga áheyrenda sinna. Enginn, sem tii þekkir. efar það, að Lurleen muni iáta manni sínum eftir öli vöid, þótt hún gegni ríkisstjóraembættinu að nafninu til. Hún hefur alltaf verið honum trú og trygg og staðið fast við hlið hans í blíðu og stríðu. Lurleen Wallace er fertug að aldri. Hún kynntist ma.nni sín um fyrst, þegar nun var 15 ára gömul, en þá var hún nýbyrjuð afgreiðslustört verzlun. Þau giftust ári .síðar og byrjuðu búskap bláfátæk, Wallace og frú á kjörstað. en sambúð þeirra hefur jafnan verið góð. Þau hjón eiga fjög ur börn, sum uppkomin. Lur- leen hefur jafnan dáð mann sinn mikið og er sögð hafa not ið þess að vera með honum í kosningabaráttunni. Þó sáust orðið á henni þreytumerki, þeg ar dró að kosningunum. WALLAOE hóf oftast ræður sínar með því að segja, að ó- hætt væri að trúa konu hans fyrir ríkisstjóraembættinu. Ég þekki það bezt, sagði hann, að Lurleen er heiðarleg og heiðar leiki er 95% af því, sem góður ríkisstjóri þarf til að bera. Eft ir að hafa lýst Lurleen þannig, rakið afrek sín sem ríkisstjóra, og rifjað upp þau verkefni, sem vinna þyrfti að í sérmálum Ala bama, sneri hann sér að lands málum. Þá var augljóst, að hér talaði meira frambjóðandi í næstu forsetakosningum en fyrsti aðstoðarmaður væntan- legs ríkisstjóra í Alabama Wallace hóf mál sitt um hina almennu pólitík með því að veitast að Johnson fo.seta, Humphrey varaforseta, Robert Kennedy öidungadeiidarþing- manni, Warren forseta hæsta réttar og Nixon fyrrv. varafor seta. Allir eru þessir msnn miklir syndaselir að dómi hans. Þá skammaði hann blöðin sem væru næsta óheiðarleg í mál- flutningi sínum. Að iokum sneri hann máli sínu oft jöfn um höndum gegn sósíalisma og Chase Manhattan Bank, sem hann lagði nokkum veginn að jöfnu. Wallace deildi á Chase Manhattan Bank m. a. vegna þess, að hann taldi eigendur hans hafa stutt áróðui gegn sér Annars lagði hann áherzlu á, að hann væri ekki afturhalds maður, heldur engu siður and vígur spilltu auðvaldi en sós- íalisma. Það eru verkamennirn ir, sagði hann oft, sem eru hafðir útundan í þjóðfélagi okk ar, og því skal verða brevtt. Fylgi Wallace er ekki sízt öflugt meðal verkafólks og ann ars láglaunafólks. þvi að það óttast aukin réttindi svert- ingja jafnvel enn meira en hinir, sem betur eru settir. Wallace segist vilja styðja ýmsar félagslegar umbætur og því er verulegur munur á við horfi hans og t. d. Goldwaters til félagsmála, þegar réttinda- mál svertingja em undanskil- in. í þeim efnum er hann langt til hægri við Goldwater. Hins vegar getur Wallace næstum nálgast Castro á Kúbu í áróðri sínum, þegar hann fer að lýsa ýmsum auðvaldsfyrirtækjum í Bandarákjunum, einkum þó Ohase Manhattan Bank. en Rockefellersbræðumir munu vera meðal helztu eigenda hans. Það mun vafalítið ekki draga úr áróðri Wallace gegn Chase Manhattan Bank, að einn af Rockefellerbræðrunum vann ríkisstjórabosninguna í Ark ansas, en sá, sem féll fyrir honum, var eindreginn fylgis maður Wallace. Aðalefnið í boðskap Wallace er annars það að auka beri vald hinna einstöku ríkja, en draga úr valdi samríkisins. Hanij segir, að öll völd séu nú raunverulega í höndum fárra manna í Washington. ÞEIR, sem hafa fyigzt með stjómmáiaferli Wallace, telja það misráðið að vanmeta hann. Hann er snjall áróðursmaður sem nær til fólksins. Og eins og sakir standa, er að ýmsu leyti góður jarðvegur fyrir málflutning hans í Bandaríkj unum. Fleiri og fleiri virðast þeirrar skoðunar, að Johnson sæki of fast að tryggja svert ingjum full réttindi tafariaust. Það verði heldur að lcoma stig af stigi. Sú hætta er hins vegar fyrir hendi, ef hlé verður gert á þessari sókn, að svertingjar gerðust þá enn óþolinmóðari og öfgamenn í hópi þeirra styrk ist við það. Svertingjar muni þá grípa ti’ aukins mótþróa og óeirða, og það gæti gert vandann enn meiri og örðugri viðfangs. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.