Tíminn - 12.11.1966, Side 8

Tíminn - 12.11.1966, Side 8
LAUGARDAGUR 1J. nóvember 1966 Sandaþorp séð yfir Hvalfjörðinn frá Hvítanesi, IGÞ—Sandaþorpi, mið‘.'ikúdag Maður hefði haldið að lítið væri orðið eftir af huidum byggðum og yfirskyggðum döl um á íslandi. En fyrirbænð er ékki alveg horfið úr þjóðsög- unni, því ef einhver hæfi máls á því að hann ætlaði að venda sér í Sandaþorp, mundu flestir reka upp stór augu. Samt er Sandaþorp mannmargur staður, þar sem atihafnalífið er í full um gangi. Þar búa að jafnaði um eitt hundrað manns og þar fæddist fyrsti borgarinn árið 1946. Sandaþorp fyrirfinnst ékki á íslandskortinu, og þar skortir tilfinnanlega verzlun með almennar nauðsynjar. Hins vegar er þar lítill veitingastað ur við veginn, þar sem gestir skipta jafnvel þúsundum á góð um sumardegi. Þessi htildubær er í Hvalfirði. Hann liggur þar eiginlega um þjóðbraut þvera, og er svo sjálfsagður staður við veginn, að enginn veitir hon um sérstaka athygli. En tilvist staðarins hefur m. a. sannazt á því, að þeir hjá Vegagerð ríkis ins hafa séð sig knúna til að gefa plássinu nafn. Það eru þeir sem hafa sett nafnið Sandaþorp í umferð. Enginn einn maður verður talinn höfundur þess frekar en vitað er um höfunda ýmissa okkar beztu ritverka. Blaðamenn Tímans komu til Sandaþorps að afliðandi degi og viku sér inn í veitingastað- inn, svokallaðan Esso-skála, sem er eiginlega miðpunktur Sandaþorps. Á bak við skálann kúrði þyrping grámálaðra her mannaskála, sem relstir höfðu verið í heimsstyrjöldinni síðan. Þessir skálar bera með sér, að þeim er vel við haldtð, og stað urinn er allur þrlfalegur, þótt ekki fari mikið fyrir ríkulegurn byggingum. Er raunar ekki ástæða tíl að gera háar kröfur í því efni, af því á þessum stað var upphaflega aðeins tjaldað til einnar nætur. En þegar stríð inu lauk og þögnin og jörðin geymdi allan búnað hinna stríð andi þjóða, varð þessi staður eftir, eins og svolítið mannh'fs fræ á sandströndinni ' frammi við sjóinn. Og þótt ekkj yrði vart við næsta mikið líf þar fyrstu árin, óx staðurinn í kyrr þey, unz nú er svo komið, að þarna er risið þorp, eiginlega án þess að nokkur hafi gert sér grein fyrir því. Ef einhver kynni að spyrja, hver ákvarði nú eiginlega að þarna rísi upp þorp, þá er því til að svara að enginn hefur ákvarðað slíkt og fæsta mun hafa grunað hvert stefndi. Stað urinn hefur einungis þróazt í þessa átt og fólkið, sem hefur farið um veginn á kannski einna mestan þátt í vexti og viðgangi hans. Þarna er að vísu mikill athafnastaður á sumrin, þegar hvalstöðin er í gangi og Loftur Bjarnason, útgerðarmað ur er þama með sitt fólk. En staðurinn leggst síður en svo í auðn og tóm, þótt starfsfólk hvalveiðistöðvarinnar hverfi úr Sandaþorpi á haustin. Þar er áfram líf og fjör, og veitingar og benzín er selt þar frá kl. 8 á morgnana til kl. 12 á kvöld in, vegna þess að fullkomin þörf er fyrir að hafa afgreiðslu tímann svo langan. Nú hefði mátt ætla, að sér stakur maður stjórnaði svona stað, eða hefði meiri völd en aðrir. Og þegar við spyrjum að því, er okkur strax bent á Magn ús Maríasson. En þegar við snúum okkur til hans, þvertek- ur hann fyrir, að hann hafi nokkuð yfir þessum stað að segja. Hann situr ini í skrif- stofu sinni á bak við Esso-skál ann og þverneitar þvi, að hann ráði nokkru. Og skrifstofan hans er björt og rúmgóð og ljós máluð í hólf og gólf, og hús ið, sem er einn af hinum mörgu hermannaskálum, er alveg eins og nýr að sjá. — Hvenær komstu hingað, Magnús? — Eg kom hingað haustið 1943. Og ég hef verið hér síð an. Þetta haust var verið að enda við að byggja olíustöðma héma, en framkvæmdirnar annaðist verkfræðideild amer- íska sjóhersins. Það sem gerði það að verkum, að þeir fóru að ráða fslendinga hingað var, að þeir höfðu þörf fvrir vinnu- deild sjóhersins annars staðar. Þeir sögðu sem svo' Við erum búnir að byggja stöðina, og þá er hæg að starfrækja hana með öð.u fólki. Þessir menn, sem bygðu stöðina, voru send- ir héðai til Englands og síðan til Fraklands. — Ogþú hefur verið einn af þeim, sen hófu vinnu við stöð- ina? — Já það voru mest megnis íslendinfar, sem unnu við stciö' ina, en undir stjórn útlenrl- inga, nönnum úr enska sjó- hemumvar falin umsjá oliu- birgðann unz Bandaríkjamenn tóku vii rekstri stöðvarinnar síðar í stíðinu, en þeir sáu um stöðina fam til ársins 1946. — Og hvers höndum lentí þá stöðin — Ja, ríkið tók víð henni eða söluiefnd setuiiðseigna. sem þá ar staríandi. Svo keypti hí nýstofnaða Olíufé- lag h.f. stiðina árið 1947. A sama tíma ar stofnað hér hval veiðifélag, Ivalur h. f., en það félag keyptióann hluta stöðvar innar, sem þí hentaði til síns reksturs. — Hefurðu alltaf haft um- sjón með olíutöðinni? — Eg hafðibað náttúrlega ekki fyrst þegarég var hjá hem um. Þá vann ég ;mis störf, söm til féllu. Samt ar xomið svo undir það síðasi, að ég var farinn að hafa umjón með stöð inni, og svo fylgdiég eiginlega með henni yfir til llinfélagsins þegar það tók viðrekstrinum. enda varð ég starfmaður Oliu félagsins árið 1947. — Þú býrð hér með þína fjölskyldu? Já, ég hef búiðíiér með fjölskyldu minni sfan árið 1952. Að vísu var fjiskyldan Magnús stöðvarstjóri, talar við Timamenn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.