Tíminn - 12.11.1966, Side 14

Tíminn - 12.11.1966, Side 14
LAUGARDAGUR 12. nóvember 1966 14 TÍMINN LANDBÚMAÐUR H'ramnald at ols l föng hafa að sama skapi aukizt. Áætlað er, að árið 1930 hafi um 95% af verðmæti landbún- aðarframleiðslunnar orðið til fyr ir vinnu og annað framlag land- búnaðarins sjálfs, en aðeins 5% vegna aðfanga frá öðrum atvinnu greinum. Framleiðslan var svo til hrein virðisaukning, beint fram lag til þjóðarframleiðslunnar. Nú er þessu öðruvísi farið. í dag munu aðeins um 60% landbúnað arframleiðslunnar verða til fyrir framlag landbúnaðarins sjáifs, en um 40% vegna aðfanga frá öðrum atvinnugreinum, svo sem við kaup á áburði, fóðurbæti, vél um og byggingarefni, og eins með aðkeyptri vinnu o. s. frv.“ Þá er í skýrslunni gerð grein fyrir fjárfestingu í landbúnaði þessi 35 ár. Ef miðað er við verðlag ársins 1960 kemur í Ijós, að árið 1930 var fjárfestingin 74 milljónir, en náði 100 milljónum árið 1950. 1955 var hún 229 millj ónir, 101 milljón árið 1960 og 347-6 milljónir árið 1965. í skýrsl unni segir, að að sjálfsögðu hafi bændur að verulegu leyti greitt þessa fjárfestingu jafnóðum með vinnu sinni og með sparifé sínu. Riíkið hafi þó lagt til drjúgan skerf með beinum framlögum, og sjóðir Búnaðarbankans hafi lánað mikið fé til þessara framkvæmda. — í þessum tölum er sleppt sand græðslu og skógrækt, og eins öll um íbúðahúsabyggingum í sveit. Þá er einnig rætt um fjármuna myndun í landbúnaði og fjáröfl un hennar á árunum 1958—1964 að báðum meðtöldum. Segir í skýrslunni, að lán til langs tíma úr sjóðum Búnaðarbankans hafi staðið undir verulegum hluta fjár munamyndunarinnar þessi ár. Að meðaltali mun hlutdeild sjóða Búnaðarbankans hafa verið um 1/5 hluti þessi árin — mest 1960 en þá var hlutdeild bankans 28%. Að lokum segir í ársskýrslunni: — „íslenzkur landbúnaður hefur undanfarið barizt á tvennum vig- stöðvum til þess að bæta afkomu sína. Annars vegar hafa málsvarar hans keppt að því að fá verðlagn ingu landbúnaðarafurða sem næst því, að bændastéttin fái lík laun fyrir vinnu sína og aðrar vinn andi stéttir, enda hefur þá verið miðað við þá tækni og þær vinnu aðgerðir, sem notaðar hafá verið á hverjum tíma. Hins vegar hafa þeir barizt fyrir auknum ræktunar framkvæmdum, aukinni vélvæð- ingu og hagræðingu markaðsmála, til þess að á þann veg sé hægt að bæta afbomu bænda, án þess að verðlag hækki. Auk beinna fram- laga bændastéttarinnar sjálfrar, sem eru að sjálfsögðu hin niilril vægustu, bætast hér við beinir styrkir úr ríkissjóði og lán til langs tíma úr sjóðum Búnaðar- bankans. Sé litið ti'l framtíðarinnar, virð ist augljóst, að vaxandi áherzla verður lögð á hinar síðartöldu aðgerðir, og þá ekki hvað sízt á löng lán úr sjóðum Búnaðar- bankans, bæði til nýframkvæmda og hagræðingar, þar á meðal sam einingu jarða, sem eru of iitlar fyrir nútímabúskap. LíMegt þykir einnig að auka þurfi verulega út lánagetu stofnlánadeildarinnar til vinnslustöðva landbúnaðarins og til dreifbýlisatvinnu, annarrar en nautgripa- og sauðf járræktar, þann ig að sú fækkun slíkra búa, sem hefur orðið undanfarið og mun sennilega halda áfram um nokk urt árabil, verði jöfnuð með efl ingu annarra búgreina eða ann arra atvinnugreina dreifbýlisins.“ VIÐTAL VIÐ FRIÐRIK BYamhaid al bls I sem hefur haft svart i siðustu 12—15 skákunum hefur unnið og eins og kom fram áðan hafði ég svart núna. — Fylgdust margir með skákinni? — Já, hún var sýnd á stóru sýningartafli á húsvegg hé- við aðaltorgið í Havana — og mcr er sagt, að hundruð áhorfenda hafi fylgzt með henni og klapp- að mikið, þegar Larsen gaf skákina. Annars er gífurlegur á'hugi á skák hér á Kúpu — ég held, að aðeins ísland og Sovétríkin geti státað af jafn- miklum áhuga almennings. — Þetta er arfur frá Capa- blanka? — Jú, vissulega. Smáþjóð, sem eignast heimsmeistara, fylgist alltaf af miklum áhuga með afrekum hans, og þótt Capablanka sé löngu allur, hef ur áhuginn ekki dvínað á Kúpu. Kristínar Davíðsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 14. nóv. kl. 10,30 f. h. Athöfnlnni verður úivarpað. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu er bent á KristniboðiS i Konsó. Fyrlr hönd vandamanna. Helga Danielsdóttir, Klara Guðmundsdóttir. Hjartans þakkir tjl allra nær og fjær, fyrir auðsýnda samúð og vináttu, vlð andlát og jarðarför móður okkar, Ingibjargar Kristfríðar Björnsdóttur Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Magnúsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu mér og fjölskyldu minni sam- úð og vinarhug, við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Böðvars Magnússonar fyrrv. hreppstjóra, Laugarvatni. Hjartans þökk fyrir þá vinsemd og virðingu, er minningu hins látna var sýnd. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Eyjólfsdóttir, og fjölskylda. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Lúðvíks Jónssonar Hverfisgötu 90. Systklni og aðrir aðstandendur. — Veiztu hver er efstur á 1. borði? — Nei, ég hef ekki hugmynd um það. Ætli það sé ekki Bobby Fiseher, en hann hefur ekki teflt mjög mikið. — Hvernig var skák þín við Bobby? — Hann hafði hvítt og fórn aði peði í byrjun. Það var allt í lagi með skákina, ég hafði möguleika til að jafna taflið. En þá fór ég rangt í fram- haldið — missti af möguleika til að jafna taflið á nýjan leik — og síðan seig á ógæfuhlið, þar til ég gafst upp í vonlausri stöðu. — Og nú eru það Sovét- menn í dag? — Já, við teflum við þá í dag kl. fjögur eða átta eftir íslenzkum tíma ég veit ekki hvernig þeir stilla upp liðina. — Petrosjan vann Larsen líka? — Já, menn bjuggust þó ekki við að heimsmeistarinn Petrosjan myndi tefla við Lar- sen, þar sem hann tapaði fyrir honum tvívegis á skákmótinu í Los Angeles í sumar. En greinilegt var, að heimsmeist- arinn vildi hefna harma sinna, því hann mætti mjög ákveðinn til leiks og tókst að sigra Bent Sovézku skákmennirnir utinu Dani á öllum borðum. Tal tefldi á öðru borði, Stein á þriðja og Polugaefsky á fjórða, en þeir tveir síðast nefndu eru varamenn í sovézku sveitinn,. — Þetta er erfitt mót fyrir þig? — Já, þetta er sennilega erf iðasta mót, sem ég hef ient í. Ég hef meira að segja ekki haft nokkurn tíma til að skrifa heim, eins og ég ætlaði mér þó. Þú verður að skila kveðju frá mér. Eins og ég sagði þé” um daginn er þreyta í strák- unum — og þeim hefur geng- ið mjög ilia á neðsta borð inu. Ég hef teflt allar skák irnar hingað til — og auk þess er mikill vinna að rannsaka biðskákirnar, og við höfum nær alltaf átt biðskákir — þetta er mikið púl. — Veiztu hvenær Sovétríkm og Bandarikin tefla? — Nei, dómnefndin ikvc-3- ur það — en málið fór fyrir dómnefnd og samkomulag hef- ur orðið um að löndin tefii saman. Mér er sagt, að fyrir liðar sveitanna hafi ræðst sam- an í dag og kom víst vel sam- an, að minnsta kosti vonuðust báðir eftir spennandi keppni milli landanna, hvenær sem af henni verður. Lengra var viðtalið ekki við Friðrik — en símasambandið við Kúpu var vægast sagt slæmt. Úrslit í sjöttu umferð urðu þessi: ísland—Danmörk 3—1 Bandarikin—Ungverjaland 1% ÞAÐ ER TEKIÐ EFTiR Alir.l ÝQIUftll I TÍUAUIIUI —1 Yz (biðskák) Tékkóslóvakía-Noregur 3-1 Argentína—Rúmenía IV2—2Va Sovétríkin—Spánn 3y2-V2 A--Þýzlkal and—Kúpa .2 V2 -1V2 Júgóslavía—Búlgaría 2%—1V2 Innbyrðis viðureign við Dani fór þannig, að Friðrik vann Larsen, Ingi vann Brink Clausen, Guðmundur Pálma- son vann Andersen, en Frev- steinn tapaði fyrir Petersen. Staðan eftir þessar sex um fterðir er þannig og er þá reikn að með fjórum biðskákum milii Sovétríkjanna og Bandarikj- anna. 1. Sovétríkin I6V2 2. Júgó- sjafía 16 v. 3. Bandaríkin 15V2 v. og biðskák. Hún er milli Byrne og Szabo, Ungverjalandi og vinnur Szabo sennilega skák ina. 4—6- Argentína, Búlgaría og Tékkóslóvakía lÚ/2 v. 7. Rúmenía 13 v. 8. Ungverj?.- land I2V2 v. og biðskák. 9. ís- land 9% v. 10—11. Danmörk og Þýzkaland 9 v .12. Spánn 8 v. 13. Noregur 5V4 v. og 14. Kúpa 5 vinninga. íslenzku skákmennirnir hafa teflt 48 skákir og skiptast vinn ingar þannig. Friðrik 8V2 vinning úr 12 skákum, Ingi R. 6V2 vinningur úr 11 skákum, Guðmundur P. 5V2 vinningur úr 11 skákum, Freysteinn 2 vinningar úr 8 skákum, Guðmundur Sig. V2 vinningur úr 3 skákum, Gunn- ar. Enginn vinningur úr 3 skák um. BÓK JÓNASAR Framhairl -;i öls 16 annað ,hungurvofan virtist oft á tiðum á næsta leiti og íslending- ar flykktust þúsundum saman til Vesturheims. Baráttusaga Jónasar Þorbergssonar er því hollur lest- ur nú á mestu velgengnitímum, sem almenningur hefur kynnzt í þessu landi. Uppvaxtarerfiðleikar þeirrar kynslóðar, sem nú er óð- um að hverfa, má ekki og á ekki að gleyma. Þessar æviminningar Jónasar Þorbergssonar, sem hann hefur ritað af hinni alkunnu rit- snilld sinni, munu verða taldar gagnmerkt heimildarrit um þessi erfiðu ár. Bók Jónasar skiptist í VIII hluta í henni eru margar myndir af fólki sem um er rætt. Bókin er 239 bls. NÝ-NAZISTAR Framhald af bls 1 Samtimis gerði miðstjórn Jafn aðarmanna það heyrinkunnugt, að Jafnaðarmenn myndu ekki sitja aðgerðarlausir og stuðla þannig að því að Kristilegir demókratar CDU, kæmu frambjóðanda sín um, Kurt Kiesinger, í kanslara stólinn. Hins vegar var því jafn framt lýst yfir, að miðstjórnin hefði ekki i huga að nefna ákveð ið kanslaraefni af sinni hálfu, en hins vegar áskilja sér fyllsta rétt til að krefjast vantrausts tillögu á Erihard, en til samþykk is slíkrar tillögu yrðu Jafnaðar- menn að tryggja sér fylgi Frjálsra demókrata. Mikið er rætt og ritað um ástand ið í stjórnmálum Þýzkalands, og eru heimsblöðin ekki á einu máli í þeim efnum. Mörg láta þó í Ijósi ugg vegna auðsærrar fylgis aukningar nýnazista og verður jafnframt tíðrætt um fortíð hugs anlegs eftirmanns Erhards, Kiesin ger. Blöð er styðja Jafnaðarmenn segja, að menn megi ekki einb'ína um of á fortið Kiesinger. þvi verði ekki á móti mælt, að hann hafi sýnt hæfni á mörgum sviðnm og látið margt gott af sér leiða. Óháða blaðið Die Welt segir m a. að þeir, sem kusu Kiesinger, hefðu vitað um fortjð hans og alltaf búizt við gagnrýni erlendis frá Stokk’hólmsblaðið Expressen segir, að það væri hörmuiegt, bæði fyrir Þýzkaland og Evrópu í heild ef Kissinger yrði kanslari. — Þessi fyrrverandi nazisti og tengi liður mllli utanríksráðuneytis Ribbentrops og áróðursmálaráði’ neytis Göbbels er óhæfur til að fara með æðstu völd í stærsta og mikilvægasta ríki Evropa. Með hliðsjón af síðasta framgangi nýnazista í V-Þýzkalandi getur framboð hans haft hættuleg áhrif á stjórnmálalífið í heímin- um, segir Expressen- Blað Jafnaðarmanna, Afton bladet, segir m.a. að hin nazist- íska fortíð Kiesingers sé við bjóðsleg. — Það eitt, að maður veit, að Franz Jósef Strauss stend ur á bak við kjör hans, ætti að segja mönnum nógu mikið, segir blaðið. VARÚÐ Á VEGUM Framhald af bls. 2. gert á vegum slysavarnadeilda 0. fl. Fengnir hafa verið frá Noregi 10 þúsund borðar til að líma á bíla. Eru þeir hvitir á lit með rauðri áletrun: ..Varúð á vegum" Borðar þessir munu fást ókeypis á benzínstöðvum, smurstöðvum. viðgerðaverkstæðum og víðar. Er gert ráð fyrir að þeir verði límdir á afturrúður eða högg deyfara bílanna og verði hér um að ræða eins konar kjörorð í um ferðinni. Vátryggingafélagið h.f. hafði fyrir nokkrum árum komið upp allmörgum áletruðum skiltum til viðvörunar vegfarendum i ná- grenni Reykjavíkur. Félagið hef ur nú afhent skilti þessi Varúð á vegum og hafa þau verið endur nýjuð og þeim fjölgað. Eru þau þegar 20 talsins og unnið er að frekari fjölgun þeirra. Skiltin eru með endurskini 0g á þau letrað: Varúð á vegum. Þess má geta, að samtökin hifa veitt aðstoð við þrjár góðakstuis keppnir, sem Bindindisfélag Öku manna hefur gengizt fyrir. Um miðjan nóvember mun koma út bæklingur er fjallar um akstur í myrkri og slæmu skyggni. Varúð á vegum hefur þegar gerzt með limur alþjóðasamtaka og t.eogzt hliðstæðum samtökum á Norður- löndum og í Bandaríkjunum. Ver- ið er að undirbúa öflun kvik mynda, og annarra gagna til um ferðarkennslu, og 10 þús. endur skinsmerkjum verður útbýtt til barna innan skólaskyldualdurg og til gamalmenna. Varúð á vegum hefur sett sér það markmið, að sameina sem flesta landsmenn til baráttu gegr. hinum geigvænlegu umferðar- slysum. Síaukinn fjöldi vélknú- inna farartækja, slæmir vegir og ónóg löggæzla leiðir til vax andi slysahættu. Það er t.d at hyglisvert, hve mjög umferðarslys um hefur fjölgað víða f dreifbýl inu hin siðari ár. Varúð á vegum óskar eftir ná- inni samvinnu við alla þá aðila er um þessi mál fjalla og væntir góðs af slíku samstarfL VEFNAÐARBÓK Framhald af bls. 2. í Kaupmannahöfn, og em mynd irnar með því bezta, ef ekki hið allra bezta, sem hér hefur komið í bók. Prentun litmyndanna ann aðist Det Berlingske Bogtr.vkkeri í Kaupmanryahöfn. Myndamót svarthvítra mynda gerðu Litróf og Prentmót h.f. hér í Reykjavik, en setningu, prentun og bókband annaðist Prentsmiðja Hafnarft. h.f. Vefnaður er 207 bls. og hefst með formála, en síðan kemur inngangur og þá 14 kaflar. Eftir máli er í lokin, skýringar með lit myndum og skrá um ljósmynd ir og teikningar. Einnig eru síð ast í bókinni tveir kaflar á norsku og ensku sem j er stutt yfirlit yfir efni bókarinnar-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.