Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 3
VISIR Þriðjudagur 18. nóvembcr 1975 3 Fremri—Torf ustaðahreppur: Ágreiningur um jarðorsolu — Neíta að halda fund um mólið t frétt, sem Visir birti laugar- daginn 15. nóv. sl., kom það fram, að i Fremri-Torfustaða- hreppi i Miðfirði, Vestur-Húna- vatnssýslu, væri veittur 20% af- siáttur á útsvarsgreiðslum þetta árið, ef greitt væri fyrir 1. des. Ragnar Aðalsteinsson odd- viti hreppsins, kvað ástæðuna vera þá, að hreppurinn þyrfti á fé að halda sem fyrst vegna framkvæmda við skólabygg- ingu, fyrr en útsvarpsgreiðsiur hefðu borist hreppnum undan- farin ár. Þvi væri gripið til þessa ráðs ef það mætti vera til þess að flýta fyrir skiium. Einnig kom það fram, að fuiitrúi hjá Félagsmálaráðu- neytinu hefði uppiýst, að það hefði komið fyrir a.m.k. einu sinni, að reikningar hreppsins voru samþykktir með fyrirvara. Nokkrir ska t tg reiðend ur hreppsins lögðu útsvarsgreiðsl- ur sinar inn á bankabók og sendu ráðuneytinu. Hún var þó endursend, þar sem ráðuneytið er ekki innheimtuaðiii og að auki óheimilt að skilyrða greiðslur þessar. Vegna þessarar fréttar hafði Friðrik Páisson, einn af skatt- greiðendum hreppsins, samb- and við blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Mér vitanlega”, sagði Frið- rik, „hafa veríð meðeindæmum góð skil á Utsvarsgreiðslum., jafnvel þó að lagt hafi verið á seint á árinu. Nú i ár var t.d. ekki lagt á fyrr en i október.” „Þessi fjáröflunaraðferð er einhver sú heimskulegasta, sem ég hef heyrt um, að veita 20% afslátt fyrir einn mánuð”, sagði Friðrik ennfremur. „Það hljóta aö liggja einhverjar aðrar ástæður þar að baki.” Aðspurður hverjar aðrar ástæður það væru að hans mati, sagði Friðrik orðrétt: „Maður getur varla ætlað þeim að álita 20% afslátt fyrir einn mánuð heppilega fjáröflunarleið fyrir hrepps- félag ef það er i peningavand- ræðum. Þaðættiað vera auðvelt að fá lán hjá lánastofnunum til þetta skamms tima fyrir brot af þeim vöxtum, sem þarna eru i boði.” Varðandi það, sem Guðmund- ur Karl Jónsson, fulltrúi hjá félagsmálaráðuneytinu sagði, þá taldi Friðrik vægt til orða tekið. Hið rétta væri, að reikningar hreppsins hefðu að- eins verið samþykktir að hluta sL þrjú ár. Astæðuna kvað hann vera þá, að á árinu 1972 hefði farið fram sala á jarðeign i eigu hreppsins til bróður oddvita. Sýslunefnd hafi synjað um sam- þykki á sölunni en hreppsnefnd haft þá neitun að engu. Hreppsbúar ÓSKUÐU NO FUNDAR um málið. Þeirri málaleitan hafnaði hreppsnefnd að sögn Friðriks. Þessari neitun vildu hreppsbúar ekki una og kærðu til sýslunefndar. Sýslu- nefnd úrskurðaði, að fundurinn skyldi haldinn samkvæmt lög- lengri ósk hreppsbúa. Enn var fundur ekki haldinn, og málið kært á ný. Málið er nú í höndum ráðu- neytisins, en þangað afgreiddi sýslunefnd málið með formlegri afgreiðslu i mai 1974. Ekki kvaðst Friðrik vita til þess að ráðuneytið hefði afgreitt málið frá sinni hendi enn og lægi það þar. Varðandi sparisjóðsbókina vildi Friðrik taka það fram, að hún hefði verið send ráðuneyt- inu um siðustu áramót. Þeir hefðu haft þennan hátt á nokkrir gjaldgreiðendur, til þess að leggja áherslu á óánægju þeirra yfir þvi, að hreppsnefnd Fremri-Torfustaðahrepps skuli enn hafa komist hjá þvi að fara að lögum um ráðstöfun fast- eignar hreppsins, Núpsdals- tungu. Blaðið sneri sér nú aftur til Guðmundar Karls Jónssonar i félagsmálaráðuneytinu og spurði hann um afgreiðslu þessa máls. Guðmundur sagði það tildrög þessa máls, að þetta kom til ráðuneytisins, að fimm sýslu- nefndarmenn kærðu málið til ráðuneytisins og sendu þvi gögn málsins til hugsanlegrar af- skipta ráðuneytisins af þvi. Þungamiðja þessa máls — að áliti ráðuneytisins — taldi hann vera um útboð, tilboð og fram- sal tilboðs og þar með taldi ráðuneytið sig bresta laga- heimild til meðferðar málsins. Almennir dómstólar landsins ættu að fjalla um málið. Síðan hafa einhver bréfaskipti átti sér stað um málið og munn- legar viðræður. Afskipti ráðuneytisins höfðu þó orðið á fyrri stigum þessa máls með þeim hætti, að borið var undir ráðuneytið hvort skoða bæri efnismeðferð sýslu- nefndar á jarðarsölumálinu, þegar það kom til afgreiðslu þar, sem synjun á samþykki. Efnislega afgreiddi sýslunefnd málið i nóv. 1972, á þá leið, að hún lýsti þvi yfir, að hún mundi ekki samþykkja, ef til hennar væri leitað um samþykki, sölu jarðarinnar. Ráðuneytið taldi að um form- lega synjum væri að ræða. Blaðið sneri sér einnig til odd- vitans á ný, en hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið, en visaði á lögfræðing þeirra, Pál S. Pálsson. Ekki vannst tími til að leggja málið undir hann að sinni. — VS. MERK SAMVINNA SKÓLA í HAFNARFIRÐI OG BORGARFIRDI Fyrir tveimur árum tókst sam- vinna með fjórum skólum, Viðistaðaskóia i Hafnarfirði og þrem skóium i Borgarfirði, Leirárskóla, Kleppjárnsreykja- skóla og skólanum að Varma- landi, um aimenna kvnningu fyrir neihendur á lifi og starfi fólks i dreifbýli og þéttbýli. Þessi kynning tókst mjög vel, og var endurtekin i siðustu viku. Nemendur úr Borgarfirði á unglingastigi heimsóttu jafn- aldra sina i Viðistaðaskóla i Hafnarfirði. Þeir fóru i leikhús, skoðuðu fyrirtæki og fræddust á margan annan hátt. A fimmtudag héldu Borgfirðingarnir heim og höfðu með sér hóp nemenda úr Vfðistaðaskóla. Hörður Zóphaniasson, skóla- stjóri Viðistaðaskóla, sagði i viðtali við Visi að hafnfirsku nemendurnir hefðu heimsótt Sementsverksmiðjuna og byggðasafnið á Akranesi. Siðan hefði verið haldið að Hvanneyri, komið við i Borgarnesi þar sem Prjónastofa Borgarness og mjólkursamlagið var skoðað, þá i gróðurhús á Varmalandi og litið var á Deildartunguhver. Siðan var haldið i Reykholt, keppt i iþróttum og Hafn- firðingarnir fóru á heimili hinna borgfirsku félaga sinna. Sagði Hörður, að þessi heimsókn hefði tekist vel. Markmiðið væri marg- vislegt, og myndu unglingarnir skrifa um árangur ferðarinnar og það efni siðan gefið .út i blaði eða bók. Hann taldi þetta mikilvæga kynningu, er yki skilning á högum og starfi þessara mismunandi þjóðfélagshópa, þeirra er búa i þéttbýli og dreifbýli Þcssa mynd tók Bragi um borð i Akraborg, er hópurinn var á ieið upp á Akranes á fimmtudag. -AG. Eftir 3 klukkustundir höfðu 64 falað vinnu í smáauglýsingu í Vísi i gær var óskað eftir konu til innheimtustarfa hólfan daginn. Oskað var eftir því, að hún hefði bifreið til umráða. — Klukkan var ekki orðin f jögur i gær, þegar 64 nöfn voru komin á blað. Flestar, sem hringdu voru hús- mæður, sem vildu fá vinnu hluta úr degi. Þessi saga segir ekki aðeins það, að á mörgum heimilum er nú litið um peninga, heldur sýnir hún einnig áhrifamátt smáauglýsinganna. 64 húsmæður og aðrar konur, sem vantaði vinnu, höfðu lesið smáauglýsingadálk Vísis þremur klukkustundum eftir að blaðið var komið á götuna. Og auðvitað höfðu fleiri lesið þær. Til gamans má geta þess, að einn karlmaður hringdi, og spurði hvort ekki væri jafnrétti í þessum auglýsingum. Hilmar Jónsson. _ 17 rithöfundar mœfa með skipan Hilmars Jónssonar í stöðu borgarbókavarðar... 17 landskunnir rithöfundar hafa ritað borgarfulitrúum I Reykjavik bréf þar sem þeir mæla með þvi að Hilmari Jóns- syni, bókaverði og rithöfundi i Keflavik, verði veitt staða borgarbókavarðar. Eins og kunnugt er var staða borgarbókavarðar auglýst laus til umsóknar. Enn hefur staðan ekki verið veitt en ináiið er til umfjöilunar i borgarráði. Ýmsir hafa verið nefndir sem umsækj- endur um stöðuna. Bréf ritliöf undanna 17 fer hér á eftir. Heiðraði borgarfull- trúi. Við undirritaðir viljum vekja athygli borgarfulltrúa Reykja- vikur á þýðingu embættis borgarbókavarðar, ekki aðeins fyrirhöfuðborgina, heldur land- iði heild. En staða þessi hefur eins og yður er kunnugt verið auglýst laus til umsóknar. Við leggjum höfuðáherslu á að borgarbókavörður verði maður sem er vilviljaður unnandi is- lenskra bókmennta. Okkur er kunnugt um að Hilmar Jónsson yfirbókavörður og rithöfundur i Keflavik hefur lagt inn umsókn um áðurnefnda stöðu. Við skorum á borgarfulltrúa Reykjavikur að veita hon- um-embættið sökum langrar reynslu sem yfirbókavörður, faglegrar kunnáttu og siðast en ekki sistað við vitum að hann er manna liklegastur til að halda góðu sambandi við skapandi rit- höfunda i landinu. Jenna Jensdóttir Hreiðar Stefánsson Guðmundur Danielsson Gunnar Dal Kristmann Guðmundsson Jóhannes Helgi Ingimar Erl. Sigurðsson Sveinn Sæmundsson Hugrún Kristinn Reyr Jón Dan Jónas Guðmundsson Einar Pálsson Gunnar M. Magnúss Gunnar Gunnarsson (eldri) Ólafur Jóhann Sigurðsson Þorsteinn Valdimarsson — EKG Engar ferðir hjó Akraborg Akraborgin gengur ekki milli Reykjavikur og Akra- ness þessa viku. Skipið er i slipp vegna.venjulegs við- halds. Búast má við að ferðir hef jist aftur í næstu viku. —ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.