Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 18. nóvember 1975 VISIR / LONDONBORG TEXTI OG LJÓSM ÓU TYNES ,,Only one quid luv”.....götusalarnir eru háværir og ákveönir að venju. London var byr juð að fá á sig jólasvip i siðustu viku. Risa- búðirnar skrýddust jólatrjám utan dyra og ljósadýrðin fór vaxandi með hverjum degi. Innan dyra var tekið á móti manni með „Jingle Bells.” Það mátti samt sjá nokkrar „sumarleifar” á götum borgarinnar. Eins eða tveggja manna sirkusar tróðu upp á Piccadilly, og þótt laufin væru fölnuð var samt meirihluti þeirra ennþá hangandi á trjánum. Ekkert þorskastríð Fátt er fjær hugum höfuö- borgarbúanna en „lifshags- munamál þjóöarinnar allrar” eins og islenskir stjórnmála- menn segja nú i annarri hverri setningu, jafnvel þótt þeir tali upp úr svefni. Þeir i London láta sér i léttu rúmi liggja hvort islendingar færa landhelgina út i 200 milur eöa ekki, Þaö er miklu alvar- legra mál hjá þeim aö fargjöld með neöanjaröarlestunum hækkuðu þannig aö minnsta far- gjald er nú tiu pennl. Vinsamlegir Auðvitaö fer enginn is- lendingar á „pöbb” án þess að ræða við þarlenda um lifshags- munamálið og reka áróður fyrir fósturjöröina. Sjálfsagt yrðu viðbrögöin önnur i Grimsby eða Hull, en i London tóku menn fremur vinsamlega undir slikan áróður. Mik Magnússon, sá ágæti fjöl- miðlamaður, á liklega sinn þátt i þvi. Það er þó nokkuð hóað i hánn til að gefa sérfræðingsálit á þessu máli og hann er mjög afdráttarlaus. Ég heyrði tvisvar i hönum þessa viku sem ég var úti og það er leitun að betri mál- svara fyrir ísland. Vilja friðsamlega lausn Olhúsaviðmælendurnir virt- ust allir hafa heyrt að afkoma islendinga byggðist eingöngu á sjávarútvegi og að sú afkoma væri nú i mikilli hættu. Þeir voru þvi sammála um rétt is- lendinga til að verja hana. Hinsvegar töldu þeir, og kannski eðlilega, að finna þyrfti slika lausn á málinu að landar þeirra sem draga fram lif sitt á fiskveiðum sætu ekki eftir bjargarlausir. Allir vildu frið- samlega lausn á málinu. Skima við sjóndeildarhringinn Það getur orðið okkur is- lendingum til góðs að þótt Harold Wilson, forsætis- ráðherra, boðaði erfiðan vetur var hann fjallhress að öðru leyti. Hann er þegar farinn aö finna ylinn af Norðursjávar-oli- unni og sagði i þingræðu að það væri farið að birta úti við sjón- deildarhringinn. Hann spáði þvi að Bretland myndi á næstu árum ná fyrri áhrifum iheimsmálum. Það var gerður góður rómur að máli hans og þingmenn stjórnarand- stöðunnar stilltu sig jafnvel um að baula á hann, eins og þó er viðtekin venja á þessari viröu- legu samkundu. Þjófafaraldur Eitt af þeim málum, sem mikla athygli vöktu i landinu, var skoðanakönnun, sem sýndi óhugnanlega aukningu afbrota meðal skólabarna. Niu af hverj- um tiu piltum i barnaskólum i borgum landsins virðast hafa gerst sekir um einhvers konar afbrot. Aðallega eru þetta smá- þjófnaðir sem piltarnir stunda. Ennþá. Borgarbúar hafa eðli- lega miklar áhyggjur af þvi hvað gerist þegar þeir vaxa ur grasi. ....og sprengjufaraldur Þá lita þeir ekki siður alvar- legum augum á sprengju- tilræðin sem eru orðin nær dag- legt brauð. Lögreglan gerir sitt besta til að ná til manna með aðvaranir I fjölmiðlum og með dreifimiðum, en hún á við erfitt vandamál að striða. Það striðir mjög gegn eðli Breta að leggja höft á eða hnýsast um annarra manna einkamál. Þrátt fyrir stöðuga beiðni lögreglunnar er þvi mjög lítið um að leitað sé i handtösk- um eða litið eftir bögglum fólks sem kemur inn i veitingahús eða i verslanir. Ég gekk inn i aðra hverja stórverslun við Oxford stræti án þess að sjá þar nokkur merki um öryggisvörslu. Það var alla- vega enginn þar til að kikja I handtöskur viðskiptavinanna. „Christmas At Austin Reed” segir á skiltinu og þar voru menn að setja upp jólatré. Þaö voru lika komnar jóiaaugiýsingar utan á tveggja hæða Lundúnastrætóana. Landakot Jafnvel svona sundurlaust rabb um nokkra daga i London væri ófullkomið ef ekki væri minnst á Regent Palace hótelið, eða Landakot eins og það er stundum kallað. Þar fara enda um fleiri landar en flesta staði aðra i London i Englandi. Þegar ég kom þar fyrst fyrir einum tiu árum var þetta þó nokkuð virðulegt og rólegt enskt hótel. Nú virðist rikja þar mjög svo óenskt stjórnleysi. Það var t.d. ekki fyrr en i þriðju tilraun sem ég fékk herbergi sem enginn annar var i fyrir. Og sjálfur vaknaði ég einn morguninn við að uppábúin frú með ferðatösku I hendinni stóð dyrunum og horfði á mig steinhissa. Ég veit ekki hve margir komu meðan ég var fjarverandi. En ég yfirgaf ekki svo hótelið að myndavélin og aðrir verðmætir hlutir væru læstir inni i peninga- skáp hótelsins. Það var reyndar engu stolið af þvi sem eftir var skilið, en mér leist samt ekkert á hvað þeir afhentu lyklana frjálslega. En það er svo skelfing viðkunnanlegt að labba sér beint út á Piccadilly þegar maður fer út á morgnana að ég fyrirgaf þeim herbergjarápið. Ég er þó ekki viss um að ég hefði gert það hefði einhver hinna óboðnu gesta tekið með sér ferðatöskuna mina. -ÖT ARegent Palace er nú hálfgert stjórnleysi.... en það er notalegt aö ganga þaðan beint út á Piccadilly.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.