Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 18. nóvember 1075 VISIR VISIR Útgefandi: ' Framkvæmdastjóri: Ritstjóri ogábm: Ritstjórifrétta: Fréttastjéri erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Davið Guðmundsson Þorsteinn Pálsson Arni Gunnarsson Guðmundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur Umsjón: GP fm. wsm Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasöl u 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Heimska Breta ríður ekki við einteyming Koma Hattersleys aðstoðarutanrikisráðherra Breta hingað til lands um helgina var i raun réttri furðuleg óskammfeilni. Tillögur bresku rikisstjórn- arinnar um hugsanlega landhelgissamninga voru svo viðsfjarri þvi að geta verið umræðugrundvöllur, að það var með öllu óþarfi fyrir ráðherrann að leggja lykkju á leið sina út hingað til þess að ræða þær. Það er fjarstæðukenndur leikaraskapur að koma hingað með tillögur um að Bretar fái að veiða hér við land 110 þúsund lestir á ári. Það er svipað magn og þeir hafa veitt hér. Bretum átti að vera það fullljóst,að við semjum ekki nema um stórfelldan samdrátt sé að ræða. íslendingar hafa verið og eru reiðubúnir til þess að semja um takmarkaðar veiðiheimildir, en þeir eru lika reiðubúnir til þess að standa á rétti sinum. Á þeirri staðreynd verða Bretar að átta sig. Annað hvort hafa þeir ekkigert sér grein fyrir þróun haf- réttarmálanna eða yfirlýsingar þeirra um sam- komulagsvilja eru að engu hafandi. Það var rétt ákvörðun og skynsamleg af hálfu is- lensku rikisstjórnarinnar að opna möguleika á samningaviðræðum við aðrar þjóðir um tak- markaðar veiðiheimildir til mjög skamms tima innan nýju fiskveiðimarkanna. Þannig hefur verið staðið að málum við fyrri útfærslur, og sú afstaða ber vott um ótviræðan vilja af okkar hálfu til þess að leysa þetta ágreiningsefni á friðsamlegan hátt. Hér verður einnig að hafa i huga að möguleikar okkar til þess að hafa virka stjórn á fiskveiðunum hér við land eru miklu meiri, ef við höfum aðrar þjóðir bundnar með samningum. Meginmarkmið okkar hlýtur að vera það að draga á raunhæfan hátt úr veiðum erlendra þjóða hér við land. Ef við sjáum fram á að ná betri árangri i þeim efnum með samningum eigum við skilyrðislaust að fara þá leiðina. Rikisstjórnin setti þegar i upphafi ströng skilyrði fyrir hugsanlegum samningum. 1 fyrsta lagi var lýst yfir þvi, að ekki yrði samið, nema um stór- felldan samdrátt i veiðum erlendra þjóða yrði að ræða. í öðru lagi, að aðeins yrði samið til mjög skamms tima og um takmörkuð veiðisvæði. Loks mótaði sjávarútvegsráðherra þá kröfu, að ekki yrði samið við neina þjóð innan Efnahagsbandalagsins nema viðskiptasamningurinn við bandalagið gengi i gildi. Á þessum grundvelli er hugsanlegt að semja. Til- lögur islensku rikisstjórnarinnar nú um að leyfa Bretum að veiða hér á næsta ári 65 þúsund lestir eru á ystu mörkum þess, sem við getum farið. Hugmyndir bresku stjórnarinnar um samkomu- lagsgrundvöll eru hins vegar svo fjarstæðukenndar að engu tali tekur. Heimska þeirra riður ekki við einteyming. Eftir þær viðræður, sem nú hafa farið fram við Breta virðist útséð um að samningar takist nema þeir sjái að sér. íslendingar munu fylgja fram rétti sinumaf fullrieinurð og hvika hvergi. Við eigum að ganga fram með oddi og egg við gæslu land- helginnar. Þó að við séum reiðubúnir til samninga látum við ekki hræða okkur til undanhalds. Heimskulegar hótanir um herskipavernd breyta þar engu um. Við semjum aðeins til sigurs eins og Geir Hallgrimsson forsætisráðherra komst að orði. George Wallace, íylkisstjóri Alabam'a í Bandarikjunum, ætl- ar að bjdða sig fram til forseta- kjörs á næsta ári, eins og kunn- ugt er af fréttum. Enginn spáir þvi, að hann nái kjöri, en öllum er um leið ljost, aí framboð hans mun hafa gifurieg áhrif á niðurstöðu kosninganna. Það er ekki endilega mest fyrir þær sakir, að maðurinn er i hjdlastól, sem hann þykir blík- legur til að ná kosningu. Að visu munu margir kjósendur kviða þvi, að hann hafi ekki.heilsu til að gegna þessu erilsama em- bætti en hinir verða þvi fleiri, sem einfaldlega munu hafna honum stjórnmálaskoðana hans vegna. — George Wallac.e þykir nefnilega með allra ihaldssöm- ustu demókrötum. Sjálfur spílar hann einmitt á bá strengi i öllum ræðum. Hann segistvera „valinn af fólkinu" til þess að bjargá demókrata1 flokknum úr greipum „hínna frjálslyndustu, eða séríyndu, eða vinstrimanna" — eins og hann orðar það. — Gjarnan botnar hann slðan ræðurnar með þvl, að lamaður likami hans geti vel staðið af sér harða kosningabaráttu. Að GeorgeWallace er lamað- ur fyrir neðan mitti, siðan hon- um var sýnt banatilræðið á ár- unum, stendur liklega George Wallace sjálfum meira fyrir hugskotssjónum en almenníngi I Bandarikjunum. Hann hefur verið það fyrirferðamikill i fylkisstjóraembætti, og sótt nógu marga opinbera mann- fangaði, til þess að menn eru hættir fyrir löngu að gefa hjóla- stdlnum nokkurn gaum, sem heitið getur. Ef slíkt áhald er þá nokkuð til þess að verða star- sýnt á. En sjálfur leggur Wallace slikt ofurkapp á að sanna öllurn — og þá kannski frekast sjálfum sér að hann sé enginn eftirbátur hinna til stjórnsýslu eða stjórn- mála'starfa, að hann vinni meir en nokkur dugnaðarforkur ann- ar. — Nýlega lauk hann til dæm- is þeytingi á milli nokkurra landa Evrópu til að sýna kjósendum, að hann lætur utan- rikismállika til sln taka, eins og væntanlegur forseti Bandaríkj- anna verður að gera. Það var þó ekki það, sem við vildum sagt hafa. Ahrif fram- boðs hans á niðurstöðu kosning- anna að ári voru mönnum efst I huga, þegar hann tók sæti ellefta frambjóðandans i kapp- hlaupinu. Wallace tók það að vfeu strax fram, þegar hann lýsti yfir þvi að hann stefndi að framboði, að tilgangurinn væri ekki klofningsframboð á borð við það, sem hann reyndi 1968. Eins og gefur auga leið getur flokks- maður stillt sér fram og ógnað velgengni hins útvalda flokks- bróður sins, en látið slðan til- leiðast og dregið sig i hlé gegn skilmálum.eftirgjöf eða umbun I einhverri mynd. Sem sé ein- ungis til þess að auka áhrif sln og knýja fram sinn eiginn vilja I einhverjum kánnski allt öðrum málum, sem flokksforystan hef- ur ekki áður viljað fylgja honum I. En þetta segir Wallace sem sé, að vaki ekkí fyrir sér, og má hver og einn trúa þvl, sem hann vill I því efni. Janvel þótt Wallace sé einlægur, þegar hann lýsir sliku yfir, — og i trúgirni okkar skul- um við láta það gott heita — þá mun framboð hans samt vera áhrifamest fyrir þær sakir, að það klýfur fylgi frá hinum fram- bjóðendunum. 1 þessu tilviki þó minna frá flokksbróður hans, hver sem það verður nú, heldur en frá frambjóðanda repú- blikanaflokksins, sem verður ef að lfkum lætur Gerald Ford, nú- verandi forsetí. Það er óþarft að tiunda það fyrir lesendur, sem þekkja til stjórnmála i Bandarikjunum, en hinum má benda á, að repú- blikanaflokkurinn höfðar meira • til fylgis hægri mahna en demókrataflokkurinn. Þótt báð- ir flokkar spanni það breitt, eins og eðlilegt er um svo stdra flokka, að frjálslyndur repú- blikani geti verið töluvert FRAMBOÐ WALLACE vinstramegin vió lltið eitt hægrisinnaðan demókrata svo að dæmi sé tekið. Demókratinn Wallace er nógu Ihaldssamur til þess að taka at- kvæði hægrisinna manna frá repiiblikananum Gerald Ford. Og svo miklum vinsældum á fylkisstjóri Alabama að fagna, einkanlega í Suðurrikjunum, að hann getur gengið að vísum miklum fjölda atkvæða, sem mundu kjósa hann þótt rigndi eldi og brennisteini. Satt-að segja er enginn maður annar I Bandarlkjunum talinn liklegur til annarra eins áhrifa á gang kogninga með framboði sinu, nema ef vera skyldi Edward Kennedy. Það er að segja, ef Kennedy snerist allt i einu hug- ur og gæfi kost á sér, sem hann 'hefur margitrekað, að hann muni ekki gera. Þetta á að nokkru rætur að rekja til þess, að framboð Fords forseta er ekki alveg tryggt, þó að við höfum slegið þvi föstu hér aö ofan. Að visu hafa stóru flokkarnir aldrei gengið framhjá þáverandí forseta þeirra sjálfra, þegar þeir hafa útnefnt frambjóðanda, ef for- setinn hefur gefið kost á sér til annars kjörtimabils, (stjórnar- skráín leyfir þú engum að sitja lengur en tvö timabil). — En Ford var ekki kosinn til embætt- is, heldur erfði það eftir Nixon, þar sem hann var varaforseti þegar Nixon sagði af sér. Auk þess þykir einn áhrifamaður innan republikanaflokksins nógu vinsæll til þess að geta- keppt við hann um útnefningu flokksins, en það er Ronald Reagan, fyrrum fylkisstjóri Kalifornlu og áður kvikmynda- stjarna. Þess vegna spá menn núna, að I forkosningunum sem eru undanfari útnefningar flokk- anua, muni flestir keppinautar Waliace i demókrataflokknum falla Ut. Frjálslyndir menn eins og Terry Sanford, Jimmy Cart- er, Fred Harris, Sargent Shriver, Morris Udall og Milton Shapp og einnig iháldsmaður- inn Lloyd Bentsen. Þegar kemur að sjálfu Ut- nefningarþingidemókrata I júlí, ættu þeir þvi að standa eftir, Wallace, Henry Jackson (harð- linumaður i utanrikismálum en frjálslyndur i innanlandsmál- um) og Birch Bayh, sem er úr frjálslyndari hópnum. — Skammt undan verða þeir Hubert Humphrey og Edmund Muskie, reiðbúnir til að stiga fram, ef ekki fæst samstaða um hina. Humphrey þykir reyndar llklegastur til þess að verða val- inn varaforsetaefni flokksins. Þarna mun þegar skerast i odda út af Wallace. Hugsanlega verðurhann í aðstöðu til þess að setja úrslitakosti. — Nefnilega að hann verði annaðhvort valinn varaforsetaefni, eða að hann fari út I klofningsframboð. En demókrataflokknum þarf ekki endilega að standa svo mikill stuggur af klofnings- framboði hjá Wallace. Hann er eins og áður sagði nógu ihalds- samur til að taka fleiri at- kvæði fra frambjóðanda repU- blikana en frá sinum eigin flokksbróður. Kosningar 1968 leiddu alla vega i ljós, að hann tók fleiri atkvæði fra Richard Nixon heldur en frá Humprey.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.