Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 9
9 Einar Magnússon mannatrú, sem m.a. byggðist á þvi að mætti maður að norðan manni að sunnan og báðir voru skeggjaðir og skuggalegir á góðum hestum og hinir viga- legustu i fjallaferð, mun hvor um sig hafa talið hinn vera úti- legumann. Ráðið við þvi var að stiga af baki, leysa istaðsól frá boga og byrja að slást með istööunum. Báðir komu sárir og móðir til byggða úr slikri orra- hrið og báðir sögðu hrikalega útilegumannasögu. Aðeins hef- ur fundist búskapur Fjalla-- Eyvindar eftir allar þessar sögur og tvær hauskúpur er Páll Arason var beðinn að reiða til byggða i frægum Dodge Weapon (Pálinu) ístööin hafa að líkindum verið ivið of þung á þeim höfuðbeinum. Eftir striöið þustu fjallabil- stjórarnir inn i hvern kima miðhálendisins og útblástur úr pústurrörum lagði liknarhjúp yfir hinar fjallháu sögusagnir um skeggjaða og digra menn með istaðsólar. Guölaugur Jónsson hefur áður skrifað bókina Bilar á Islandi, sögu fyrstu bilanna, en þá mun upptalið, það sem helzt hefur komið út um bila og bflstjóra sérstaklega. Fyrstu Ingimar Ingimarsson en þessar tvær bækur, Bflar á tslandiog Hálendið heillargera meira að þvi að æsa upp I manni hungrið en að þær séu tæmandi frásagnir af bflum og mönnum. Þær eru þó báðar heiðarlega geröar og þjóna þvi, sem þeim er ætlaö. Hins vegar er mörg óskráð saga eftir um þetta efni. Ekkert hefur átt meiri þátt i þvi að breyta lifi fólks en billinn á þeirri öld sem við lifum. Og fátt mun það sem ekki hefur gerzt i bfl. Bandariski rithöfundurinn John Steinbeck hefur reyndar sagt að blllinn hafi riðlað hinni engilsaxnesku fjölskylduhug- sjón, og er þá aðeins nefndur hluti þess, sem billinn hefur af- rekaö. 1 bókinni Hálendið heillar, segja menn sögur af ferðum sin- um. Yfirleitt er frásögninni svo i hóf stillt, að hvergi örlar á þvi að um svaðilfarir hafi verið aö ræða, þó fór ekki hjá þvi að menn væru næstum eins mikiö undir bilum sinum og uppi i þeim, þegar tosa þurfti þeim áfram yfir blaut svöö upp regn- votar brekkur eða koma þeim gegnum jökulleir. Hálendis- feröir á þeim tima, sem bókin fjallar um, voru ekki neinar skyndiferðir. Þær voru Iþrótt og Brandur Stefánsson að springa af tómri geðshræringu. Mér er sem ég sjái hálendið nurniö á slikum tikum. En mennirnir hafa ekk- ert breytzt. Ólafur Ketilsson er enn að keyra, og svo er um flestahina. Guðmundarnir fara á fjöll á hverju sumri, þótt báðir þyrftu aö sinna stórum fyrir- tækjum, annar bilaúthaldi sinu, en hinn þvi ágæta fyrirtæki Kistufelli sem freistar að blása nýju lifi og karakter i uppgefna mótora. Bjarni i Túni, Ólafur frá Dalseli, Vatna-Brandur, Ingimar og úlfar eru meira að minna við akstur. Páll Arason er aö visu skilinn við Palinu, en til eru fleiri bilar. Svona mætti lengi telja. Og þessa fjallamenn dreymir alla eins og Einar, þegar hann sagði: Nú dreymir mig — um Stóra- sand i stormi. Hann steypir höröu, svörtu regni á landiö. Og við þessa tilvitnun finnur maöur að brau i ryöjendurnir þeir sem lögöu slóðirnar, eiga skilið ítarlegra verk og meiri arnsúg i textanum. Bjarni Guðmundsson Clfar Jacobsen Guðmundur Jónasson Hálendið heillar Þættir af nokkrum helztu öræfabflstjórum. Skráð hefur Loftur Guðmunds- son Bókaútgáfa Þórhalls Bjarnar- sonar. í upphafi bllaaldar tóku menn vélvagninum eins og nokkurs konar aladinslampa, sem innt gæti hvaða verk af hendi, einungis ef sveifLnni framan á honum væri snúiö. A timum þegar engir vegir voru tii i nútlmaskilningi hélt heil lest ökumanna i bilum slnum i kappakstur frá Paris til Peking. Sænski ferðagarpurinn Sven Hedin ók i Fordbil um Góbieyði- mörkina, ýmist aftan i dráttar- dýrum eöa fyrir handafli og þótti sjálfsagður ferðamáti. Þannig tóku menn bifreiöinni i fyrstu, eins og henni væru allir óvegir færir. Það kom hins vegar á daginn, að fyrst með tilkomu tveggja drifa bila var hægt að tala um raunveru- Páll Arason iega torfæruvagna. En íyrir þeirra dag höfðu velflestar tor- færur verið yfirstignar á biium er voru þannig úr garði gerðir, að i dag myndu fæstir treysta sér á þeim austur yfir heiði. Billinn kom snemma til Islands, og löngu áöur en nokkrir vegir voru til fyrir utan einstöku torf- brýr yfir mýrarslörk og smá ruðning á stórgrýti, svo fært yrði hestum.Ensvotil strax voru hafnir flutningar á fólki og varningi á þessum bilum, og virtist ekki saka, þótt engir væru vegirnir, og heldur ekki brýr. Þeim var ekið yfir klof- djúp vötn, jökulsár og vaðla, eins og ekkert gæti drepiö á vél- inni eða fengið hjólin til að hætta að snúast. Og það merkilega skeði, að yfirleitt drapst ekki á velinni og hjólin snerust án af- láts allt á leiðarenda. Fyrstu erfiðisjálkar vegleysanna Bflategundirnar, sem hingaö fluttust fyrst hétu ýmsum nöfn- um. En brátt urðu það tegundirnar Ford og Chevrolet, sem nutu mestrar hylli, þótt Guðmundur Jónasson þeir hefðu kannski ekkert Dusenberg útlit. Þessir fyrstu erfiðisjálkjar vegaleysa virtust hafa hjöralið við hverja skrúfu, hálfhringslaup var kannski i stýrinu, girarnir voru ekki annað en stigaborðar, og stund- um þótti, upp á kr.gftinn betra að snúa þeim við i brekkurótum og aka þeim aftur á bak upp versta hallann. Mikil framför varð með tilkomu venjulegs gir- kassa, rafgeymis og þæginda eins og startara. Um það leyti voru einnig farnir að fæðast hér vegabútar og kannski komin einbrúeða tvær, þótt það verði að segjast að vegasamband komst á um allt ísland , nema við örætasveitina, á furðu skömmum tima, og þó var mest af vegum lagt á svörtustu krepputimum, sem yfir landið hafa fengið frá þvi i hallærum. Bfllinn knúði á um framfarir. Þetta kemur allt i hugann við að fletta nýrri bók um fyrstu öræfabflstjórana islenzku, sem Ólafur Auöunsson Hófsvaðs), Olfar Jacobsen, Páll Arason og Ásgeir Jónsson, sem segir frá ferð sem endaöi með aöstoð við björgun áhafnar Geysis. Þarna er m.a. frásögn Einars Magnússonar af fyrstu ferðinni I bfl yfir hálendið siðsumar 1930 I Ford árgerð 1925, fyrstu bilferð i Þórsmörk og ýmsum öðrum feröum, þegar lagðar voru slóöir um hálendið i fyrsta sinn. í þá sporaslóð fara nú margir á ári hverju á beztu tækjum, sem völ er á, og ólikt beysnari á að líta en gömlu bilarnir, sem gengu oft fyrir vatni og guðs- blessan að þvi er virtist. Það kemur fram af þessari bók, að bflferðir um hálendið hófust ekki að ráöi fyrr en i stríðslok, og þá auðvitað með til- komu tveggja drifa bfla, eins og jeppans, en það þurfti samt sem áður áræði og færni til að komast leiðar sinnar um veg- leysurnar. Ekki var þá öld liðin frá þvi að eimdi eftir af útilegu- mannraun, sem aöeins kjark- mönnum var áskapað að hafa ánægju af. Þær slóðir, sem þessir menn lögöu fara nú þúsundir erlendra túrista á sumri hverju til að horfa á auðnina og sandinn, sem Einar Benediktsson, sagði að dökknaði „undir Brjóstum hvitra svana.” Bilar eru auðvitað ekki nema hluti af öræfaferðum. Þó var eins og bilar i kringum 1930 heföu þá persónu, að þeir gætu jafnvel notið náttúrufegurðar, enda sáust þeir vart öðruvísi en á kafi I stargresi og punti, eins og þeir væru vaxnir upp úr jörðinni. Siðan hafa þessir eiginleikar horfið, einnig sú sér- kennilega lykt af smurolium og benzini, og finum leður- áklæðum, sem ætið fylgriu þeim. Ganghæfni þeirra var viðbrugðið og vélar þeirra urðu jafngamlar mönnum. Nú er kramið orðið há- þrýst og hálf vitlaust, og á til Ólafur Ketilsson Loftur Guðmundsson hefur tekið saman. í þessari bók segir frá hálendisferðum ýmiskonar. Ólafur Ketilsson á þátt i bókinni, þótt hann hafi lengst af ekiðausturi Laugardalinn og til baka. Þá verður Einar Magnússon, fyrrv. rektor, vart talinn til bilstjóra, þótt hann eigi kannski meira i þvi máli að farið var aö aka um öræfin en flestir aörir. Fullur sómi er að báöum þessum mönnum i hópi öræfabilstjóra, og um öku- mennsku Ólafs Ketilssonar ætti raunar að skrifa heila bók við tækifæri af einhverjum þeim, sem þekkir vel til bila og öku- manna, slikur samnefnari er hann fyrir alla þá, sem meö skóflu I hönd, járnkarl eða girðingarstaur að hjálpartækj- um, komust allra sinna feröa, jafnvel yfir rótlausar mýrar. Þráinn og þvermóðskan bættu upp það sem vantaði á hestöflin. Hinir i bókinni eru: Brandur Stefánsson i Vik, oft nefndur Vatna-Brandur, Ingimar Ingi- marsson, Guömundur Jónasson frá Völlum. Ólafur Auðunsson frá Dalseli, Bjarni Guðmundsson I Túni, Sæmund- ur ólafsson (sem segir sögur af Guömundi Jónassyni, höfundi bílstjórnarnir voru hetjur sins samtima, svona eins og flug- menn urðu nokkru slðar og poppstjörnurnar eru i dag með viðkomu i harmonikuleikurum, IbókmenntirI eftir Indriða G. Þorsteinsson VISIR I Þriöjudagur 18. nóvember 1975 cTVIenningamiál Þeim voru allir vegir f œrir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.