Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 12
Hvernig fer Fram og Valur? Tveir leikir fara fram i 1. deildar- keppninni i handknattleik i kvöld. Þá leika i Laugardalshöllinni Vikingur — Grótta og Valur — Fram. Vcrður þetta siöasti leikur Vikings fyrir átökin viö Gummersbach á laugardaginn og ættu leikmenn liðs- ins að öölast eitthvað af sjálfstraust- inu aftur sem þeir misstu i leiknum við Val á dögunum. Leikur Vals og Fram verður örugglega hörku-viður- eign. Eftir slaka byrjun hafa fram- arar sýnt miklar framfarir að und- anförnu og þcir verða valsmönnum ekki auðveld bráð, en þó að vals- menn scu óneitanlega sigurstrang- lcgri þá geta þeir engan veginn bók- að sigur fyrirfram i leiknum i kvöld. ★ Strákunum nœgir eitt stig — en „þeir gömlu" verða að vinna stórt Landslið englendinga, 23 ára og vngri, leikur landsleik við portúgali á leikvelli Crystal Palace, Selhurst Park, annað kvöld i Evrópukeppni landsliða og nægir enska liðinu jafn- tefli til að komast áfram i keppninni. Fyrri leik liöanna sem leikinn var i Lissabon lauk með sigri Englands 3:2. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á enska liðinu frá siðasta leik þess sein var við tékka og lauk með jafntefli 1:1. Peter Taylor Crystal Palacc sem kom inn á scm vara- maður i þeim leik og skoraöi jöfnun- armarkiö, verður nú i fyrstu upp- stillingu. Taylor cr miðvallarspilari og mun leika á miðjunni ásamt Tony Towers.JSunderland og Ray Wilkins, Chelsea sem er eini nýliöinn i liðinu. „Stóru” strákarnir verða lika i eldlinunni annað kvöld. Þeir lcika lika við portúgali og er leikur þeirra öllu erfiðari þvi að hann er á útivelli. Verða englendingar að sigra i þeim leik til að eiga möguleika á aö kom- ast áfram i keppninni og helst með nokkurra marka mun. Ef það tekst ekki verða þeir að treysta á að Kýpur vinni áékka sem standa best að vigi i riðlinum. —BB ★ Óvœnt tap slava í handbolta Júgóslavneska handknattleiksliðið Red Star, Belgrad tapaði mjög óvænt fyrir svissneska liðinu BSV Bcrn 21:19 (13:8) i fyrri leik liöanna i Evrópubikarkeppninni i handknatt- leiksem leikinn var i Sviss um hclg- ina. En þrátt fyrir þessi óvæntu úrslit cr talið mjög óliklegt að svissneska liöið komist áfram i keppninni og þessi tvö mörk dúgi skammt i sið- ari leiknum i Júgóslaviu eftir hálfan mánuð. —BB Þriðjudagur 18. nóvember 1975 VISIR VISIR Þriöjudagur 18. nóvember 1975 Kftir miftnætti á heimili Bob þjálfara Kg næ i þig klukkan átta 6g skal vera y. stundvis. Veistu hvaö klukkan er Tommy? Kg á at hafa eftirlit meö \ þór vOistu Én Þess vegna var óg settur hingaö — svo þ gætir njósnaö um Ég verö hér Tommy.... J** yj Paö hangir engmn ylir mór eins og gömul hæna ÉG KH KAKINN!! Vill ekki leik við GUMMERSBACH Landsliðsþjálfarinn og einvald- ur handknattleiksliðsins, Viðar Símonarson, hefur afþakkað boð Vikings um að landsliðið leiki við vestur-þýsku meistarana Gummersbach á sunnudaginn. VikingurogGummersbachleika i Laugardalshöllinni á laugar- daginn i Evrópukeppni mcistara- liða og fengust þjóðverjarnir til að leika hér einn" aukaleik. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða lið leikur við Gum mersbach, cn talið cr að það verði FH eða Valur. Verður að telja þessa ákvörðun Viðars all-furðulega, þvi að landsleikurinn við Luxemborg i Olympiukeppninni verður hér annan sunnudag og þarna virðist gefast kærkomið tækifæri til að reyna landsliðið fyrir þau átök — jafnvel þó að „útlendingaher- sveitina” frá Þýskalandi vanti. Þar sem Viðar Simonarson var ekki væntanlegur tii landsins fyrr en i kvöld úr Noregsferðinni með FH, snerum við okkur til Sigurðar Jónssonar, formanns HSÍ, _og spurðum hann, hvaðhonum fynd- ist um þessa ákvörðun Viðars. „Ég held að megin-ástæðan hjá Viðari að þiggja ekki boð Vikings er að landsliðið hefur litið getað æft saman að undanförnu, strák- arnir sem leika i Þýskalandi geta ekki komið og auk þess yrði það ekki góð auglýsing ef liðið fengi skell. Það er ekki heppilegt að byrja að leika gegn svo sterku liði sem Gummersbach er, þvi að það gæti skert sjálfstraustið hjá is- lensku piltunum. — Annars ræður Viðar þessu algerlega sjálfur, við treystum honum fullkomlega.” Svo mörg voru þau orð. Um áramótin i fyrra vildu banda- rikjamenn koma hingað með sitt karlalandslið og leika hér tvo leiki sem æfingu fyrir lið sitt fyrir undankeppni Olympiuleikanna, en þá afþökkuðu stjórnarmenn HSI og að eigin sögn, vegna þess að lið bandarikjamanna var dcki nægilega sterkt fyrir islenska lið- ið! Hvað verður það næst? Þegar erlend landslið koma hingað til keppni er alltaf bent á að útlendingarnir hafi allt að þvi helmingi fleiri landsleiki að baki en þeir íslensku og reynsluleysi kennt um þegar illa gengur. Þá er jafnan sagt að við þyrftum að fá fleiri leiki fyrir okkar menn. Kannski þetta sé ástæðan fyrir þvi að „landsliðiö” þorir ekki að leika við Gummersbach. Þetta er þýskur handknattleikur þegar mest geng- ur á, og það er ekkert smáræði fyrir „litla stráka” að lenda I þessu. Það vita allir sem fylgjast með íþróttum, að hinar stóru íþróttastjörnur úti í heimi græða mikla peninga á afrekum sínum og nafni. Mörg blöð hafa reynt að geta upp á tekjum þessa f ólks, en of tast komið að lok- uðum dyrum. Bandaríska blaðið Washington Post fór á stúfana f yrir nokkru og gat graf ið upp ýmsar tölur, en fékk lítið af þeim staðfest þegar til kom. Hér birt- um við smáúrdrátt úr þessari grein, og eru þarna tek- in út nöfn, sem eru f lestum íslenskum íþróttaunnend- um kunn af fréttum á undanförnum árum: „Gentleman” Jim Corbett, sem vann heimsmeistaratitilinn i þungavigt af John Sullivan þ. 7. sept. 1892, var fyrsti iþróttamað- urinn til að þiggja greiðslu fyrir iþrótt sina. Fyrir leikinn fékk hann um 45.000 dollara, eða rúm- ar 74 milljónir isl. króna, sam- kvæmt núverandi gengi. Corbett hefði liklega orðið undrandi, e( hann vissi. að i dag fær hnefa- leikamaður 830 milljónir króna fyrir átta lotu leik! Leikur þeirra Mohammed Ali og George Foreman stóð 24 min- útur og 830 milljónir islenskra króna fengu þeir hvor um sig. Ef til vill verður það einhver oliufurstinn, sem fjármagnar næsta leik, er verður þá haldinn i' Kuwait eða Dainaskus. Þeir voru og eru tilbúnir að greina milljón- ir, til að afla landi sinu góðs álits i iþróttaheiminum. Hnefaleikar eru orðnir fjár- málabrask. Mohammed Ali einn er métinn á um 2090 milljónir isl. króna. Floyd Patterson. fyrrum heimsmeistari, fékk i allt 4180 milljónir fyrir leiki sina. Jack Dempsey græddi 2280 milljónir á „hinni göfugu sjálfs- varnarlist” og þeim peningum tókst honum að halda. En Joe Louis var ekki eins heppinn. Hann yfirgaf hnefa- leikahringinn með um 1140 milljónir — en er nú staurblank- ur. Keypti sér teppi úr 1500 refaskinnum Golfleikurum gengur fjársöfn- unin auðveldar. Þeir „slá” án þess að verða sjálfir „slegnir”. Árstekjur þeirra Jack Nicklaus, Arnolds Palmer, Johnny Miller og Lee Trevind og fleiri nema um 85 milljónum á ári. Og ef talin eru með flugfargjöld, ókeypis dvöl á lúxushótelum, auglýsingatekjur og annað, mundu tekjurnar hækka upp i um 228 milljónir á mann. Ekki eru körfuboltaleikarai heldur á hvinandi kúpunni. Hin 2,15 metra háa bandariska körfu- boltastjarna. Wilt Chamberlain græðir yfir 76 milljónir króna á hverju leikári, og eru þeir pening- ar greiddir af liði hans i Los Angeles. En það sem hann hefur upp úr auglýsingum og fleiru, er vist tvöfalt meira. Og Wilt kemur peningunum i lóg. Nýlega keypti hann t.d. sængurteppi frá Alaska, sem var 16 fermetrar að stærð og saumað úr 1500 refaskinnum.... En veltan er einnig mikil i knattspyrnuheiminum. Næst á eftir hnefaleikurh er gróðavonin mest þar. Knattspyrnustjarnan Franz Beckenbauer hefur um 380 milljónir i árslaun hjá félagi sinu Bayern Munchen auk annarra tekna s.s. sigurverðlauna og prósenta af aðgöngumiðaverði. Og Beckenbauer græðir yfir 380 milljónir á auglýsingum o.fl. Beckenbauer „fátækling- ur"í samanburöi við Pele En Beckenbauer er „fátækling- ur” i samanburði við knatt- spyrnusnillinginn Pele frá Brasiliu. Áður en hann fór til Bandarikjanna i sumar hafði Pele um 760 milljónir i árslaun —■ að helmingi frá liði sinu, FC Santos, og hins vegar af auglýs- ingum og öðru. Aætlað er að Pele eigi um 5700 milljónir króna, sem hann hefur safnað á 18 ára ferli sinum og nú bætir hann enn við i USA. En kappakstur er einnig mjög ábatasöm iþrótt og einn hæst- launaði ökumaður Evrópu var skotinn Jackie Stewart, áður en hann dró sig i hlé, Hann haföi stundum allt að 266 milljónir króna i árslaun. En fyrir leik i auglýsingum fyrir bensini, oliu, bildekkjum, augnlinsum, siga- rettum, og pipum, væri of litið að áætla tekjur hans um 152 milljónir á ári. Hjólreiðakappinn Eddy Merckx frá Belgiu er einnig hátekjumað- Það er þvi erfitt að skilja afstöðu Viðars i þessu máli. Það er vitað að landsliö verður ekki byggt upp á viku og best væri að horfast strax i augu við staðreyndirnar, þvi að varla gefst betra tækifæri. til að sjá, hvar landslið okkar stendur. —BB Mikil viðskipti eiga sér stað i iþróttaheiminum. Verðlag fer hækk- andi og mörg stórfyrirtæki festa miklar upphæðir i efnilegum tennisleikurum, kappakstursmönnum og knattspyrnumönnum. ur og græðir um 76 milljónir á ári. ítölsku hjólaverksmiðjurnar Molteni greiða honum um 19 milljónir krónur á ári en afgang- urinn eru svo „starttaxtar”, sem geta verið á milli 5,7 og 7,6 milljónir i hverri keppni. Eddy græddi nýlega um 38 milljónir á hjólreiðakeppni i Iljólreiðakappinn Eddy Merckx var óánægður með 38 milljónir sem hann fékk fyrir þátttöku i einni keppni. Sviss. og álika upphæð á auglýs- ingum o.fl. i sambandi við hana. Keppnin stóð i átta daga, og var Merckx mjög óánægður með tekjur sinar, og hótaði að taka aldrei aftur þátt i þessari keppni. Hefur 38 milljónir fyrir að „hotta" á hestinn.... I veðreiðum eru nokkrar vel- launaðar stjörnur á heimsmæli- kvarða. Breski knapinn Lester Piggott hefur 38 milljónir upp úr hverri keppni, hvort sem hann sigrar eða ekki. Árstekjur hans eru áætlaðar vera um 380 milljón- ir — og hann er talinn eiga um 7600 milljónir. Rúmenski tennisleikari Uie Nastase græddi um 400 milljónir á sl. ári og hafa sjálfsagt ekki margir „austan-tjaldsiþrótta- menn” aðrar eins tekjur. Sviinn ungi Björn Borg er ekki langt á eftir honum. En hann var með um 380 milljónir og flúði land út af sköttum. Konum gengur einnig vel i tennisiþróttinni. Bandariska tenniskonan Billie Jean King græddi t.d. 350 milljónir á siðasta ári fyrir leik sinn og önnur tennis- kona, Chris Evert, græddi um 300 milljónir á siðasta ári. Ekki skortir heldur milljóna- mæringana innan skiðaiþróttar- innar. Eftir keppnina sem haldin var i Bandarikjunum árið 1973 sneri sigurvegarinn, Hugo Nindl frá Austurriki, heim með um 190 milljónir upp á vasann. Og hann græddi þrefalt meira á auglýsing- um. En i frjálsiþróttum er ekki jafn feitan gölt að flá og I öðrum „stór- greinum”. Hlauparinn Ben Jipcho frá Kenýa hafði einna mest upp úr krafsinu i fyrra — rúmar 29 milljónir — og það finnst honum allt of litið. „Eldfjallið frá islandi” kalla sænsku blöðin Jón Hjaltalin Magnússon, sem hefur áttmarga mjög góða.leiki með Lugi aðundanförnu. Trevino kunni vel við lœtin Mörg hundruð mexikanar eltu uppáhaldið sitt —1 Leé Trevino — siðasta daginn i opna mexikanska meistaramótinu i golfi, scm lauk á sunnudaginn i „Hacienda” golf- vellinum i Mexikó City. Trevino, sem er mexikani að uppruna, en fæddur i Bandarikj- unum, hafði eitt högg i forustu á kennarann á vellinum, Ernesto I’erez Acosta, þegar einn hringur var eftir. Trevino tókst að halda þessu eina höggi, en báðir léku þeirhringinn—18holurnar — á 69 höggum, eöa tveim undir pari vallarins. Mexikönsku áhorfendurnir voru ekkert að liugsa um að hafa hljóðá meöan á keppninni stóð — öskruðu og köstuðu höttum i allar áttir ef einhver gerði vel. Kunni Trevino vel að meta þetta, en sama var ekki hægt að segja um marga aðra keppendur. Sá frægi Tom Weiskopf fór allur úr sam- bandi við lætin — hætti að geta „púttað” og endaði með siðustu m önnum. Trevino l.'k 72 holurnar á 275 höggum samtals -niu undir pari. Acosta lék á 276, en siðan komu bandarikjamennirnir Lee Elder á 280 höggurn og Chuck Courtney og Lon Hinklc á 281 höggi. Landsliðseinvaidurinn Viðar Símonarson vill ekki láta landsliðið leika við þýsku meistarana. — „Þeir eru of sterkir", segir Sigurður Jónsson formaður HSI JÓN GERIR ÞAÐ GOn HJÁ LUGI Er fyrsti maður sem sœnski landsliðsþjálfarinn velur í lið Lugi en hér heima virðist hann vera grafinn og gleymdur þegar um landsliðið er að rœða í öllum fréttunum af islendingunum, sem standa sig svo vel i iþróttum á erlendri grund, hefur litið farið fyrir fréttum af Jóni Hjaltalin Magnússyni, sem leikur með sænska 1. deildarliðinu Lugi i handknattleik. Hann og félag hans hefur þó staðið sig vel i 1. deildinni til þessa — er nú i þriðja sæti eftir fimm umferðir — með 6 stig — tveim stigum á eftir Heim og Guif, sem eru i efstu sætunum. Lugi lék við nýliðana i deild- inni, Malmberget-liðið sem Ingólfur Oskarsson lék með á sinum tima i 2. deildinni sænsku — á laugardaginn, og sigraði Lugi i þeim leik með 31 marki gegn 16. Jón stóð sig mjög vel i þeim leik, að sögn sænsku blaðanna, skoraði að visu ekki nema þrjú mörk enátti margar linusending- ar og „fiskaði” viti, sem gáfu mörk. 1 liði Lugi eru margar stór- skyttur og skipta þær þvi bróður- lega á milli sin að skora i leikjun- um. Þjálfari Lugi er landshðsþjálf- ari Svia, Bertil Andersen, og hefur það komið fram i viðtali við hann i sænsku blöðunum, að Jón Hjaltalin sé einn mikilvægasti leikmaður Lugi, og telur hann Jón vera einn af bestu mönnum liðs- ins i ár. Væri ekki úr vegi fyrir lands- liðsþjálfarann okkar, Viðar Simonarson, að hafa samband við þennan kollega sinn i Sviþjóð og fá nánari upplýsingar um Jón, en það virðist vera eins og hann sé grafinn og gleymdur þegar um val á landsliði tslands i hand- knattleik er að ræða. —klp— írarnir voru sektaðir Evrópuknattspyrnusambandiö UEFA hafnaði i gær beiðni tyrkja um að landsleik þeirra við irska lýð- veldiö i Evrópukeppni landsliða skyldi leikinn upp aftur. Byggðu tyrkir kröfur sinar á þvi að á meöan á leiknum stóð hefðu áhorfendur kastaö að leikmönnum þeirra aUs konar drasli. Hefði það sett þeirra leikmenn út af laginu, enda hafi orð- ið aö stöðva leikinn tvivegis af þess- um sökum. trar sigruöu i þessum umrædda leik sem leikinn var i Dublin 4:0. irska knattspyrnusambandið var liins vcgar dæmt i 900 sterlingspunda sekt vegna óláta áhorfendanna og auk þess voru tveir leikmenn, sem visað var af leikvelli i þessum fræga leik, dæmdir i þriggja landsleikja bann. Mick Martin, irlandi og Eratli Alpaslan, Tyrklandi. _BB ★ Sextón dœmdir í bann Ekki voru irar þeir einu sem fengu dóm hjá UEFA i gær. Tvö önnur knattspyrnusambönd voru dæmd i fjársektir vegna óláta á landsleikj- um. Spánska knattspyrnusambandið vegna óláta áhorfcnda i landsleik Spánar og Danmerkur i Barcelona og júgóslavneska knattspyrnusam- bandið vegna þess að skotið var flug- eldum að sænska landsliöinu i Zagreb. Auk þess voru þrettán félög dæmd i sektir vegna óláta áhorfenda á Evrópuleikjunum i haust, og hlaut Benfica frá Portúgal þyngstan dóm- inn, — vcrður að greiða 1100 sterl- ingspund vegna óláta áhorfenda og þjálfara liðsins i leik við Ujpest Dezsa frá Ungvcrjalandi i Evrópu- keppni meistaraliða. Þá voru sextán leikmenn dænulir i einstil þriggja leikja keppuisbann og ótti DundceUtd., mótherjar Keflvík- inga i UEFA keppniuni þar tvo leik- menn. George Flemings sem fékk þrjá leiki og Andv Rolland sem fékk einn leik. —BB ★ Breitner hœtti líka! \ú hefur enn einn leikmaður úr heimsmeistaraliði vestur-þjóðverja i knattspvrnu gefið út þá yfirlýsingu að hann muni aldrei frantar leika með landsliöinu. Þessa yfirlýsingu hafði þýskt blað eftir Paul Breitner seni nú leikur með spánska liðinu Real Madrid. Nokkrum dögum áður hafði Gunter Netzer — sem einnig leikur með Real Madrid — gefið út samskonar yfirlýsingu, eftir að hann var ekki vaiinn i iandsliðið sem á að leika við búlgari i Evrópukeppni landsliða. Fljótlega eftir heimsmeistara- keppnina i fyrrasumar lýstu tveir leikmenn þvi yfir að þeir myndu ekki leika framar með landsliðinu. þeir Gerd Muller og Wolfgang Overath og eru þvi leikmennirnir orðnir fjórir úr 11M liðinu sein ekki gefa kost á sér i landsliðiö. —BB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.