Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 17
VISIR Þriðjudagur 18. nóvember 1975 17 )AG í DAG | í KVÖLD | í DAG | Framleiðir eldsneyti ó bílinn úr húsdýraóburði Bate og billinn hans nefnist einn dagskrárliða sjónvarpsins i kvöld. Þar segir frá rosknum Englendingi, sem i sl. 17 ár hefur unnið að þvi að framleiða metan-gas úr hænsnaskit, svinasaur og hálmi. Gasið notar hann Útvarp kl. 20.50: Tómstundir unglinga Staða unglinga í þjóðfélaginu Kristján Guðmundsson, menntaskólakennari, er með þátt sinn, Að skoða og skil- greina, i útvarpinu i kvöld. 1 þættinum fjallar hann um ung- linga almennt, m.a. um sumar- vinnu þeirra og hvernig ung- lingar verja tómstundum sin- um. Hann leitar svara við þvi, hver staða unglinga er i þjóð- félaginu og hvernig þeir hafa þróast frá okkar gamla bænda- þjóðfélagi, þar sem fjölskyldan var framleiðslueining, i það að verða að segja má vandamál. Hann ræðir við þrjá unglinga úr gagnfræðaskóla almennt um tómstundir unglinga. Hvort um sé að ræða þau vandamál, sem rætt er um manna á meðal. Hvernig þeir eyði tómstundum sinum, um drykkjusiði unglinga o.fl., og hvort hegðunarmynstur þeirra sé ekki i raun og veru sniðið eftir þeim fullorðnu. Að lokum ræðir hann við Hin- rik Bjarnason, æskulýðsfull- trúa, um þessi mál Þátturinn hefst kl. 20:50. -VS- Sjónvarp kl. 21.35: „Ekki er sopið kólið..." Það eru þrir þættir um ástina i sjónvarpinu i kvöld, eins og undanfarin þriðjudagskvöld. Hefst sá fyrsti kl. 21:35. Fyrsti þátturinn heitir: Ástin og Las Vegas. Þar er fjallað um kennara, sem fer á ráðstefnu i Las Vegas. Hann ætlar að nota tækifærið og gifta sig i leiðinni. En þar er sama fljótaskriftin á hlutunum og með hjónaskilnaði, ogmargt fer þvi öðruvisi en ætl- að er. Sá næsti heitir: Astin og hjúskaparráðgjafinn. Tveir félagar eru búnir að reka saman fyrirtæki i 25 ár þegar upp úr slitnar vegna missættis. Frændi annars þeirra er húskaparráðgjafi og ákveða þeir félagar að leita ráða hans. Hann hlýtur að geta ráðið fram úr þessu á sama hátt eða hvað? Þriðju þátturinn heitir: Ástin og hjálpfýsin. Maður nokkur er að fara á grimuball, þegar nágranni hans, kona, leitar hjálpar hans. Kona þessi á afar-skapstyggan mann og afbrýðisaman að auki. Þetta verður þvi allt saman ein hrakfallakeðja fyrir aumingja manninn. — VS. til að knýja áfram bilinn sinn. Hann segist fá með þvi betri vinnslu og án allrar mengunar. Hvernig þetta má gerast fáum við að sjá i kvöld kl. 22:15. Sjónvarp kl. 22.15: SJÚNVARP • Þriðjudagur 18. nóvember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Um- sjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.35 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. IÍTVARP • Þriðjudagur 18. nóvember 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Vettvangur. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 1 sjö- unda þætti er fjallað um skólalýðræði. 15.00 Miðdegistónleikar: ís- lensk tónlist.a. „Endurskin úr norðri” eftir Jón Leifs. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. b. Sónata fyrir fiðlu og pianó eftir Hallgrim Helgason. Þorvaldur Stein- grimsson og höfundur leika. c. Lög eftir Sigfús Halldórs- son. Guðmundur Guðjóns- son syngur við undirleik höfundar. d. Sex islesk þjóð- lög í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar. Ingvar Jónasson leikur á lágfiðlu og Guðrún Kristinsdóttir á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- ieikar. 16.40 Litli barnatfm inn. 17.00 Lagið mitt. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku. 22.15 Bate og billinn hans. Roskinn maður i Englandi framleiðir metan-gas úr húsdýraáburði og notar það i bifreið sinni i stað bensins. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Utan úr heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Sonja Diego. 23.00 Dagskrárlok. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Skáldið i Strandgötunni. Eirikur Sigurðsson talar um Davið Þorvaldsson. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kvnnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 „Misa Criola” eftir Ariel Ramirez. Kammerkór og hljómsveit finnska útvarps- ins flytja, Harald Andersén stjórnar. (Hljóðritun frá finnska útvarpinu). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (15). 22.40 Harmonjkulög. örvar Kristjánsson og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi. Af Heklu- tindi á Skálholtshlað. — Úr dagbókum James Wright i Islandsleiðangri Stanleys árið 1789. Nigel Watson les. — Sfðari hluti. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. — Og hvers vegna haídið þér að Axel litli hafi tekið eplin yðar, ef ég mætti spyrja?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.