Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 18.11.1975, Blaðsíða 24
VÍSIR Þriöjudagur 18. nóvember 1975 Nú óttast Norðmenn erlendu togarana „Útfærsla islensku landhelg- innar i 200 miiur mun hafa al- varlegar afleiðingar i för með sér fyrir neta- og linufiskveiðar i Noregi. Ég óttast „innrás” breskra, franskra, pólskra, vestur-þýskra og portúgalskra togara á miðin við landið”, seg- ir Knut Hoem, forstjóri Sam- bands norskra fiskverkenda. Hann segir að þegar islend- ingar færðu út i 50 mflur hafi Knut lioem vill að Norðmenn færieinhiiða úti 50 milur. óttast ásókn erlendra togara. það þegar haft þau áhrif að erlendum togurum fjölgaði mjög við Norður-Noreg. Hann telur að það eina sem Norðmenn geti gert sé að færa einhliða út i 50 mflur. Stjórn Norges Fiskarlag hélt fund um helgina þar sem rædd voru þau vandamál sem kunna að verða á norskum veiðisvæð- um eftir útfærsluna i 200 milur við Island. Orkustofnun: Kröfluholurnar verða tilbúnar haustið 1976 i sjónvarpsþættinum Kast- ■ Ijósi sl. föstudagskvöld var haft eftir Orkustofnun að borholur I við Kröflu yrðu ekki tilbúnar haustið 1976 þegar Kröflunefnd ráðgerir að rafstöðin geti hafið framleiðslu á rafmagni. r Nú hefur Orkustofnun sent frá sér yfirlýsingu vegna þessara ummæla og segir þar m.a.: ,,Af þessu tilefni tekur Orku- stofnun fram að hún hefur ekki lálið i Ijós þetta álit og það er þvi ranglega eftir henni haft”. EKG I VR segir upp ! samningum g Á félagsfundi Verslunar- | mannafélags Revkjavikur á sunnudag var einróma samþykkt m að segja upp gildandi kjarasamn- ijj ingum félagsins fyrir 1. desem- i her, þannig að þeir falli úr gildi | 31. desember næstkomandi. Þá var skorað á stjórn og | samninganefnd félagsins að I ganga ekki að nýjum samningum 1 án þess að reglugerð um Lifeyris- I sjóð verslunarmanna verði breytt i samræmi við ályktun 10. þings I UV. VILJA TVOFOLDUN AFNOTA- GJALDA SÍMA og nota peningana til að jafna aðstöðu- mun dreifbýlis- og höfuðborgarsvœðisins Með þvi að tvöfalda afnotagjöld sima, mætti jafna þann mikla aðstöðumun sem er á milli landsbyggðarinn- ar og höfuðborgar- svæðisms i verðlags- málum simaþjónust- unnar. Þetta segir m.a. i ályktun Fjórðungsþings Norðlendinga, sem haldið var i byrjun september. F'jórðungsþingið telur gjald- flokkaskiptingu simakerfisins óréttláta. Það bendir á, að fyrir- tæki sem hringi mikið frá Akur- eyri til Reykjavikur, þurfi að greiða tiu sinnum meira fyrir simaafnotin, heldur en fyrirtæki sem hringi jafn-mikið innan Reykjavikursvæðisins. Á það er hins vegarekkiminnst.aðaðili i Reykjavik, sem hringir jafn-mikið til Akureyrar, þarf að greiða talsvert meira en Akureyringurinn, vegna færri skrefa sem hann fær fyrir af- notagjald sitt. Fjórðungsþingið bendir á, að þótt 61 prósent simnotenda séu á Reykjavikursvæðinu, greiði þeir ekki nema 44 prósent skrefagjalda. Engin timatak- mörk eru á simtölum innan Reykjavikursvæðisins. Fjórðungsþingið bendir á, að skrefagjöld hafi fylgt verð- lagsþróun, en afnotagjöld hafi ekki gert það. Með þvi að hækka afnotagjöldin, t.d. til samræmis við hækkun byggingavisitölu, mætti fá það mikla hækkun, að slétta mætti út marga hæstu gjaldflokkana. Þingið bendir á, að auðvitað sé réttlátast að jafn-dýrt sé að hringja hvar sem er á landinu, til hvaða staðar sem er. En til að slikt sé fram- kvæmanlegt, þurfi að greiða fyrir tima simanotkunar, til að komast hjá of miklu álagi á simakerfið. Með þessu fyrirkomulagi mundi simnotandinn á Akureyri spara sér allt að 97 prósent simakostnaðar — á kostnað simnotenda i Reykjavik, að sjálfsögðu. —óH Þetta sögðu bresku blöðin í morgun... Flest bresku blaðanna birtu I morgun forystugreinar um landhelgismálið. The Financial Timcs segir að nú sé nýtt þorskastrið fram- undan. Slikt strið yrði óþægilegt fyrir alla þá sem tækju beinan þátt i þvi þótt átök yrðu ekki mikil. Floti islensku eftirlits- skipanna sé smár og það sé stórt hafsvæði sem hann þurfi að fylgjast með. Það yrði dýrt og gæti haft í för með sér nýjar „Komu með fulla körf u af tilboðum" Talið er að breska rikisstjórn- in komi sainan til fundar í dag til að hlýða á skýrslu Roy Hatt- ersleys um samningaviðræð- urnar i Reykjávik. — i Reuters- frétt i morgun segir að bretar séú nú að búa sig undir nýtt þorskastríð. Breski flotinn sé til- búinn til að vernda togaraflot- ann. Þá var sagt að þremur drátt- arbátum hafi verið fyrirskipað að hefja æfingar á Norðursjó og að bresk flotadeild sé tilbúin til „verndar-starfa” á Islandsmið- um. — Við komuna til Lundúna i gær sagði Roy Hattersley að bretar hefðu boðið fram „körfu- fylli” af tilboðum i viðræðum sinum við islendinga, en þeir hafi ekki tekið undir þau. Þessi mynd var tekin af Hattersley við brottför frá Reykjavik i gær, og auðvitað hafði hann Visi með sér i flugvélina. hótanir Islendinga um brottför út Atlantshafsbandalaginu. Blaðið segir að það geti orðið óþægilegt fyrir breta að taka þátt i sliku striði. Að lokum verði þó báðir aðilar að setjast aftur að samningaborðinu og líta á staðreyndir málsins á ný. Blaðið lýsti nokkurri samúð með málstað islendinga vegna þess hve þjóðin sé háð fiskveið- um. Þessarar samúðarhafi ekki alltaf gætt i afstöðu breta til málsins. Daily Express segir að þessi úrslit samningaviðræðnanna sé slæmt áfall. Islendingar muni gera allt hvað þeir geti til að standa á kröfu sinni um 200 milna landhelgi. Breskir tog- aramenn séu þó i fullum rétti að veiða á hefðbundnum veiði- svæðum, eins og Alþjóðadóm- stóllinn hafi staðfest. islending- ar skuli vita það að bretar séu tilbúnir til samninga hvenær sem er, en þeir muni einnig halda áfram veiðum þar til tek- ist hafa .sanngjarnir samning- ar. The Times segir meðal annars að það sé rétt og satt að afstaða þjóða heims hafi snúist meira til stuðnings við 200 milna regluna. Á Hafréttarráðstefn- unni á næsta ári geti farið svo, að hún verði samþykkt. Verði svo verði réttur islendinga al- gjör til að krefjast þess að sú markalina verði virt, sem landið hafi nú dregið án iaga- legs réttar. Það þýði þó ekki, að islendingar geti, fremur en aðr- ar þjóðir, látið sig einu gilda af- stöðu og hagsmuni viðskipta- þjóða. Forsetinn heiðursdoktor við hóskóiann í Leningrad Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, verður gerður að heiðursdoktor við háskólann i Leningrad i dag. Athöfnin fer fram að Bessa- stöðum, rússneski sendiherr- ann afhendir forsetanum skjalið og móttaka verður fyr- irnokkra islendinga og starfs- menn rússneska sendiráðsins. —EB Þessum bíl var stolið Bifreiðinni R-6293, sem er sjálfskiptur Rambler Rebel ár- gerð 1969, var stolið frá Stiga- hlið 6 aðfaranótt mánudags, sennilega milli klukkan eitt og tvö. Bifreiðin er hvit að lit með blárri klæðningu að innan. Rautt teppi var i framsætinu. Ofan á hægra frambretti má greina smáan ryðblett. Örf áir bilar eru til hér af þess- ari gerð og leikur grunur á að honum hafi verið stolið til niður- rifs. Þeir sem kunna að hafa orðið varir við bifreiðina siðan að- faranótt mánudags eru þeðnir að láta rannsóknarlögregluna vita.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.