Vísir - 28.11.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 28.11.1975, Blaðsíða 17
VISIR Föstudagur 28. nóvember 1975. 17 □AG í DAG | I KVÖLD | í DAG [ Sjónvarp kl. 20.40: Ölvun í 90% tilvika! Landhelgismálið og baráttan gegn áfengismálinu í Kastljósi Landhelgismálið cr að sjálf- sögðu aðaiefnið i Kastljósi i kvöld. Umsjónarmaður Kast- ljóss að þessu sinni er Svala Thorlacius, en henni til aðstoðar eru Helgi Jónsson og Árni John- sen. Þau Helgi og Svala hafa feng- ið Einar Ágústsson, Gunnar Thoroddsen og Lúðviks Jóseps- son og Pétur Guðjónsson annars vegar til þess að fjalla um land- helgismálið. Þeir Lúðvik og Pétur eru til- nefndir af samstarfsnefndinni um verndun landhelginnar til þess að koma fram i þessum þætti. Þá verður tekin fyrir hin árangurslitla barátta bindindis- féiaga gegn áfengisbölinu. Brugðið verður upp svipmynd frá stúkufundi, en það er Arni Johnsen sem sér um þetta mál. Rætt verður við Bjarka Elias- son yfirlögregluþjón, og þar kemur m.a. fram af þeim mál- um sem lögreglan hefur afskipti af er ölvun þeim samfara i 90% tilfella. Einnig verður rætt við Ólaf Hauk Árnason áfengisvarnar- ráðunaut og að siðustu spjalla saman i sjónvarpssal, þeir örn Clausen og Halldór á Kirkjubóli. —EA Utvarp kl. 20.00: Tónleikar Sinfóníu hljómsveitarinnar Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar eru á dagskrá í útvarpinu í kvöld, en það eru þeir tónleikar sem f luttir voru í Háskólabió kvöldið áður. Stjórnandi er Bohdan Wodiczko, en sjálfsagt hafa menn séð brot úr pólskri mynd sem sýnd var í Vöku í vikunni, þar sem hann stjórnaði af miklum krafti. Einleikari með Sin- fóniuhl jómsveitinni er Rut Ingólfsdóttir. Fyrst á efnisskránni er for- leikur eftir Moniusco, þvi næst „skosk fantasia” eftir Bruch og loks sinfónia nr. 10 eftir Sjosta- kovitsj. Kynnir er Jón Múli Árnason. —EA Bohdan Wodiczko stjórnar Sin- fóniuhljómsveitinni i kvöld. Útvarp kl. 22.15: Meira um „Haustskip Sagnfrœðingur og skáld segja álit sitt á bókinni_ ## Gylfi Gröndal sér um þáttinn „Pvöl” i útvarpinu. i kvöld spjallar hann við Björn Th. Björns- son um „Haust- skip”. Ljósm: Jim. ,,Dvöl'', þáttur um bókmenntir er á dagskrá útvarpsins í kvöld. Umsjónar- maður er Gylfi Gröndal. Það hef ur verið f jallað mikið um bók- ina ,,Haustskip" eftir Björn Th. Björns- son upp á síðkastið, enda gefur bókin vel tilefni til þess. Við heyrum meira um þessa bók i þættinum, en þar ræðir Gylfi við höfundinn um uppbyggingu bókarinnar, málfarið og ýmislegt fleira. Þvi- næst verður rætt við Bergstein Jónsson sagnfræðing og Hannes Pétursson skáld um bók- ina, og segja þeir álit sitt á henni. „Það er nokkuð siðan þessi þáttur var tekinn upp”, sagði Gylfi, og „við vissum ekki þá, að bók- in yrði svona mikið á dagskrá þessa dagana. En þessi bók er mjög góð og merkileg, enda fær hún góða dóma.” —EA Þú getur hætt að hlæja mln vegna, Láki,— Ég er ekkert móðgunargjarn! IITVARP 14.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan „Fingramál” eftir Joanne Greenberg. Bryndis Vig- lundsdóttir les þýðingu sina (9). 15.00 MiðdegistónleikarErling Blöndal Bengtsson og Kjell Bækkelund leika Sónötu fyrir selló og pianó i a-moll eftir Edvard Grieg. Per-Olof Gillblad og Filharmomusveitin i Stokk- hólmi leika óbókonsert eftir Johan Helmich Roman, Ulf Björlin stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Otvarpssaga barnanna: „Drengurinn i gullbuxun- um” eftir Max Lundgren Olga Guðrún Árnadóttir les þýðingu sina (6). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt málGuðni Kol- beinsson kennari flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Frá tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar tslands i Há- skólabiói kvöldið áður. Stjórnandi Bohdan Wo- diczko. Einleikari: Rut Ingólfsdóttir. a. Forleikur eftir Moniusco b. „Skosk fantasia” eftir Bruch. c. Sinfónia nr. 10 eftir Sjosta- kovitsj. — Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn 0. Stephensen leikari les (21). ■ 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Dvöl Þáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJONVARP FÖSTUDAGUR 28. nóvember 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.40 Kammersveit Reykja- vikurleikatvo þætti úr Okt- ett eftir Schubert. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 22.00 Thérese Pesqueyroux. Frönsk biómynd frá árinu 1962 byggð á sögu eftir Francois Mauriac. Leik- stjóri er Georges Franju, en aðalhlutverk leika Emmanuele Riva og Philippe Noiret. Thérese er bóndakona. Henni liður illa i sveitinni, og i örvæntingu sinni gefur hún manni sin- um eitur. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.40 Pagskrárlok. il'ÍÍIf.vJIliJI KENNSLA | HREINGERNINGAR | TAPAD —FUNDID Hvertætlarðu aðhnngja... Hvert ætlarðu að hringja þegar stiflast, eða dripp-dropp úr eld- húskrananum heldur fyrir þér vöku? Þjón- ustuauglýsingar Visis segja þér það — og margt fleira. TIL SÖLU \mm:mwmuumvM\uw. KENNSLA Smurbrauðstofan Njölsgötu 49 — .Simi 15105

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.