Vísir - 29.12.1975, Page 12
12
X '"""■.....
r
Mánudagur 29. desember 1975.
VISIR
j
Jóhannes aldrei leikið betur
— sagði fréttamaður BBC um leik Jóhannesar Eðvaldssonar ó laugardaginn
„Fótbolti er ekki bara tómur
sviti og púl, það sýndi islending-
urinn Jóhannes Eðvaldsson á
Parkhead á laugardaginn”, sagði
þulur BBC er hann sagði frá leik
Celtic og Ayr United i skosku úr-
valsdeildinni á laugardaginn.
„Jóhannes Eðvaldsson fékk að
fara heim um jólin og kom hingað
rétt i tæka tíð fyrir leikinn, vel
hvildur — og ég hef ekki séð hann
leika betur. Hann skoraði tvö
glæsileg skailamörk og það er
honum að þakka að Ceitic hefur
nú þriggja stiga forystu,” sagði
þulurinn.
„Ég er þreyttur, en mjög
ánægður,” sagði Jóhannes þegar
við spjölluðum við hann i morgun.
„Ég rétt náði á völlinn fyrir leik-
inn, þvi að ég fór að heiman á
laugardagsmorguninn og flugvél-
inni seinkaði lítilsháttar, en þetta
bjargaðist allt. Mér tókst að
skora gott mark með skalla i fyrri
hálfleik eftir sendingu frá Danny
McGrain og þannig var staðan i
hálfleik.
t siðari hálfleik tókst Ayr að
jafna, en mér tókst að skalla aftur
i markið stuttu siðar eftir send-
ingu frá Bobby Lenox. Einum
leikmanni Ayr — John Doyle var
visað af leikvelli, og i lokin skor-
aði Kenny Dalglish þriðja mark
okkar i leiknum.
Orslit leikjanna hérna urðu:
Aberdeen—Hibernian 2:2
Celtic—Ayr 3:1
Dundee Utd.—Rangers 0:0
Hearts—St.Johnstone 2:0
Motherwell—Dundee 3:2
Leikmenn Aberdeen voru
klaufar að sigra ekki i leiknum
við Hibs, Alex Edvards var visað
af leikvelli i siðari hálfleik þegar
staðan var 2:2 og stuttu sfðar var
dæmd vitaspyrna á Hibs — en
Williamson spyrnti hátt yfir
markið.
Rangers náði aðeins jafntefli i
markalausum leik i Dundee en
Motherwell og Hearts unnu sina
leiki svo að munurinn á efstu lið-
unum er ekki mikill.
Næst verður leikið hérna á ný-
ársdag og leikum við þá gegn
Rangers á Ibrox og núna snýst
allt um þennan leik — ef okkur
tekst að vinna höfum við bætt
stöðu okkar verulega. Þá leika
Dundee — Aberdeen, Hibernian
— Hearts, Motherwell — Ayr og
St. Johnstone við Dundee Utd,”
sagði Jóhannes að lokum.
Þess má geta, að leik Rangers
og Celtic verður útvarpað á BBC
á nýársdag á stuttbylgju kl. 13:00.
Staðan er nú þessi:
Celtic 18 11 3 4 37:21 25
Rangers 18 9 4 5 29:18 22
Motherwell 18 8 6 4 34:26 22
Hibernian 18 8 6 4 28:23 22
Hearts 18 7 7 4 22:20 21
Aberdeen 18 6 5 7 24:25 17
Dundee 18 6 5 7 28:33 17
Ayr 18 6 4 8 24:32 16
DundeeUtd 18 4 5 9 20:26 13
St. Johnstone 18 2 115 19:41 5
—BB
glímukónginn
Jóhannes Eðvaldsson rétt náði i leikinn á laugardaginn og skoraði 2 af 3 mörkum Celtic.
Tvö íslandsmet fuku ó
þeirra sterku
Tvö islandsmet voru sett á jóla-
móti Armanns i lyftingum, sem
háð var í æfingastöð lyftinga-
manna i sænska frystihúsinu á
laugardaginn. Kári Elísson setti
þar nýtt islandsmet i snörun i
fjaðurvigt og Hreinn Halldórsson
setti einnig met i snörun í yfir-
þungavigt.
Kári snaraði 90 kg i sinum
þyngdarflokki, en mistókst i öll-
skiptin i jafnhendingu og var þat1
með úr keppni. Hreinn snaraðj
aftur á móti 152,5 kg i yfirþunga-
vigtinni — keppendur 110 kg eða
meir — og var það 2,5 kg meir en
gamla metið, sem hann átti sjálf-
ur. Hann jafnhattaði 172,5 kg og
lyfti þvi samtals 325 kilóum.
í léttþungavigt sigraði Árni Þór
Helgason KR, sem nú er staddur
heima i jólaleyfi, en hann er við
nám i Danmörku. Hann snaraði
105 kg og jafnhattaði 145 kg eða
samtals 250 kg.
Guðmundur Sigurðsson, Ár-
manni reyndi við olympiulág-
markið i milliþungavigt — sam-
tals 332,5 kg — en tókst það ekki i
þetta sinn. Hann lyfti samtals 305
kg — 135 i snörun og jafnhattaði
170 kg. Hann átti mjög góðar til-
raunir við 142,5 kg i snörun og 190
kg i jafnhöttun, en ef hann hefði
náð þvi upp væri hann öruggur
með farseðilinn til Kanada.
1 þungavigt sigraði vestmanna-
eyingurinn Friðrik Jósefsso'n.
Hann snaraði 140 kg og jafnhatt-
aði 170 eða samtals 310 kg.
—klp—
Övænt úrslit urðu i þyngsta
flokki i Reykjavikurmótinu i
glimu, sem háð var skömmu
fyrir jól. Þar varð sigurvegari
Guðni Sigfússon, Armanni, sem
lagði alla sina andstæðinga — þar
á meðat glimukóng tslands,
Pétur Yngvason, Er þetta i
fyrsta sinn, sem Guðni sigrar i
glimumóti, og kom hann þarna
svo sannarlega öllum á óvart.
Margar skemmtilegar glimur
voru i þessi móti, sem meðal
glimumanna er nefnd Flokka-
glima Reykjavikur. Sú sem var
einna hörðust var i léttþungavigt,
þar sem þeir Guðmundur Freyr
Halldórsson, Ármanni og Rögn-
valdur Ólafsson KR áttust við,
stóð sú glima i átján minútur, og
er það lengsta glima, sem vitað er
um hér á landi i langan tima.
Lauk henni með sigri
Guðmundar. Þrir fyrstu menn i
hverjum flokki urðu annars þess-
ir:
Yfirþungavigt:
Guðni Sigfússon Á.
Pétur Yngvason UV.
Guðmundur Ólafsson A.
Milliþungavigt:
Hjálmur Sigurðsson UV.
Þráinn Ragnarsson Á.
Elias Árnason KR.
Léttþungavigt:
Guðm. Freyr Halldórsson Á.
Rögnvaldur Ólafsson KR.
Halldór Konráðsson UV.
Reykjavikurmeistari i
unglingaflokki varð Sigurjón
Leifsson Armanni og i sveina-
flokki Helgi Jóhannsson KR.
— klp —
Blökkumennirnir í bann
Jimmy Rogers og Curtiss Carter fengu einn leik í keppnisbann og verða
dœmdir í sex leikja bann ef þeir brjóta aftur af sér
Blokhin
bestur!
OLEG BLOKHIN, miðherji
Dynamo Kiev og sovéska
landsliðsins, var kjörinn
„KNATTSPYRNUM AÐUR
ÁRSINS 1975” i Sovétrikjun-
um.
Það er stærsta iþróttablað
Sovétrikjanna, sem stendur
fyrir kjöri knattspyrnumanns
ársins ár hvert i Sovétrikjun-
um, og var þetta i þriðja sinn i
röð, sem Blokhin hlýtur þetta
sæmdarheiti. —klp—
Blökkumennirnir Jiminy
Rogers og Curtiss Carter, sem
þekktur er hér undir nafninu
„trukkurinn” voru i fyrradag
dæmdir i eins leiks keppnisbann
fyrir óprúðmannlega framkomu
i leik KR og Ármanns i 1. deild-
inni i körfuknattleik á dögunum.
Það var Aganefnd KKi, sem
kvað upp þennan dóm, en auk
þess. segir i honum, að gerist
þeir aftur brotlegir þannig að
þeir verði kærðir til Aganefnd-
ar, verði þeir dæmdir i sex
lcikja keppnisbann. Þýddi það
þá að þeir gætu pakkað niður og
yfirgcfið islenskan körfuknatt-
leik.
Ármann á að leika við iR i 1.
deildinni á laugardaginn kem-
ur, og missa ármenningar þvi
Rogers i þeim leik. En þeir fá i
staðinn Simon ólafsson, sem er
heima i jólaleyfi og mun hann
leika þennan leik með þeim.
KR-ingar eiga aftur á móti
næsta leik við Njarðvik — i
Njarðvikum — þann 10. janúar,
en heyrst hefur að leikur KR og
Fram, scm frestað var i haust,
fari fram á undan, og geta þá
Klt-ingar notað „Trukkinn” i
leiknum i Njarðvíkum, og hann
tekið út dóminn i leiknum við
F.ram, sem KR ætti að geta haft
án lians aðstoðar.
Armenningar eru mjög
óhressir yfir þcssum dómi —
telja að þeirra maður hafi ekki
átt skilið að fá sama dóm og
„Trukkurinn”, sem hafi verið
upphafsmaðurinn af slagsmál-
unum. En i skýrslu dómaranna
um málið var ekkert á það
minnst — aðeins að þeim hafi
háðum verið visað af leikvelli,
og út frá þeirri skýrslu var
dæmt. —klp—
Siðar um kvöldiö
Tommy
Galt lenti i
árekstri. Þaö var
stúlka meö honum
i bilnum. Þau eru
bæöi á sjúkrahúsi.
Komdu með
frakkann minn
Jeanie!