Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1926, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1926, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Í7. jan. '26. frá eldri bæði og yngri tíð, sem alræmið ei laug. Sjerstaklega álítur hann, að öll- um þeim forsvarsmönnum kirkj- unnar, sem bygðu hana eða bættu, hafi fyrir það borist •-----k-öpp og bjargir bú sem styrktu” mest“ og lifað við liagsæld upp frá því, meðan þar dvöldust. Sjerstaklega þa^kkar presturinn mikla hagsæld Bjarna riddara Sívertsens (sem var upprunninn í Selvogi) því örlæti hans við kirkjuna, að hann 1778 gaf henni skriftastól: Enn er dæmið eina, m ef sem neitast kann, lyst fjekk lukku reyna lofsæll höfðingsmann, borgari Bjarni Sigurðsson, skriftasæti sæmdi mig, og sinni’ upp náði von. Sigldi sá af landi, sótti frama og auð, við ófrið ósigrandi, Enskra og Dana nauð, efldist meir hans æra og fje, konga tveggja komst í gunst - kjörinn riddare. Víst má telja, að meðfram liggi leifar hins forna trúnaðar á kirkjuna til grundvallar samúð sólknarmanna með kirkjunni, er þeir máttu ekki hugsa til þess að hún væri flutt burt úr sandinum við sjóinn. En til þess voru og þær raunhæfar ástæður, að þar hafði kirkjan staðið um aldarað- ir, og af sjó að líta, var kirkjan þar á sandinum róðrarmönnum besta sjómerki, þegar leituðu lendingar. — Ilinj vegar kynnu líka tilraunir kirkjuvaldsins tii að fá kirkjuhúsið flutt í óþÖkk sðknarmanna, hafa orðið til að auka og efla samúð þeirra með þessu gamla guðshúsi, er auk þess sem svo margar gamlar endur- minningar voru tengdar við kirkjuna, stóð þarna svo sem minnisvarði fornrar frægðar höf- uðbólsins og höfðingjasetursins á Strönd, en var nú orðin eins og ein- .stæðingur þar á sandinum, eftir að alt annað, sem þar hafði áðui; verið, var horfið burtu. En með vaxandi samúð almenn- & með þessari kirkju sinni. má gera ráð fyrir, að lifnað hafi aftur yfir gömlum trúnaði á hana, og sú sannfærin^ náð enn meiri festu með alþýðu manna að það, sem vel væri til kirkj- uunar gert, yrði þeim til hagsæld- 'ar og hamingju, sem gerði, af því að það væri gert til hans þakka, sem húsið var helgað. — Sá, er þetta ritar, lítur svo á, að með þessu sje gefin nægileg skýring þess, hversu trúnaðurinn á Strandarkirkju hefir haldist með aiþýðu fram á vora liáupplýstu daga. Mun engin ástæða til að setja það í nokkurt samband við trúnað manna á ikyngikraft sjera Eiríks „fróða“ á Vogsósum M&gn ússonar, sem var Selvogsþinga- prestur 1677—1716 eða full 39 ár, þrátt fyrir ailar þær sagnir, sem mynduðust um hann, enda er eftirtektarvert, að ekki er nein þjóðsaga kunn um sjera Eirík, þar sem Strandarkirkju sje að noikkru beint getið. Og sennilega hefir sjera Jóni Vestmann ekki verið neitt kunnugt um samband þar á milli; því að naumast hefði hann látið þess ógetið í vísum sínum, ef á hans vitorði hefði yerið, svo víða sem hann kemur við; en sjera Jón var prestur þar eystra í 32 ár.* Að „upplýsing“ aldar vorrar hefir ekikj gert að engu trúnað * Sjera Jón Vestmann var upp- gjafaprestur í Kjalarnesþinga- brauði er faðir minn sál. byrjaði þar prestskap 1855. Hafði sjera Jón setið að Móum, sem var ljens- jörð prestsins í þingunum. Vildi faðir minn ekki hrekja hann burtu þaðan hálfníræðan og fjekk sjer því verustað á Ilofi og dvaldist þar árin, sem hann var á Kjalarnesinu. Oft heyrði jeg föður minn sál. minnast á þessi gömlu prestshjón. Þótti honum þau ærið forn í framgöngu og háttum. En sjera Jón kunni frá mörgu að segja og þótt föður mínum því gaman og spjalla við hinn aldraða kl’erk, enda mun hann sjaldan hafa átt þar leið i;m svo að hann ekki skrippi af baki til að heilsa upp á gamla manninn. Sjera Jón dó 1859, en þá var fr.ðir minn koininn að Görðum. manna á Strandarkirkju, er á allra vitorði, sem blöðin lesa, enda hafa verið svo mikil brögð að áheitunum á kirkju þessa hin síðari árin, að auðtrygni manna í sambandi við hana hefir aldrei komist á hærra stig. Kirkja þessi er nú orðin ríkust allra kirkna á þessu landi, á tugi þúsunda á vöxtum og er sjálf hið stæðileg- asta hús, er getur enst lengi enn. Er því síst um gustukagjafir að ræða, þar sem áheitin eru. En svo er auðtrygnin rík, að kirkj- unni berast áheit frá mönnum, sem ekki hafa hugmynd um hvar í landinu kirkja þessi er. Hingað liafa einatt borist áheit í brjefum, sem fyrst liafa farið — norður á Strandir, af því hlutaðeigandi áleit kirkju þessa vera þar nyrðra! Þeim sem þetta ritar, er það síst á móti skapi, að gefið sje til guðsþakka og að einnig kirkj- ur hjer á landi njóti góðs af því örlæti manna. En þegar menn hugsa tii þess, að annarsvegar á hjer í hlut ríkasta kirkja lands- ins, en hinsvegar eru hjer starf- andi ýms nytsemdarfjelög og þarfan stofnanir, sem vegna fjár- skorts eiga örðugt uppdráttar, þá er ekki að furða þótt þeim fynd- ist tími til þess kominn, að menn hættu að færa fórnir á altari auðtrygninnar með Strandar- kirkju-áheitum sínum, en ljetu heldur örlæti sitt í tje stofnun- um, sem áreiðanlega eru gjafa- þurfar og starfa fyrir góð mál- efni í almennings þarfir og alþjóð til lieilla. Það má vera au^trygni á mjög háu stigi, sem álítur, að minni blessun fylgi því að lofa gjöfum til Stúdentagarðsins eða Elliheimilisins eða Sjómannastof- unnar eða Sumargjafarinnar, svo að jeg nefni aðeins nokkur fyrir- tæki frá allra síðustu árum, en að láta þær renna sem áheit til Strandarkirkju, sem alls ekki er neinn gjafaþurfi. Ekki tekið tennur. Smátelpa: — Þú ert svo dæma- laust ungleg í dag, amma mín! alveg eins og ungbam. — Svo! — Já, þú eH heldur ekki búin að fá tennhr í inunninn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.