Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1926, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1926, Blaðsíða 6
17. jan. ’26. LBSBÓK MOROUNBLAÐSINS ABD-EL-KRIM. Trolle & Rothe h.l. Rvlk. Elsta vðtryg g ingarskrifstofa landsins. — Stofnnð 1910. — [Annars vátryggingar gegn sjó og brunatjóni með bestu fáanlegum kjörum hjá ábyggilegum fyrsta flokks vátryggingarfjelögum. Margar milljónir króna greiddar innlendum vá- tryggjendum í skaðabætur. Látið því aðeins okkur annast allar yðar vá- tryggingar, þá er yður áreiðanlega borgið. (Prá frjettaritara Morgunblaðs- ins í París.) • Norðurafríka er einn af þeim pörtum jarðar, sem eiga sjer lengsta og merkilegasta sögu. —• Fyrir mörgum þúsundum ára voru Egiftar voldug þjóð og fara- óarnir ljetu eftir sig verk, sem börn vorra tíma bljóta að líta upp til í þögulli undrun. Mjög er og langt síðan hin seifborna Dido flýði ættborg síua og reisti, að því er munnmælin segja, hina fornfrægu Karþagó. En sú borg var um langt skeið blómleg mið- stÖð viðskifta og vaxandi menn- ingar. Þar átti heima hin fagra Salammbó og Hannibal, sá er næstur komst múrum Rómaborgar af óvinum hennar, að Brennusi undanteknúm. í Norðurafríku átti frumkristn- in örugt athvarf, uns Arabar náðu þar yfirráðum. En upp frá því og alt til vorra daga hefir Norðurafríka mátt teljast ara- bískt land með arabískri menn- ingu. Frumbyggjar landsins voru af berbísku kyni, það voru Núm- ídar, hinir bogfimu hestamenn Jiigúrthu, sem alment var við- brugðið fyrir hreysti. Land þeirra varð rómveHkt skattland við frá- fall Júgúrthu. og eftir það hvarf þjóðin smám saman úr sögunni. En kynið dó e*kki út. Eftirkom- endur Númída hinna fornu lifa enn í fjallasveitum Algiers og Marokkó og hjer og þar á vinj- TITTJ irr<'irV'ni'irirnr PT*V1 fyrst og £refn:?t þijjir ijóshær&u Kabýlar, sem gætu eins verið ætt- aðir úr skógardölum Skandinavíu, svo mjög minna þeir á hið nor- ræna kyn; þá vinjabúarnir Túar- egar og loks íbúar Riffjallanna í Marokkó. Hinir síðastnefndu hafa nú átt í ófriði í samfleytt 5 ár ; og hafi fyrrum verið ójafn leikur með forfeðrum þeirra og Rómverjum, þá eiga þó Riff jallamenn nú. að sínu leyti við margfalt meira of- urefli að etja. Því að allur lands- lýður er ek'ki nema rúmlega ein miljón að tölu og herinn, þegar best ljet, kringum 150 þús. menn (að því er frönsk blöð segja). Og mesti hluti þessa liers er ósið- aður og agalaus skrælingjalýður, sem lifir fyrir líðandi stund og hefst ekki handa, nema hann eigi von á glæsilegu herfangi. Reglulegir, æfðir hermenn eru í mesta lagi 30 þús. Við þetta bætist, að allur útbúnaður er ærið ófullkominn, eftir því sem annars tíðkast í hernaði nú á dögum. Það má því með sanni segja, að við lítil efni og hálar sigurvonir hafi Riffjallamenn gripið til vopna. Ovígur her tveggja stór- velda sækir að þeim á báðar liend. ur, útbúinn eftir kröfum tímans, með stórskotabyssur, vígdreka og flugvjelar; og í hvert skarð, sem verður á fylkingunum, koma jafn- óðum nýjar og óþreyttar sveitir. Uppreistarmönnum mætti því síkil- jast, að hreysti og samheldni cfo^í rrorrTi t víh öfín óvætt, sem vofir jrfir landi þeirra. Foringi uppreistarmanna er Berbahöfðinginn marg um talaði Abd-el-Krim. Faðir hans átti mik- inn og illan þátt í tildrögum stríðsins, þar sem virðist mega fullyrða, að hann hafi fyrst og fremst haft eigin hagsmuni fyrir augum, þegar hann sagði friðn- um slitið við Spánverja fyrir 5 árum síðan. Houum entist þó ekki aldur til að kynnast afleiðing- unum. Hann ljest í stríðsbyrjun- inni, en Abd-el-Krim tók við her- stjórninni. Þessi maður var ef- laust tilvalinn í þá stöðu. í þessi 5 löngu stríðsár hefir hann sýnt mikið þrek og óvanalega her- stjórnargáfn; honum hefir ekki einungis tekist að verja land sitt, lieldur hefir hann og unnið marga glæsilega sigra og bakað fjandraönnum sínum gevpilegt tjón. Slægur er hann, ofdirsku- fullur og óbilgjarn, og mun hon- um í þessu og fleiru svipa til J úgúrthu, þá er hann hunsaði boð og bann hins rómverska rík- js og ginti ræðismennina með gulli sínu. Hvort örlög þeirra verða hin sömu, er ekki gott -að vita. En hitt er nú orðið víst, að Abd- el-Krim mun ekki ganga sigr- andi af hólmi. Upp á síðkastið hefir sókniu gegn honum harðn- að um allan helming; er hann nú umkringdur, einangraður með leifarnar af hernum, sem mist hefir trúna á endanlegan sigur. Osigurinn er óumflýjanlegur og h*ns rr sennilega ckk[ langt að híða. (.ölöðin tala nú mikið um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.