Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1926, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1926, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 21. febrúar ’26. MANIFEST. FARMSKIRTEINI. UPPRUNASKÍRTEINI. Fjttlritunarpappír (duplicator) í folio otr 4 to Þerri> pappír, skorinn uiðnr Akcypis, eftir ''■sknni Karton, limpappír, kápupappír, prentpappír, skrifpapp- ír, ritvjelapappir, alt í cuörgnm liturn. Nafnspjöld, ýmsar stfrrðir Umslög, stórtúrval. Faktúru- us reikn« ingseyðublöð, þverstrikuð og óþverstrikuð selur ISAFOLDARPRENTSRIIDJA H.F. - SIMI 48. borgarahjón, prýðilega til fara, en ákaflega heimsk. Maðurinn er eins og göltur, konan eins og gvlta. Nú tekur borgarinn minn að tala. Hann romsar upp úr sjer alt, sem hann hefir lesið í blöðunum síðan í morgun, og gef- ur vitanlega skýringar á flóknum atriðuni í pólitíkinni, og samein- ar allg borðnautana kringum tal- anda sinn. Stúlknrnar eru fullar af undrun og virðingu og hneigja höfuðin til samþykkis. Maðurinn og konan tútna út af áhuga og eftirtekt, ög því lengur sem- hann talar, því útblásnari verða þau, og því kringlóttari Arerða á þeim augun. Það er enginn vafi á því, að þau fljúga eins og grasknettir upp í rjáfur þegar minst varir, og meðan jeg er að brjóta heil- ann um, hvernig eigi að fara ao fíra þau niðiir aftur, þá býður borgarinn mjer Turmae-vindling af ljettara tæi, sem jeg neyðist til að reykja með þökkum, til að styggja ekki selskapið. Loks.kem- ur eldspýtnasali haltrandi að borði okkar, einn af þessum fótarvana og skítugu dánumönnum, sem börðust fyrir konung sinn, föður- landið_ og frelsið árin 1914—18. Hann finnur sig knúðan til að selja okkur eldspýtur. Stúlkurnar hneppa að sjer kápuUum af fyrir- litningu. Maðurinn og konan verða alt 'v einu að jarðneskum verum og gretta sig. Borgarinn fer með miklum virðuleik niður í budduna sína og tekur upp 5 centímes, sem hann rjettir eld- spýtnamanninum. Eldspýtnamaður inn horfir á smápeninginn í lófa sínum alveg hissa, eins og hann sje" ekki enn búinn að átta sig á hvað flronungurinn þýðir, föður- landið og frelsið. T.oks kemur hann til mín. Jú, herra minn, þjer komið alveg eins og kallaður! því mig vantar einmitt ekki nokk urn skapaðan hlut milli himins og jarðar, nema eldspýtur. • n. Ferðalög eru eitt hið tilbreyt- ingalausasta, sem jeg þekki. Allar borgir eru eins, allar járnbrautir eins, öll gistihús eins, og fólk er altuf hið sama á tilsvarandi stöð- um: í dag á jeg erindi til Aver- bode og afræð að taka mjer far- miða á þriðja farrými í tilbreyt,- ingarskyni. Jeg hefi ekki komið á þriðja farrými sfðan haustið 1923 að jog fór frá Bordeaux til 'Parísar eitt sinn að nætnrlagi. Andspænis mjer sat maðm. *em ‘borðaðj fúlasta Rocquefert-ort al!a liðlanga nóttina, eins og hann Aræri leigður til þess. Við hlið hans sat kona með tvíbura sitt á hvoru brjósti. Rollingarnir grenjuðu alla nóttina. Við hlið mjer sat kerling með sorphænu í kistli. Þegar leið á nóttina varð . mjög heitt í klefanum og um óttubil heyrðist brothljóð í kistl- inum. En undir hænunni höfðu óvart legið 20 egg. Klukkan fjög- ur voru allir ungarnir skriðnir úr eggjum. f aftureldingu rjeðu hænsnin lögum og lofum í klef- anum, tuttugu og eitt talsins. Jeg hjet því við skegg spámannsins að fara aldrei framar á þriðja farrými og hefi haldið þetta síð- an. í dag brýt jeg heit mitt til þess að gera mjer eitthvað til dægrastyttingar. Nú er að segja söguna af því. Jeg stíg inn í klefaholu, sem er full af verkamönnum, og fæ strax samviskubit yfir þeirri ókurteisi að hafa boðið sjálfum mjer hing- að inn. Jeg hneppi frakkanum mínum upp í háls og sest við gluggann í fússi. Nict rooken og nict spuwen, stendur skrifað með svörtu, en það útlegst: ekki rejrkja og ekki skyrpa. En allir verkamennirnir eru með óþverra- ATindlinga milli varanna (pestin af manndrepandi tóbaksreyk fær mjer velgju), og allir skjnpa hver í kapp við annan, eins og lífið liggi við. Jeg hefi oft spurt sjálf- an mig og aðra hvernig á því standi, að verksmiðjumenn og námumenn sjeu altaf sískyrpandi. Einusinni spurði jeg klerk nokk- urn að þessu, og hann svaraði strax: pað er af ánægju. Eimreið- arstjórinn skvrpir 25 sinnum á stundarfjórðungi, þótt hann fái liærri laim en járnbrautarverk- fræðingurinn. Það er agalegt að horfa á þessar sífeldu skjmpingar, og manni dettur ýmist í hug brim- rót eða slökkvilið. Karlarnir skj-rpa á gólfið, skjTrpa liver á annan, skj’rpa á sjálfa sig. Hvern- ig stendur á því að sósíalisminn kennir ekki öreigunum að hætta að skyrpa? Jeg er að hugsa um að fara til Rússlands, til að rann- saka, hvort hið eina, sanna kom- múnistiska ríki liefir ekki kent þegnum sínum að leggja niður sk.vrpingar. Þessi svo kallaða framleiðandi stjett, er mjög einkennileg stjett. Þeir lifa fyrir laun sín. Það er hrjdlilegt að vera innan um menn, sem vinna vegna launa sinna, menn, sem ekkert aðhafast, nema • þeir fái það borgað. Andlitin á slíkum mönnum verða mjög ó- frýnileg, þeir hugsa eins og ó- nýtir hrossabrestir. Þeir hafa.átta tíma á dag til að menta sig, en nenna ekki einusinni að klippa á sjer yfirskeggið. Þeir trúa ekki á guð, heldur á hina framleiðandi stjett. Menn eins og mig kalla þeir snýkjudýr og vilja mig feig- an. Innan skamms byrja allir að blístra og blístrar sína lagleysuna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.