Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1926, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1926, Blaðsíða 5
21. febrúar ’26. LESBÓE MORGUNBLAÐSINS. Jateaspod^ J?LNC WATíf,> 'BOVRIL BOVRIL umited LONDON BOVRIL VEITIR ÞJER DUG 00{ ÞREK OG EYÐIR ALLRI ÞREYTU. tREKTU BOVRIL VIÐ VINNUi Mna, ÞVl BOVRIL iieldurÍ ÞJER STARvSIIÆFUM. Fyrir gamalt fólk, sem þjáist aí svefnleysi, er þessi hjartastyrkjandi og heilsusamlegi drykkur mjög ákjósanlegur. Notaðu aðeins teskeið í einn bolla af heitu vatni og þá fœrðu samstundis óviðjafnanlegan, næraudi drykk. BOVRIL Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar, sími 300. hugmyndaflugið og mikilmenskan dreif iit til að leita sjer nýrra landa. Leifur Eiríksson ljet hjátrúna ekkert á sig bíta; hann vissi, að ef sjórinn tæki enda, lilyti að finnast strönd; hann vildi leita að landinu, þar sem sólin hjeldi sig þann tíma sem hún fólst sjón- um vorum — og- hann fann það. Enginn hefir unnið þarfara verk fyrir mannkynið en hann gerði. Mennirnir fjölguðu, svo til vandræða horfði; en þá opnaði Leifur fyrir þá nýja heima, — gaf þeim nýjan völl til að leika sjer á. — Er nú hægt að ætlast til minna af oss, en að vjer á þessu þúsund ára afmæli þjóðveldis vors, reynum að draga minninguna um hann lengra fram í ljósið? Hvað getum vjer gert annað betra en að vjer byggjum víkinga skip til minningar um ferð hans í líkingu við það skip, sem hann sjálfur stýrði, og gera það eigi síður glæsilega úr garði en Norð- mennirnir sitt. Sigla því svo sum- arið 1930 til Ameríku, einmitt þegar augu alheimsins beinast til oss, vegna hinnar miklu hátíðar. Sýna með því, að sjómennirnir íslensku, sem enn lifa, eru engu síður áræðnir nje ver að sjer í siglingalistinni en feður þeirra í þá daga. Þess vegna verður það einnig minnisvarði íslensku sjó- mannanna, þeirrar stjettaf, er vjer getum mest stært oss af, sem alt- af hefir látið hendur standa fram úr ermum, fullir af áhuga og fjöri, svo öfugt við íslensku land- mennina, sem í augum útlendinga liafa verið ímynd seinlætis og leti. Segja þeir að framtaksleysi þjóð- arinnar sje að mestu að kenna roluskap þeirra og gjörsamlegri vöntun á allri æfingu. Þeim þyki gaman að öllum nýstárlegum fyr- irbrigðum, en rólyndi og skortur á föstum vilja varni þeim frá að koma nokkru í framkvæmd. Þess- um ámælum verðum vjer að fara að hrinda af oss; það er kominn tími til þess; vjer eigum þau ekki heldur skilið — lengur. Hjer fáum vjer "tækifæri til að kynna þjóðina eins og hún er; mennirnir hljóta að trúa sínum eigin áugum. Fyrirtækið er glæsilegt; það gefur Leifs hreyfingunni enn meiri byr, og setur Norðmennina líklegast áreiðanlega út úr „stuð- inu“, og atliyglin snýst að fs- lendingum, sem hinum einu sönnu sjóhetjum, sannar liinar miklu víic ingaferðir og landafundi. Frjettirnar um afreksverk þetta munu standa í fyrsta dálki dag- blaðanna og berast um víðan heim. Víkingaskipið, sem ætti að heita „Vínland hið góða“, ætti að bera sýnishorn af öllu því besta, sem fsland á til; þar ætti að vera með hornaflokkur og fim- leikaflokkur, ‘sem gefið gæti Ame ríkumönnum sýnishorn af íslensk- um lögum, hljómlist og íþróttum, og mundi það gefa ferðinni tignar legri blæ, þar sem búast má við að skipshöfnin megi ganga gkrúð- göngu um götur stórborganna, með íslenskum flöggum og veifum og mætti þá ekki gleyma „Þórs- hamrinum“, sem áreiðanlega hef- ir verið það fyrsta merki, sem hvítir menn báru í Ameríku. Þetta yrði til að efla vináttu milli AmerSkumanna og íslend- ingfl; okkur fer ekki að veita aí að ná vináttu einhverrar mikillar þjóðar, sem ekki er sjálf ásækin; Danir hjálpa okkur lítið, ef við þarf; það sýndi sig best 1916; og áreiðanlegt er, að engin för mun fá glæsilegri móttöku á 20. öld- inni en íslenska víkingaskipið, ef það færi til Ameríku. Þetta skip á að vera hægt að byggja fyrir frjáls samskot ís- lendinga, bæði vestan hafs og austan; því hvorumtveggja er þetta mesta metnaðarmál. Oss ætti ekki að verða nein skota- skuld úr því að fá skipið bygt, og þá skipasmiði eigum við og trjeskurðarmeistara, sem staðið geta bæði veg og vanda af verk- inu, ef þeir vilja, og nægilegt fje fæst; og varla munu íslensku kon- urnar láta þurfa að telja sig til að vefa segl á skipið, drifhvítt úr islenskri ull, með landvættunum ofnum í, nje bændurnir til að fljetta reipi í skaut og reiða, og ekki mun standa á ísl. sjómönnun um til að sigla því slysalaust yf- ir hafið. Og varla þarf að óttast hættuna, því annari eins mæta þeir daglega hjer með ströndum íram. Ef að hjer strandar á ei^*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.