Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1926, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1926, Blaðsíða 4
4 LESBÖK MORGUNBLAÐSIN S. 4. apríl 1926. eins og Dönum fiuniat, að fallið hafi á íslenska rithöfunda, sem skrifað hafa á dönsku siðustu ár* iu, helst til mikill Ijómi, en eitt- hvað verði þeir þó að ætla sjer sjálfum. Tryggvi Sveinbjörnsson. II. Hitt er annað mál, að »Regnen< er ekki neitt stórkostlegt verk að skáldlegum þrótti, djúpsæi, feg- urð hugsana eða tilsvara En það er vel samin og fjörug lýsing á einu augljósasta einkenni vorra tíma: vjelamenningunni, hraðan- um, óróleikanum. Tryggvi hefir valið eitt heimili til þess að sýna þetta einkenni. Og ekki verður annað sagt, en að honum hafi teki8t það vel. Hann stefnir að ekki mjög háu, en vissu marki. Og þessu marki hefir hann náð. Með því aðeins að lesa leikritið, fær maður glögga og eftiitekt- arverða lýaingu á heimili, þar sem tilfinningalíf og andlegleiki allra, að undantekinni húsmóður- inni, eru stirðnuð i kapphlaupi um framleiðslu bestu flugvjelanna. Eu hvað mundi þá vera ef mað- ur hefði átt kost á að sjd það fylt lífi og anda góðra leikara. — Efni leikritsins er i stuttu máli þetta: Heimili Marco framkvæmdar- stjóra, eíganda flugvjelaverk- smiðju, er orðið að vjelasmiðju, að því leyti, að þar er ekki um annað hugsað eða rætt en flug- vjelar. Heimilisfaðirinn er ekki heimiíisfaðir, hann hefir drekt öllum tilfinningum sínum og Bkyldum í hafi sífeldra umhugs- ana um að sigra í samkepninni Hann er á þrotlausu flugi til og frá, heíir ekki tíma til neins, sem að heimilinu lýtur. Hann er þar fyrir siðasakir, og jafnvel þar, er hann með allann hugann við flug- vjelarnar. Sonurinu og dóttirin er eins — þau eru festulaus, hvarflandi ungraenni, hugsa ekki um annað og tala ekki um ann- að og vilja ekkert annað en flug- vjelar. Yflr þeim er sami hraða- blærinn, óróleikinn og föðurnura. Húsmóðirhi ein, Maria Marco, hefir varðveitt sjálfa sig, varðveitt kvennrðli sitt og tilfinr.- ingar. Hún er ekki komin undir töfravald vjelaaldarinnar. Hún getur dáðst að öðru en flugvjel- um, húu getur lifað sig inn í fagrai' endurminningar, og hún sjer hvert stefnir. En hún er þarna í viðjum — þráir lausn þráir breytingu á þessu. Hún er heit í skapi, áhrifanæm og ör- geðja en þó föst í lund. En avo kemur dómur höfund- arins um þetta heimili, þessa vjelsjúku menn. Þegar Collin, eigandi nýrrar flugvjelar, kemur til sögunnar og auðsjeð er, að hann ætlar að sigra Marco á f ugmóti sem halda á, þá kaupir hann af honutn eignarrjettinn og fram- leiðslurjettinn — fyrir konuna sína. Hún hefir orðið hrifinn af Collin, sjer að hann er ekki lif- andi vjel, þó að hann geti búið til góðar flugvjelar. Enhúnreyn- ir að slökkva þennan nýja eld í sjer. Og það er ekki fyr en maðurinn hennar sjálfur ýtir henni út i þessa verslun — fyrir hann sjálfan — að hún lætur til leiðast. Og svo flýgur hún burt með Collin í vjel hans. Þetta er dómur höfundarins. Sá maður, sem hefur mest í sjer af einkennum aldar vorrar, hann selur konuna sina fyrir rjett til nýrrar flugvjelagerðar — og tek- ur það ekki nærri sjer. Mjer finna8t líkurnar, sem færðar eru fram í leikritinu fyrir ijettmæti og sanngildi þessa dóms svo mikilvægar, að dómurinn geti staðist En um leið verður leikiitið hin þyngsta ádeila á menningarfar okkar nú, eða eitt einkenni þess. III. Leikritið hefir veiið senthing- að í bókaVerslauir. Menn eiga því kost á að lesa það. Og það jer skylda þeirra, sem ekki er sama um, hvernig ungir rithöf- undir isienskir hieypa úr hlaði í fyrsta sinn. Þetta er að vísu ekki fyrsti sprettur Tryggva. — Áður hefir verið prentað eftir hann lcikritið »Myrkur*. En í »Regnen« er hann orðinn miklu fastari í rásinni og ákveðnaii, og ræður nú fullkomiega við efni sitt. Eftir þessu verki Tryggva að dæma, má búast við góðum og frumlegum leikritum frá hans hendi, þegar stundir líða fram. J. B. Styrkurinn til skálda og listamanna. I. Styrkur sá, sem veittur er á núgildandi fjárl. til skálda og listamanna, er, eins og kunnugt er, einar 8 þúsundir. Margar radd ir hafa um það heyrst, að upp- hæðin sje smávaxin. Stjórnarráð- ið úthlutar styrknum. Hefir þar s\i aðferð verið tekin, að hafa upphæðirnar æði jafnar, allmargar og því mjög smáar. Margir eru þeir, er líta svo á, að það svari eigi kostnaði að seil- ast eftir bitum við þá jötu. peir sækja um styrk til Alþingis, og vonast til, að þar verði meira liðs að vænta, þareð meiru er þar af að taka. Fjárveitinganefndir Alþingis liafa tekið upp þann sið, að sinna fáum þessara umsókna. Eina leið- in er þar, að fá einstaka þing- menn til þess að taka styrkbeiðn- irnar að sjer. Nú eru fjárlögin til umræðu í Neðri deild. Og margir þingmenu verða daglega fyrir ónæði af at- kvæðasmölum fyrir menn þá, sem um þingstyrk sækja. Er slík at- kvæðasmölun þingmömium hvum- leið og umsækjendum ógeðfeld. Hvernig sem á er litið, er augljóst, að fj’rirkomulagið á styrkveiting- um þessum er lítt viðunanlegt. II. Þá er fyrst að athuga, hvort þeir hafi lög að mæla, er halda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.