Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1926, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1926, Blaðsíða 7
4. ap/U 1926. LESBÓK MORQUNBLAÐSINS. 7 V. (Upphaf.) Mæra vina í Miðjarðarhafi vafin græmim sólskinsöngum! sá jeg í auga þínu löngum drauma spliinxins geisla í glæru rafi. De profundis clamavi. Má jeg þakka yður, mia cara, Miðjarðarhafið , í kórallapara? — — Jeg hefi ekki tóm til að hlusta á þig svara. Jeg kveð angan þinna ungu vara. Elskan mín, jeg verð að fara. "VTSSS: VI. (Yfirlit yfir ný kvæði og gömul). Þjer vitið, að sumt er milli sveins og konu betra en að eignast bláeyga sonu. Því þegar hermd er kveðin yfir heimsbygð alla þá hlýtur grasið á jörðinni að falla. Eigum við að unnast? Nei, valla! Vorið líður. í vestri bólstrar ský. Er ekki vert að gefa gaum að því? í vetur heyrist aldrei sungið dirrindí. — Voilá, ce que c’est que la vie! VII. (Framhald). Höfum við elskast? Eða hvað hefir gerst? Skildirðu mig? — Skilja, það er verst! Unga mær, þú ert annað en jeg. Sál þín er mjer alls kostar annarleg. Líkami þinn var aldrei líkami minn. Ut verð jeg borinn. Þú fer aftur inn. Þú ert sem genginn grætur góðvin sinn. Hann er farinn, farinn, farinn, þú finnur hann aldrei meir! pú ert eins og öspin — jeg er sunnanþeyr, döggvuð hnípir króna þín í kvöld þegar hann deyr. — VIII. (Niðurlag næst.) Hver kældi heitt og heitti kalt þá haugeldurinn brann? Guð er sá sem einn er alt og enginn blekkir hann. Við skulum kveðjast vina mín — vextu nú hrapst! að ári verður það alt of seint. Óðar er haust. - Framh. á 8. síðu. Silkolin Munið eftir að biðja kaupmann yðar um hina alþektu „Silkolin“ ofn- sveru. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæð- um! Anör. J. Bertelsen. Sími 834. Austurstræti 17 Kolanámumálið breska. Brátt líður að því, að frestur sá sje útrunninn, er Baldwins- stjórnin fjekk í fyrra til þess að ráða fram úr vandræðum þeim, sem staðið hafa nú um hríð, með rekstur kolanámanna breslm. Nefnd hefir setið á rökstólum til þess að athuga rekstur nám- anna og koma fram með tillögur um það, hvernig honum skyldi f haga framvegis. Verkamannaflokkurinn breski liefir látið það í veðri valra, að hann vænti ekki mikils góðs af tillögum þessum; hafa verka- menn sem kunnugt er hallast á þá sveif, að rjettast væri að láta rík- ,ið reka námugröftinn. ' llit nefndarinnar er nú kunn- ugt orðið, og er það mjög á þann veg að útlit er fyrir að um til- . lögurnar geti orðið gott sam- komulag. Nefndin er mótfalliu ríkisrekstri námanna. Alítur, að ■yandræði þau, sem viljað hafa að námurekstrinum komi til af því aðallega, að rekstursfyrirkomulag eí á ýmsan hátt úrelt. Bæta þarf starfshætti, og gera yfirstjórn ein- faldari, sameina reksturinn. Og ■verkamönnum til hagræðis á að veita þeim hlutdeild í ágóða. — Yfirleitt er sú stefna víða uppi nxx, að verkafólk fái hlutdeild í ágóða af fyrirtækjum þeim, sera það vinnur við. Einkum er sú kaupgjaldsaðferð mjög útbreidd í Ameríku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.