Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1926, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1926, Blaðsíða 2
9 neða*r dregur og á daginn líður. í blíðuveðri og hita koanum við til Östersund, sem er baðað í sól í aflíðandi brekkum við Storsjöen. . - SKXPULEGrUR OG SNYRTILEGUR BÆR. Östersund er smábær — minni en Reykjavík — en hreinlætið og snyrtimenskan blasir við, hvert sem litið er, um götur, eða að húsabaki. Göturna#r eru breiðar og beinar, víða grasbeð og trje milli aðalgötunnar og gangstjettanna. Jeg held að maður geti hvergi gengið þar svo um götu, að ekki blasi við einhver trjágróður. — Göturnar e*ru mjög óvíða „staur- settar“. Götuljósum komið fyrir uppi yfir götunuim, alstaðar þar sein því verður við komið. Annars er ekkert af þessu sjer- einkenni á Östeírsund. Það á við um alla sænska bæi, sem jeg hefi sjeð, gott skipulag og snyrti' menska virðist ráða meiru um bygðina, en landníska og trassa' skapur. Skipulagið er meira mið- að við framtíðúia, heldur en líð- andi stund og einstaklingshags- muni. Jeg kom í lítinn bæ eða þorp í Suður'Svíþjóð — minni en Akureyri — því hafði skotið upp á fám áirum við nýja járnbrautar- stöð. Flest voru húsin lítil og ekk- ert var þar að sjá, nema ski'puiag" ið. Torg langtum stærra en Aust' urvöllur skifti bænum í tvo hluta og aðalgötur til beggja hliða ca. þrefalt breiðari en Laugavegur; þar var auðsýnilega ætlunin, að græða grasfleti meðfram öllum helstu gö tunum. Reykjavík hefir það til síns ágætis, að þar er fátt um örmjóa göturanghala, en þar er þó ekki ein einasta gata, enn sem komið er, sem ekki hefir verið skorin við neglur sjer — hvergi rúm fyr- ir gróðrarrönd, því jeg tel ekki þó Austurvöllur og túnblettir ein- stakra manna liggi að götum. Ef þetta er vegna landleysis, mun þess að vænta, að úr rætist þeg' ar bærinn hefir keypt alt land' nám Ingólfs Arnarsonar. Yirðist það takmark ekki allfjarri. •— Gnfunes síðast, — Elliðavatn í ár o. s. frv. Ef til vill þorir bæjarstjórn Reykjavíkur ekki að láfa lég'g'ja LESBÓK MORGUNBLAÐSINS neina „græna götu“ í höfuðborg- inni. Hún býst sennilega við að hænsaeðlið sje svo ofarlega í Revk- víkingum, að þeir spörkuðu gróðr" inum og eyðilegðu, ef við almanna- leið væri. Það er sennilegt að svo yrði, fyrst í stað, alt vcrður að girðingar og lögreglu.* — í mið- það á frið að fá. Það er orðin lífsregla í Reykjavík. — En eitc- hvað þyrfti að reyna, það væri ekkert smáræðismenningaratriði, að venja Reykvíkinga við græna litinn —- gróðurinn. En það verð- ur að byrja í miðbænum og þar sem umferð er mest. Fólksfjöld' inn og umferðin á að verja grasfletina en ekki steinstejqn;- girðingar og lögregla. — I mið- bænum eru því miður ekki toarg- ar ferálnir aflögu fyrir gras- gróður. Og þar er við erfiði að etja, — bensínbrunnana. Þevr eru rauðir og sá litur er uppáhalds- litur ýmsra manna, einnig sumra í bæjarstjórninni. Jeg n'efndi lögreglu! — Það er hressandi að sjá sænsku lögreglu- þjónana, íturvaxna menn í snyrti' legu(m einkennisbúningi, með sverð við lend. Það er auðsjeð, að þeir eiga mikið undir sjer, og að fólk' virðir þá. Þei#r eru ekki á rápi og rölti, alla daga. Hver maður er á sínum stað, og aðalstarfið er að stjófna umferðinni, þann tíma sól- arhringsins sem þess er þörf. — Einn á mótum Pósthússbrætis og Austurstrætis og einn — Nei, þetta átti að vera ferðasaga með búnaðarhugleiðingura. Frá Östersund hjelduni við í norður átt, 95 km. leið, til Gisselás, en það var aðalákvörðunarstaðu»r inn á Jalmtalandi. SKÓGLENDIÐ í UPPSVEITUM SVÍÞJÓÐAR Brautin norður frá Östersund er kafli af hinni svokölluðu há' sveitabraut (indland — járnvegen) sem verið er að leggja, frá Mora í Sygnisdölum norður allair hásveit- ir landsins, norður til Gállivare, * Nokkuð hefir áunnist í þessu efni á síðustu árulm, Reykvíking- um gefinn meiri kostur á að um- gangast gras, í görðum þeim sem gerðir hafa verið suður með tjöru- inni og við Lækja»rgötu sunnan- vérða. — Rífsfj. Í9. sept. ’26, þar sem málmfjöllin miklu eru. Við Gállivare sameinast brautin við þverbrautina sem liggur frá hafi til hafs, — frá Luleá við Norðurbotna til Narvík í Noregi. Þegar þessi hásveitabraut er full- ger, verða. aðalbrautirnar tvær, norður alla Norður'Svíþjóð, •— því önmiff eldri braut, liggur norð* ur eftir, nær hafinu, um aðalsveit- irnar (lágsveitirnar). — En sunn- an við Sygnisdali er brautarkerf- ið miklu margþætta»ra. Hásveita' brautina imætti, með sanni, kalla landnámsbraut Svía. Hún liggur að mestu um strjálbygðar sveitir, óslitin skóglendi og mýrarflæmi. Lítt numið land með alnbogarými fyrir þúsundi»r býla. — í Norðor- Svíþjóð er talið að 30% af flat- armáli landsins sje mýrlendi, og inegnið af öllu mýrlendinu er ó" ræktað en ræktanlegt lanrl. Ríkið á tojög mikið af skógunum á þess' um slóðum, og það þarfnast vinnu- afls til skógarvinnunnar, — og best henta»r að vinnuaflið sje stað- bundið, að þeir sem í skógunum vinna sjeu búsettir nærri vett' vangi. Þess vegna er ríkinu það mikið áhugamál, að duglegir menn nemi land í skógum, og styrkir menn til slíks landnáms eftir á- kveðnum »reglum. Má margt læra af þessari landnámsstarfsenii þarna í norðanverðri Svíþjóð. En enginn skyldi gleyma því, að bak- hjallur landnámsins og landnáms- mannanna, er hin launaða skóg- arvinna, sem þeim býðst sem tekjulind, öll frumbýlingsárin, og síðar eftir vild. Við hvað geta ís' lenskk’ landnámsinenn imnið sjer inn aura, sjer til lífsbjargar, með* an þeir girða og grfeða og byggja nýbýli? Mjer verður svars vant, og jeg hygg, að það fyrirfinnist ekki í Búnaðanritinu, Alþingistíð- indunum eða öðrum „alfræðibók- um‘ ‘ íslenskum. Norður frá Östersund ókum við fyrsta sprettinn, um þjettbýlar og vel ræktaðar sveitir t. d. við In' daisálven og þveráæ sem í hana renna. Hjer við hinar fornu leið* ir, stendur búskapur og jarðrækt á föstum fótum. Árnar síga frara lvgnar og breiðar, með víðáttumik- il tún og akra á bæði lönd, og þjettar og þuugbrýnar furuskóg' armérku'r fj»r og ófar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.