Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1926, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1926, Blaðsíða 4
4 LESBÓK M0RGUNBLAÐ9IN8 19. sept. '26. óræstra forarmýra, — og ferða- lagsins vfir Mógilsárklifið! ORASRÆKTIN ÞÝÐINOAR' MEST. Það líður að kvöldi, við kveðj- um Stenberg forstjc.”a, sem hefir ekið okkur á járnbra utai’stöðiua í bifréið sinni. Eimreiðin ber okkur aftur suður á við, meðan sessunautur voír, ])inglmaðnr .Tamta, fræðiir okknr um larid og bvgðir til begg.ja handa. — Ferðinni er heitið suður á við til æskustöðva Glúms sauðamanns í Forsreludal. Jeg hefi sjeð dá' lítið af „Norðurlandi“ beggja megin Kjalarins.Landinu þar sera grasið g.fær, betur en allur annar gróður, svo ræktun þess er og verður þýðingarmesti þáttur jarð ræktarinnar og búskaparins, — alveg eins og á íslandi. Agír. KITCHENER LÁVARÐUR. OPINBER SKÝRSLA FRÁ ENSKU STJÓRNINNI UM DAUÐA HANS. Þegar miklir menn farast vá- veiflega á fólk bágt með að trúa því að þeir sje dánir, og ýmsar sögur myndast um það hvernig þek hafi komist af. Svo var hjer á íslandi. þegar Eggert Ólafsson fórst. Þjóðin vildi ekki trúa því, að hann væri dáinn, og sköpuð- ust margar sögur um það, hvern- ig hann hefði komist af. Svo var og í Englandi, þá er herskipið „Hampshire“ fóirst og með því Kitehener lávarður, sem þá var hermálaráðherra Breta. — Ætlaði hann til Rússlands, en skipið fórst og druknuðu menn flestir. Enska þjóðin gat ekki hrúað því, að Kitchener hefði farist og komu upp margar sögur um það hvern- ig hann hefði bjargast. Hafa sög- ur ]>essar fengið á sig svo fast form, að enska stjórnin hefir nú gefið út nýja „hvítabók“, sem he.rmir frá afdrifum „ITamps- hire“ skamt frá Orknevjum sum- arið 1916. í skýrslunni segir svo: — Það er svo augljóst, að „Hampshire" hefir farist á þýsku tundurdufli, að furða er, að nokk- ur skuli láta sjer detta í hug ao skipið liafi farist vegna spreng- ingar um borð, eða af völdnm þýskra njósnara. Kitehener láva.rður. Það er merkilegt um þessa för „Hampshke“ að skipið breytti stefnu frá því sem ákveðið var í upphafi. Var það vegna þess, að versta veður var á, ofsaæok, svo að tundurspillarnir, sem áttu áð fylgja skipinu, höfðu ekki við því og urðu að snúa aftur. Þá sn°ri skipið út af leið, og bjóst þá við því að. hitta hvoirki fyrir þýska lcafbáta (vegna þess hvað veður var vont) nje þýsk tundurdufl. En svo hafði þó verið, að þýsk- ur kafbátur hafði lagt itundur- dufl á þessum slóðum, og rakst skipið á eitt þeirra. Frá þeim fáu, sem komust a", fara þær sagnir, að þek hafi sjeð Kitchener lávarð ganga upp á há- þiljur, rjett eftir að sprengingin varð, og hafa þar tal af fjórum sjóliðsforingjum. En síðan hefk eigi neitt sjeSt til háns eða þeirra og enginn er kominn til frásagna um það hver afdrif Kitchener hef- ir fengið. LODDARI BREIÐIR ÚT ÞÁ SÖGU, AÐ LÍK KITCHENERS HAFI REKID í NOREGI OG HAFI VERIÐ JARÐAÐ ÞAR. Astæðan tit ]>ess, að umtal varð um afdrif Kitcheners enn á ný,‘ var það, að Englendingur einn, sem fengist hefir við myndatökur í Noregi, kom þeirri sögu á loft, að lík Kitcheners muni hafa rek- ið í Noregi, og hann hafi veæið járðaður þ’ar í þorpi einu, ásanit þrem sjóliðsmönnum enskum. — Fjögur leiði voru þar í kirkju- garði, en eftir kviksögunni átti því að hafa verið haldið leyndu fram á þennan dag, að eitt þewva væri leiði Kitcheners. Englendingur þessi þóttist nú taka málið að sjer, og ljet sem hann hefði grafið upp kistu þá, sem átti að vera líkkista Kitcheners. Tók hann margar myndir af því er kistan var grafin upp og hún flutt á skipsfjöl í framlegum um- búðum. Þó ótrúlegt sje, virðist þessi maður hafa fengið tiltrú mikiís" metinna manna í London. Kista þessi var ]>angað flutt. Var hún síðan opnuð í viðurvist nafntog- aðra lækna og lögreglumanna. — Kom þá í ljós að kistan var gal- tóm, og bar engin merki þess, að þar hefði nokkurn tíma verið mannslík. Vagninn með kistuna frá Noregi, fyrir utan rannsóknastof- una í London, þar sem kistan rar opnub.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.