Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1927, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1927, Side 1
mOR6UNBLRQ5IN5 Sunnudag 17. apríl 1927 Fomminjarannsöknir á Brœnlanöi. Miklar, margvíslegar og þýðingai" rniklar eru þær rannsóknir, sem Dan- ir hafa látið gera á Grænlandi, en eiuna þýðingarmestar eru rannsóknir fornleifanna þar. peim rannsóknum er livei'gi nærri lokið enn. Mönnurn er t. d. ekki enn ljóst, hvað bvgð hinna fornu íslend* inga hefir náð víða, eu hitt hefir sannast, að þarna hefir verið mikið þjettbýlla heldur en menn höfðu áður gert sjer í hugarlund. Fornleifarannsóknirnar mátti í fyrstu kalla aðeins kák, og víða voru þær til iils eins. pað eru aðallega tveir menn, seiu getið hafa sjer góðan orðs- tír fyrir rannsóknir sínar, og eru það þeir Daiuel Bruun höfuðsmaður og dr. Poul Niirlund. í hi.ttifyrra dvaldi dr. Nörlund á Herjólfsnesi, við rannsóknir á kirkju* garðinum þar. Hafði sá kirkjugarður áður veriö rannsakaður, en þeir sem það gerðu báru ekki mikið úr býtuni. Grófu þcir víða í garðinn, en hvergL nógu djúpt og varð að þessu aðeins jarðrask, sem spilti fyrir frekari ranit sókn. En þegar dr. Nörlund kom á vettvang var sýnt að þar var vísinda- maður á ferðinni, enda varð honunt mikið ágengt. Hefir Morgunbl. áður skýrt frá rannsóknum hans og hvern árangur þær báru og svo hefir einnig Matthías þórðarson fornminjavörður ritað itarlega grein um rannsóknirnar, lýsingu á þeim foruleifum, sem fund' ust og fylgja myndir af þeim. Má hjer vísa til þeirrar greinar, þeim, sem fræðast vilja um þennan forn- leifafund, hvernig dr. Nörlund þagaði rannsóknum sínUm, og hverja þýð* ingu þær hafa til skýringar á söga Grænlaudsbygðar og hinnm hörtnulegu afdrifum íslenska þjóðarbrotsins þar. í f\Tra sumar fór dr. Nörlund í annan ranusóknaleiðangur til Græn- lands. Tók hann sjer nú fyrir hendur, að rannsaka rústir dómkirk.junnar og biskupssetursins að Görðum í Einars* firði. Varð sú rannsóknaför enn frægri en hin fyrri og átti þó dr. Nörlund þar við enn meiri erfiðleika að stríða heldur en á Herjólfsnesi, vegna þcirra spella, sem gerð höfðu verið á staðn- mn. Ymsir rannsóknamenn höfðu áð* ur grafið í rústir þessar og urnturn- að þar miklli, þó án nokkurs verulegs árangurs. Svo höfðu og Eskimóar spilt þay miklu. Pað eru nú nokkur ár síð* an Danir tóku sjer fyrir hendur að kenna Eskimóura búskap. Var það þá eðlilegt að fyrst væru valdar bestu kosta jarðirnar og munu einhverjir fyrstu bæirnir hafa verið bygðir í Einars* firði rjett hjá Görðum. Rifu þá Eski- móar grjótið úr rústum dómkirkjunn* ar og höfðu það í bæjarveggi sína. Varð því öllum rústunum svo um- turnað, að örðugt var að átta sig á því, hvernig húsaskipun hafði verið. Kom það nú best í ljós hver snilling* ur dr. Nörlund er, þvi að houum tðkst að fá nokkurn veginn fullkomnn vitn- eskju um það, hvernig kirkjubygg* ingin hafði verið, hvernig hafði ver- ið húsaskipun á biskupssetrinu, hvc stór hafði verið kirkjugarðurinn o. s. frv. Frá fornminjagrefti að Görðum, • þegar lík biskupsins fanst. Hinar nákvæmu og merkilegu raun* sóknir dr. Nörluud í hinum fornu fs- lendútgabygðum á Grænlundi, vekja ntikla og verðskuldaða eftirtekt. í „Politiken" er nýlega sagt frá greftrinum í dómkirkjurústunum þeg* ar lík biskupsins fanst. Nörlund var lengi að Görðuin í sum- ar sem leið við þriðja mann frá Dart" mörku. Höfðu þeir hóp Grænlendinga með sjer, til þess að vinnn að greft- inum. Af rústunum sem þeir grófu upp verður fyllilega sjeð hvernig húsa* skipun iill var á hinu inikla biskups- setri. Eius og kunnugt er, hafa men.u komist að raun um, uð búskapur hef* ir verið þar í utjög stórum stíl; þar hafa m. a. fundist fjósrústir svo miklur að fjósin hafa rúntað 200 naut- gripa. Af öllum þeim merkilegunt gripun og fornminjum, sem þeir fjelagar fundu í sumar, þykir mest til þess koma, að lík fundu þeir eitt í kirkju* rústinni, sem áreiðanlega er af ein- um af biskupum staðuríus.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.