Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1927, Blaðsíða 4
118 LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS strandaði rjett fyrir jólin og var allstórt skip, nœstum nýtt, Sama ár, fám dö<?um síðar, strand aði dönsk mótorskonnorta, „Elisa- betli“, frá Saxköbingr, fermd timbri. Skipverjar 7 björguSust og kómust sjálfir til bæja. Skipið rak upp í þurran sand og var þar óhreyft meö farmi öllum nema því sem var á þilfari o" lauslegum reiða ojr segl- um, þar til um sumarið, að „Geir“ tókst með löngum tíma og mikilli fyrirhöfn að ná því út lítið skemdu. Þetta strand var á Lyngafjöru. 1921 strandaði á Skálarfjöru þýskur togari, „0arsten“ frá Geestemiinde. Skipverjar 13 björg- uöust. Mikill fiskur var i skipinu og var honum bjargað aö mestu ásamt matvælum og nokkru af fatnaði skipverja. Skipiö fylti af sjó og sandi, en þó varð síðar rif- ið úr því þilfarið. Þetta var í apríl í allgóðri veöráttu. Sama ár, 31. des., strandaöi á Slýjafjöru annar þýskur togari, „Greta“, frá Geestemúnde, meö 13 wnönnum, er allir björguöust. Þetta sldp rak vel upp, því það strand- aði 'um liáflóð og fór enginn sjór i það. Strax var ibjargaö úr því fiski, sem það var meö, og síðar, er þaö h'afði verið selt, var öllum kolum og öðru lauslegu bjargað og aö síðustu rifið úr því alt timbur o. fl. 1924, um sumarið, strandaði á Landbrotsfjörum útlendur togari. Menn björguðust og skipið náöist út eftir fáa daga. 1924 strandaði á Skarðsfjöru fiskikútter frá Færeyjum, „Bon- ita“. Menn björguðust og öllu var bjargað úr skipimi og þaö síðan selt og rifið að miklu leyti. Sama ár strandaði á Landbrots- fjörum annar fiskikútter frá Fær- eyjum. Menn komust af og farmi var einnig bjargað. i Sama ár, í vetrarbyrjun, strand- aði á Fljótafjöru norskt eimskip, „Terneskær“, frá Langesund, lilað- ið koium. Bylur var er skipið strandaöi, en þó björguðust skip- verjar. Nokkru var bjargaö af matvælum og fatnaöi skipverja. En eftir 2—3 daga kom stormur og liaf i At; skipið fyltist af sjó ög sökk með öllu, er í var. Sldp þetta var vnnlað og snoturt n.eð vistlegum herbergjum fyrir skipverja. 1925, snemma í janúar strand- aði á Skarðsfjöru enskt eimskip, „Riding“, 1800 smál. að stærö. Var það fermt kolum, veiöarfærum, mat vælum o. fl. handa togaraútgerðar- fjelagi, sem hafði aðsetur í Hafn- arfirði. Skip þetta strandaði og sökk á blindrifi slcamt frá landi. Dimmviðri var en ekki mikið brim; skipverjar björguðust því á land, en lentu svo í hrakningum, og liöu mikið vos og kulda uns þeir fund- ust mjög þreyttir og þjakaðir, á leið til bygða. Ur skipi þessu var cnga bjargað en talsvei*t skolaðist úr því og rak upp á næstliggjandi fjörur, meira og minna skemt. Var þaö margskonar matvara, svo og timbur, vörpur o. fl. Var þetta selt við uppboð. Sama vetur strandaði á GrímS- staðafjöru lítil fiskiskúta frá Fær- eyjum. Menn björguðust og kom- ust sjálfir til bæja. Öllum farangri var bjargað og skipið síðar selt og rifið. I vetrarbvrjun 1925 strandaði á Steinsmýrafjöm þýslmr togari. — Skipverjar björguðust fyrir hreysti- lega hjálp landsmanna, en skipið lagðist á hliöina og sökk fljótlega og var engu bjargað. Sama ár, 14. des., strandaði á Efrieyjarfjöru norskt eimskip, „Eina“, með kolafarm. Skipverjar 14 komust í bátana, en treystust ekki til að leggja að landi. Sáust bátarnir á siglingu langt austur með, þegar menn konui á vettvang. Fóm nokkrir rnenn austur strönd- ina og er þeir gátu látið bátverja verða vara viö sig, gjöröu þeir þeim vísbendingu að koma að landi. Brim var nokkuð. Staðnæmdust lands menn ]iar sem ]ieim leist heLst við- lit að lenda, þótt mjög tvísýnt væri, hvernig hepnaðist. Bentu þeir nú bátsverjum að róa aö landi, hvað þeir gerðu og hepnaðist að lenda slysalaust, en alvotir urðu þeir flestir. Var þeim þegar komið til bæja. Talsverðu var bjargað úr skipi þessu af fanni, áhöldum og foröa; einnig rifnir innriöir þess — það, sem sjórinn braut ekki. Síðan fyltist það af sandi. Ilaustið 1926 strandaði á Land- brotsfjönun eimskipið „Nystrand“. Menn björguöust fyrir drengilega hjálp landsmanna, en skipið sökk. Og loks 1927 strandar „Eiríkur rauöi“ á Sandafjöru, meö 20 mönn um og fermdur kolum. Menn bjarg- ast með hrakningum, en skip og farmur lendir ofan í sandinum fyr- ir fult og alt. Þetta er raunaleg óhappaupp- talning, en eigi að síður sönn. Er mikið verðmæti, sem þarna er að engu oröið. bæöi beinlínis og ó- beinlínis, aö ógleymdum hrakning- unum, stríðinu og slysunum, sem þessir mörgu vesalines skipbrots- menn liafa liðið og þolað, þótt furðanlega fáir liafi líftjón beðiö. Er nú ekkert hægt að gera til örvggis sjómönnunum á þessum hættulega staö ? í sumar voru reist á Meöallandssandi tvö leiðbeininga- merki — annað þeirra var mjög rálægt þeim stað, þar sem „Eirík- ur rauði“ strandaöi. Þau koma vit- anlega ekki að neinu- liði, nenrá. þegar bjart er, og þá er auðvitaö hættan minst. Góður ljósriti mundi gera mjög mikið gagn, ef bann væri á heppi- legum stað, og jeg býst riö, aö övíða sje nú meiri þörf á vita á ströndum þessa lands en einmitt á þessum stöðum. Öll strandlengjan frá Tngólfshöföa að Dvrhólaey er ljóslaus, sljettur, svartur sandur. Og ]>egar þess er gætt, að fram- r.ndan þessu svæði er fjölfarin skipaleiö og fiskimið, þar sem fjöldi flskiskipa stundar veiöar, má segja árið um kring, þá þarf ekki að undra, þótt mörgum verði villu- gjarnt. En ljósviti á söndunum kemur ekki að fullu gagni nema liægt sje í sambandi viö hantn að gefa hljóð- merki, þri að oft er þar, ekki síö- ur en annarsstaöar, þoka, snjófjúk eða svo milrið sandrok, að eldri sjer nema skamt frá sjer. Þá gætu sterk liljóðtæki komið mörgnm til hjálpar. Þess skal ennfremur getið, aö auk hinna áöurtöldu slripreka — sem allir hafa, orðiö milli Skaftár- óss og Mýrdalssands — hafa í minni tíð nokkur skip stranidað framund- an Austur-Síðunni, Fljótshverfinu og á Skeiðarársandi, og skipshafnir stundum orðiö fyrir miklum brakn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.