Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1927, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 118, Auðæfi Forðs. Hann ætlar enga erfðaskrá að gera, engar ölmusur að gefa. lansn gátunnar er ósennileg. Fjósió og fjóshlaðan hafa verið rifin eins og gerist og geng)ir og Sllu umtnrnað. Hev í hlöðunni hefir verið með ýmsu móti, stundum grænt, en oftar þó rauð ornað. Verður eigi sjeð að þar sja sóttkveikjuhæli. Grundvöllur þeirra hvgginga, er þokkalegur og um' gengni öll í fjósi og hlöðu alla tíðinn, sem um er að ræða, í betra lagi, því að búhöldar hafa setið að höfuðbóli þessu um langan aldur. Kýr og naut á Laxamýri — alt að fengið — hafa verið viðlíka hraust og langlíf, sem nautpeningur annarstaðar. Hvorki hefir berklaveiki nje taugaveiki legið þar í landi og ekki heldur aðrar sóttir í fólki nje fjenaði. pær sögur eru gamalkunnar um alt land og gerast enn x dag — að sögn — að þcir bændur missa fjenað á undarlegan hátt, sem slá eða láta slá svokallaða bannbletti í engjum eða útjiiðrum túna. Á þeim liggja þau ummæli, að víti liggi á, ef út af er brugðið banninu. Og sagt er, að þær vættir, sem banna þetta, láti hefnd- irnar koma fram. pað er jafnan örð* ugt að ákveða, hversvegna fjenaður verður fyrir vanhöldum, þegar ein skepna fellur frá eða fáeinar skepnui'. En öðru máli er að gegna með þessi vanhöld á Laxamýrar kálfunum. pau hafa haldist við í 100 ár að minsta kosti og þó lengur. Engar þjóðsagna- ýkjur eru að verki í þessura bæ. — Engin skröksöguhula er breidd yí' ir atburðina frá minni hálfu. — Heimildirnar eru þannig að taka má í hendnrnar á þeim, öllum, að und' anskildum sögusögnum gömlu hjú- anna á Láxamýri, sem þóttust hafa sjeð hlöðustrákfnn. Sú heimild er ekki handföst. pegar reynt var að ala kálf í Laxa' mýri, var lionum skotið inn í gamla bæinn, sem var spölkorn frá fjósinu. Svo sagði mjer Egill Sigurjónsson, sem var nð mestu leyti heimildar- maður minn að þessu æfintýri, að eitt sinn hefði karl á heimilinu spurt eftir því, hver kominn væri. Hann þóttist sjá, í ljósaskiftum, mann ganga inn í gamla bæinn, en þar var þá kálfur, sem átti að ala. Enginn maður hafði komið nje gengið inn í bæinn. En á þeim degi svarf að kálfinum svo að hann dó. par mundi hlöðustrákurinn verið hafa að verki. Guðm. FriðjónSson, Auðkýfingar Ameríktx hafa flestir gefið mikið af auðæfum sínum til als- konar fyrirtækja. Til þeirrx strevma betlibrjefin árið um kring úr öllum áttum. Flestum brjefum þessum er jafnóðnm fleygt. En þegar þeir eru læðnir um stuðn' ing handa einhverjum gagnlegum stofnunum, eða málefnum, þá skera þeir o.ft ekki gjafirnar við nögl sjer. pað kann að vera, ,\ð benda megi á, að þeir gefi þvi auga, að tekið sje eftir gjöfunum, hvort þeir fá verðsknldaðati heiöur og þökk fyrir. 1 amerískum blöðum er fastur dálkur fyrir frásagnir um fjsgjafir, til ýmsra nvtsamra fyrirtækja. Auðkýfingarnir gefa oft feikna miklar fjárhæðir. Roekefeller fólkið hefir verið stórtækast. pað hefir fram að þessum degi gefið 518 miljónir dollara til alskonar fyrirtækja. Mönnum hefir leikið forvitni á að vita, hvað Ford ætlaði sjer með auð- æfi sín. 1 heimsófriðnum ljet hann í veðri vaka, að hann vildi fórna stór' fje til þess að vinna að því, að frið- ur kæmist á. Anterískur blaðamaður Wilkins að nafni hefir fengið Ford sjálfan til þess að skýra frá fvrirætlunum sín' um í þessu efni. — Svar Fords við spurningum biaðamaxmsins hefir vak- ið mikla eftirtekt. Jeg hefi enga erfaskrá gert. Blaðamaðurinn var Ford samferða í bíl frá heimili Edisons til Detroit. par eru bílasmiðjur Fords, sem kunn* ugt er. Peir Edison og Ford eru alda- vinir. pegar blaðamaðurinn spurði Ford, hvernig hann ætlaði að ráðstafa eign* um sínum eftir sinn dag, þá svaraði Ford því, að hann hafi enga erfða- ská gert og ætli enga að gera. Jeg býst við, að hafa svo annríkt alla mína æfi, segir Ford, að jeg hafi engan tíma til að fást rið jafn gagns' laust dútl, eins og það að gera erfða- skrá. Bláðamaðurinn spurði Ford þá að því, hvað hann ætlaði sjer með auð- æfi sín. • Ætla mjer? segir Ford; jeg ætla mjer ekki nokkurn skapnðan hlut. — Jeg ætla mjer alls ekki að feta í fót' spor vinar míns Roekefeller í þeim efnum. Hingað til hefi jeg eigi kom- ið neinni velgerðastofnun á fót, ekk' ert gefið sem heitir til lista og vís* Ford varð þess var, að blaðamann- inda, til manmiðarstofnana eða líkn* arstarfsemi. pegar það hefir kornið fvrir, að jeg liafi hlaupfo undir bagga með lista- mönnum eða vísindamönnum, þá hefi jeg gefið þeim lieiðui'sgjafir. En jeg hefi aldrei, eins og aðrir auðmenn hjer í Ameríku, sett þessar gjafir í fast skipulag eða skorður. Og jeg er ráðijjn í því, að gera það ekki í nánustu framtíð og allra síst.í erfða- skrárformi. Ford var þess var, að blaðamanu- inum kom þetta spanskt fyrir. Hann gaf því nokkra skýringu á þessari skoðun sinni og ákvörðun. Gjafir lama framtakið. Jeg vil ekki ausa út gjöfum. pví gjafaaustur gerir ekki annað en lanxa franxtak þeirra, sem gjafirnar fá. — pegar inönnum eru gefnar gjafir, til þess að þeir geti „notið sín“, þá hafa gjafirnar oftast nær þveröfug áhrif. Stofnanir til styrktar vísindum og listum eru venjulega ekki annað en tilgei'ðarlegt form fvrir ölmusugjöf- um. Jeg hefi aldrei verið því mótfall* inn í sjálfu sjer, að gefnar væru ölm* usur. En menn eiga að hverfa frá því í fraratíðinni og leggja aðaláhers)- una á, að opna leiðir til ntvinnu. Ekkert er auðveldara, en ausa út fje. Til þess þarf enga umhugsun. En að skapa nýja möguleika til at' hafna, atvinnu, er erfiðara og flókn- ara. pví er það, að auðmenn hvar sem er, fara inn á ölmusugjafa'brautina, en hliðra sjer hjá því, sem margbrotn- ara er, en mun heillaríknra. — Hvei-nig lítið þjer á skvldu yð' ar gagnvart föðurlandi vðar, sagði blaðamaðurinn. Hvaða skyldu finst yður þjer, svo vellauðugur maður haf*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.