Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Síða 8
192 LESBÖK MOKGUNBLAÐSINS Smælki. Fyrir nokkrvi þurfti leikhús í París að fá aðstoðarstúlkur í leik nokkurn og gáfu sig fram 300 ungar stúlkur, en aðeins 30 af þeim liöfðu svo laglega fætur, að þær gátu komið til greina. Hinar voru ailar orðnar kiðfættar af því að dansa Charleston. Þessar 30 kunnu ekki þann dýra dans. Fijrir börn. Klippið pappírsblað í líkingu við fyrstu myndina, tvo jafna krossa samfasta. Klippið svo krossana í sundur í fjóra hluta og gerið úr þeim jafnhliða fer- hyrning. Það er ofur auðvelt. Klippið svo brjefkross, eins og svarta krossinn á myndinni. — Þann kross eigið þið svo að kiippa sundur í fjóra hluta og raða þeim saman í rjettan fer- hyrning. Á strykamyndunum getið þið sjeð, hvernig á að fara að þessu, og þegar þið hafið lært þetta, getið þið látið leiksystkin ykkar spreyta sig á þvi að leysa þessar þrautir. Fyrir nokkru var sýnt í Tokio leikrit, sem nefnist „Hamingja hinna dauðu“. Nokkrum dögum eftir fyrstu sýningu beið aðal- leikarinn bana af bifreiðarslysi, er hann var á leið til leikhússins. Sá sem tók við af honum fjekk alt í einu slæman augnkvilla í miðri sýningu. Og síðan varð einhver óhappaatburður í hvert sinn, sera leikið var. Svo átti að sýna leikritið úti á landi, en á fyrstu sýningu brann leikhúsið. Eftir jtað þorði enginn leikhús- stjóri að taka leikritið til sýn- ingar, enda fjekst enginn leikari til að leika í því. En æinn góðan veðurdag bauðst hinn frægi leikari Onoto Kikugora til Jvess að leika aðalhlutverkið, ef leikritið væri aftur tekið til sýn- jngar. Var það gert og gekk alt vel fyrst í stað. En svo var það eitt kvöld, að lokinni sýningu, að Onoto fjekk þá frjett, að móðir hans, sem aldrei hafði kent sjer neins meins, væri látin. Samt sem áður ætlaði Onoto að leika næsta kvöld. En milli þátta veikt ist hann skyndilega og varð að flytja hann heim. Síðan hefir hann legið mjög veikur og veit erginn, hvað að honum gengur, og hafa þó japanskir læknar og Norðurálfulæknar stundað hann. Prestarnir í Japan halda því fram, að öll þessi ðhöpp sje því að kenna, að hinir dauðu vilji hefna sín fyrir leikinn og stjórn- in hefir nú bannað að sýna hann. Taugaveiklunarlæknir, er sóttur'var til New York, álítur, að veikindi Onoto stafi af sjálfs^ „suggestion“. . - —A — Þjer verðið að nudda mig á hverjum morgni! — Ha? í auglýsiiigunni stóð: Stúlka óskast til ljettra innan- hússverka! (Jugend, Múnehen). Einu sinni þegar Solimann var að sýna listir sínar í ónafngreind- um bæ í Noregi, var ein af þraut- Um hans sú, að lesa á blað, seni breiddur var dúkur yfir. Fyrst las Solimann í gegn um dúkinu einfaldan, svo tvöfaldan og svo þrefaldan. Þá reis ni])j) kona nokk- ur fram í salnum og mælti: „Það er ekki fyrir siðsamar konur að sitja lijer í þunnum baðmullar- kjólum!“ Og svo strunsaði húu út! — Jack segir að jeg verði yndis- legri í augum hans því oftar sem hann sjer mig. — Hann ætti að sjá þig.oftar! (Everybody’s Weekly, London). í áströlsku blaði er skýrt frá því, að eigi muni þess langt að bíða að liestakappreiðar leggist niður. Það muni verða Kengúrur og Emúur (ástralski strúturinn), sem útrými hestunum þar alveg. Hafa þessi dýr verið látin hlaupa í köpp við hesta og borið langt af þeirn. Hjereftir, segir blaðið, munu skemtilegustu kapplilaupin verða milli Kengúru og Émúu. — En sennilega verður þess langt að bíða, að slík kapphlaup verði háð hjer á landi. Frúin (kemur að manni sínum og vinnukonunni) Að þú skulir ekki skammast þín, karlfauskur! Hjer stendur þú og kyssir þérn- una beint á munninn! Maðurinn: Já — Inn — heyrðu nú góða kona — jeg — jeg ætlaði —■ að kyssa hana á ennið — eu liún stóð ekki kyr —- —i — Fyrirgefið, er það ekki Mara- '■ in framkvæmdastjóri. — Jú! v — Já, þetta datt mjer í hug. Þjer eruð alveg eins og hann! (Pele Mele, París). ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.