Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1927, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1927, Blaðsíða 1
Leiði 5ueins Pálssonar 3 náttúrufrceðings og^lœknis. ^i Eftir Suðm. S. Bdrðarson. Grein þá, sem lijer fer á eftir, um leiði Sveins Pálssonar, liefir Gísli Sveinsson sýslumaður í Vík sent mjer. Þessi skýrsla lians er svo merkileg og að ýmsu leyti lœr- dómsrík, að margur mun hafa gott af að lesa hana. Þessi frásaga um leiði Sveins er eitt af mörgum dæmum um það, hve tómlátir vjer íslendingar erum í því, að varð- veita það, sem orðið getur til minningar um vora bestu menn, sem varið hafa kröftum sínum þjóð vorri til sœmdar. í niðurlagi greinarinnar felast einnig hollar bendingar til þeirra manna, sem ötulast ganga fram í því að sljetta yfir forna grafreiti og eyðileggja eða flytja burtu forna legsteina. f stað þess að vernda þá á þeim stöðum, þar sem forfeður vorir hafa ætlað þeim að standa. Frásögn Gísla sýslumanns er á þessa leið: Menn hafa um hríð haldið, að jeiði eða legstað Sveins Pálssonar læknis og náttúrufræðings væri nú hvergi að finna á tilvísanlegum stað, í hinum gamla Reyniskirkju- garði. Sá garður Var lagður niður til fulls 1896—'7, er Reyniskirkja .var flutt og bygð að nýju (1896) og nýr garður bygður þar hjá. Gamli garðurinn var þá sljettaður út og gerður að túni. Þótti mjer ilt til þess að vita, þegar jeg kom hingað í sýsluna aftur og settist að í Mýrdalnum (Víkurkauptúni), Sveinn Pálsson. f^*"*"- ef týndur væri með öllu sá stað- ur, og þó ekki lengra um liðið. Gerði jeg tilraunir til þess að komast að betri niðurstóðu og het'i nú loks tekist að finna leiðið, svo 'að fullvíst þykir. Bnnþá sjer um- merki gamla kirkjugarðsins og ýmsra leiða þar, ef vel er að gáð. Ennþá lifir gamalt fólk hjer, sem nokkuð getur um þetta sagt og tilnefnt legstaði í gamla kirkju garðinum. Spurnir hefi jeg haft af því, á ýmsa vegu, og notið þar góðrar aðstoðar Eiríks kennara Sverrissonar. Minnugastur allra eldri marína og kunnugastur þess- um efnum er Vigfús bóndi Brands- son í Reynishjáleigu, enda er býli hans aðeins nokkra faðma frá gamla garðinum; hann hefir og um langan aldur verið hringjari í Reyniskirkju og verið viðstaddur liverja einustu jarðarför (í nýja kirkjugarðinum) og því fylgst betur með í öllu slíku en sjálfsagt allir aðrir hjer. Hefir hann gefið mjer svohljóðandi skýrslu, skrii'- lega, um leiði Sveins Pálssonar: „RÖk þau, sem jeg undirrit* aður get fært í'yrir því, hvur nú sje að finna leiði Sveins lækuis Pálssonar frá Suður-Vík, sem andaðist 24. apríl 1.840 og graf- inn var sunnan niegin við sálu- hlið hinnar fornu Reyniskirkju, eru þessi: Amma mín, Margrjet Brands- dóttir, sem talin vai* skýr og minnug kona, flutti hingað frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum 25 ára að aldri, giftist bjer manni sínum, Einar Eiríkssyni og bjó hjer í Reynishjáleigu, til þess er hún misti mann sinn 1846. Upp frá því dvaldi hún hjer alla æfi til dauðadags og andaðist hjer 89 ára gömul 15. febr. 1884. Jeg er fæddur 24. febr. 1870. Þegar jeg var 10—11 ára (um 1880), var jarðsett að Reyni Guðrún Sveinsdóttir læknis Páls sonar, frá Reynistað. Man jeg enn glögt þá jarðarför. Sagði Margrjet amma mín mjer þá, að Guðrún væri jörðuð í leiði föður hennar, Svein: læknis Pálssonar, sem þá hefir verið 40 ára og vallgróið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.