Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1927, Blaðsíða 6
414 =*> LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS Nýtísku spilamaður. Eins og kunnugt er, er það altítt erlendis, * að fátækir menn og einkum bæklaðir hafa ofan af fyrir sjer með því að ganga húsa á milli og spila á lírukassa og fá fyrir það skildinga. En nú síðan útvarpið er komið í algleyming, geta menn þessir unnið sjer verk sitt ljettara, með því að að hafa útvarpstæki í stað lírukassa með gjallarhoj ni, eins og myndin sýnir. Þar var alt hreint og nýþvegið, en engin hreyfing á neinu. Hann staðnæmdist á gólfinu . Alt í einu verður honum litið í eitt rvimið. Þar rís upp gamall próventukarl, sem verið liafði þar í bænum öll uppvaxtarár Há- konar, en var dáhin skömmu áður < n Hákon fór að heiman. Hann lítur á Hákon og mælir þessi orð: Þú kemur of seint Konni minn. Síðan hallaði hann sjer út af nftur.--------- En Hákon vaknaði. Það var í dögun. Hann mundi drauminn %ins og nýliðinn veruleika. Og hann mundi svo margt þann nýársmorgnn. Hann mundi bókstaflega alla æfi sína, áhvggjulausa bemsku einbirnisins á Arnarstapa, leik- systirina, tökubarnið, Amfríði, er þar var enn, og ef til vill hafði prjónað sokkana. En hitt var víst, að hún var foreldrum lians eins og besta dóttir. Hún var heima. Hann lá hjer til einskis, fyrir engan, eins og gagnslaus týndur gripur á hafsbotni. Það birti smátt og smátt í her- berginu. Með birtunni ljetti yfir honum. Hann fann betur og betur að nú var að roða fyrir nýjum degi í lífi hans. Hin tilgangslausa sjálfselska var að víkja vir huga hans. Hin þrot- laima gleðileit var liðin hjá. Hann var í raun og veru kominn hálfa leið heim. Hann þuklaði um vöðvana, sem læknastúdentarnir áttu að fá í gær. Hann fann þróttinn, hinn bundna þrótt, sem aldrei hafði fundið hlutverk er verðmætt var, hlutverk fyrir aðra, hlutverk, sem bar sína ávexti, laun hjartans. — Hann rauk upp. Hann var önnum kafinn. Hann þekti sjálf- an sig og lífið og vissi alt 1 einu hvar hann átti heima. Hann ætl- aði sjer fyrst og fremst að verða ekki of seinn. Heima á Amarstapa beið hans hlutverk, hlutverk fyrir höhd og lijarta. Þar átti hann að lifa lífi sínu, finna sjálfan sig, vinna og starfa, og verða maður. Hann fagnaði hinu nýbyrjaða ári, eins og væri hann nýleystur úr úlðgum. — — Og hver veit nema hún Arnfríður bíði hans. Tímamötabók. (Life in the Stars). Það er dálítið villandi að kalla Sir Francis Younghusband forn- fræðing, eins og gert var hjer í blaðinu um daginn. Hann er her- foringi frægur, en hitt þykir mjer þó miklu merkilegra, að hann er framúrskarandi ferðamaður, land- fræðingur og rithöfundur. Hann hefir verið þar sem hæst er manna bygð á jörðu hjer, í Tibet og Pa- mir. Eru þær ferðir frægar. En Pamir hefir verið kallað þak ver- aldarinnar. Má því gera ráð fyrir að þar sje útsýni gott, og þess hefir hinn ágæti gáfumaður not- ið. Það verður auðveldai’4 að skilja, vegna hvers það er einmitt þessi maður, sem skrifar um lífið á stjöraunum, og öðruvísi nokkuð, en áður hefir gert verið, þegar menn vita, að hátt upp til fjalla er miklu auðveldara til sambands við íbúa annara stjarna, heldur én þar sem láglent er. Bókin Life in the Stars (1927, Murray) er mjög merkileg og mun gera stór- mikið gagn með því að vekja at- hygli víða um lönd á afarþýðing- armiklu efni. Svo þýðingarmiklu, að það mannkyn, sem áttar sig ekki á því, heldur unir við það sem mætti kalla moldvörpuheim- speki annarsvegar, en hjátrú hins- vegar, lcemst ekki af Helvegi. Jeg hefi þegar gert dálítið til að auka athjrgli á þessari stórmerku bók, bæði í Evrópu og Ameríku, og vona, að einnig hjer á landi verði sem flestir til að vilja sjálfir sjá, hversu mjög hún á skilið að henni sje veitt eftirtekt. Bókin Life in the Stars mun greiða fyrir þeim skilningi, að á stjörnvmum er goðheimur og anda- heimur trúarinnar, og yfirleitt hin yfirnáttúrlegu tilverusvið dul- spekinnar. En það eru hin miklu tímamót í sögu hvers mannkyns, þegar sú uppgötvun er gerð, og það mannkyn fer þá að fá miklu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.