Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1927, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1927, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS meiri og fullkomnari stjórn á öfl- um náttúrunnar en áður, í sam- ráði og samvinnu við lengrn komna frændur sína, sem aðrar stjömur byggja. 18. des. 1927. Helgl Pjeturss. RÁÐNINGAR á heilabrotunum í Jóla-Lesbók. 1. Hvað vantar: 1. Handlegg, 2. Færi, 3. Reykháf, 4. Hálsbindi, 5. Strengi, 6. Hurð, 7. kolavagn. 2. Fyrst tekur þú stóni krús- irnar úr efstu og neðstu hyllu. Efst eru þá eftir 3 miðlungsstórar krúsir. Á þessu sjest, að þrjár minstu krúsirnar þarf á móti einni miðlungsstórri. Við setjum nu stéru krúsina í efstu hyllu aftur, tökum burtu tvær, þser næststærstu og hugsum okkur að við setjum 9 litlar í staðinu. — Berum við nu þetta saman við miðhylluna, sjá- um við að 1 stór krús er á móti hverjum 6 litlum og þá er auðvelt að reikna dæmið. Taflborðsþrautin. 4Ío Nýárshngleiðing. Hamingju ár, með heill til sjós og lands! Heiðríkju ár, með vorsins Ijósa krans! Blessaða ár, með bestu lífsins hnoss, byrji í dag sinn gæfuveg með oss! Hugsjónir rætist helst sem virðing Ijá. Hugimir mætist />ar, sem best við á. Heimilin bætist, heill J>eim stafi frá. Hefjist til sætis viskuJljarnan blá. Æskunni mætti aukast proski nýr, aflgjafi, er framtíð sigurvegi býr. Ellinni mætti anda samúð uær, ástúð og friður, sem að tárin þvær. Þrasöldur brotni á þekking besta máls, ]>ar sem er viljinn einlægur og frjáls. Stjórnendur vandi stefnu sinnar mál, styðjandi þjóðarheill, af lífi og sál. Málefnin greiðist — meiyi skilja þjóð, málin, er bera oss fram á þroskans slóð. Mennirnir geti mæst og samið þar, mannkyni ráð til visku og farsældar. Ástandið hjer — jeg aðeins spyrja vil — er það nú gott um þessi tímabil? Rækja hjer flokkar rjettlæti og dygð, ráðhollir einatt fyrir þjóð og bygð? Veit jeg að mörgum virðist fremur hitt, vilji hjer margur falsa umboð sitt, — hagsmunaklíkur hefji stjetta ríg, heildinni vinni tjón og frænda víg. Sundrungin eyðir sæmd og þjóðardáð, sjerhverju máli velur Loka ráð. Innbyrðis deilur útleyidingum fá aðgang að landsins björtu frelsisskrá. Sameinuð þjóð, í sinni yæfuleit, sigrinum nær þó baráttan sje heit. Sundurlynd þjóð, þó sje að nafni frjáls, sverðinu bregður á sinn eigin háls. Komandi ár, sem kveikir Ijósin ný, kom þíi með sætt og friðarmálin hlý! Blessaða ár, um bygðir þessa lands berðu hýí góða frækorn kærleikans! Kjartan Ólafsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.