Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1928, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1928, Blaðsíða 8
72 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sæma að taka þátt í fíflaleikjum Louglas Fairbanks og þeirrar fjöl- skylclu. Láttu ekki freistingar Sumar- landsins gleypa þig að fullu! Reimleikar og dularfull fyrirbrigði í sam- bandi við sænska stúlku. I sænsku blaði var fyrir nokkru sagt frá allmerkilegum dularfullum fyrirbrigðum, sem gerðust í sambandi við vinnu- stúlku eina, Jenny Patterson í Kastlösa á Eylandi. Hún var í vist hjá skólakennara og for- söngvara sóknarinnar. Er henni svo lýst, að hún hafi verið lag- leg og aðlaðandi stúlka, 18 ára að aldrei, með skær og fögur augu og stilt og hæglát í fram- komu. Fyrirburðirnir byrjuðu einu sinni þegar hún var að sækja vatn í brunninn. Á leið- inni til baka fór hún fram hjá glugga, sem eitt af börnum for- söngvarans sat við. Hún lagði niður vatnsföturnar og fór að kasta snjókúlum í gluggann að gamni sínu. Eftir að því hafði litla hríð farið fram, tók hún vatnsföturnar og hjelt áfram. En þó að hún færi, hjelt snjó- kastið áfram eftir sem áður! — Börnin kölluðu á móður sína himinlifandi yfir því að sjá snjónum kastað, án þess að neinn kæmi þár nærri. Þessi at- burður vakti mikla athygli og umtal á hinu rólega kennara- heimili. En snjókastið var aðeins byrj- unin. Fyrirburðirnir hjeldu á- fram og fóru vaxandi. Það var barið að dyrum, hurðir opnaðar, svo að binda þurfti þær fastar, súpufatið tekið ofan af borði og sett á gólfið, dúkar og ábreiður svifu í lausu lofti og fluttu sig ti!.. Það kom fyrir, að þær svifu inn i næsta herbergi, væri brotn- ar þar saman af ósýnilegum höndum og lagðar snyrtilega á stól eða legubekk. Kennarinn varð loks utan við sig af þessum ókvæðum á heim- ili sínu og bað prestinn að koma og reka reimleikann burt með bænum og guðsorði. Presturinn kom og segist honum 3vo frá, að hann og frú hans hafi sest við borð á miðju gólfi í stofunni og heimilisfólkið í kringum þau. — Við einn vegginn stóð lítið orgel og lágu hanskar á því. Þegar prestur var nýbyrjaður á bæn sínni, hófust hanskarnir á loft og svifu í áttina til hans. Annar sje hægt niður á gólfið en hinn kom alla leið yfir á borðið og lagðist við hliðina á biblíunni. Hnífur, sem lá á borði í einu horni stofunnar, fór af stað og stefndi að skáp, sem opinn var til hálfs, beygði fyrir hurðina og fór inn í skápinn. Bænirnar gerðu ilt verra. — Reimleikinn fór ennþá meira í vöxt eftir þetta. Veslings Jenný gat við ekkert ráðið. Stundum kom hattur hennar svífandi á eftir henni, þegar hún fór út og skóhlífar hennar veittu henni stundum eftirför. Þó tók það út yfir, þegar stígvjel kennarans fóru að taka sjer gönguferðir upp á eigin spýtur! Prestskonan, sem kendi Jen- nýju um, að hún kæmi reimleik- unum af stað af ásettu ráði, varð einkum fyrir skráveifum af hinum ósýnilegu öndum. Einu sinni var hún að halda áminn- ingarræðu yfir Jennýju, mynd- ug og alvarleg á svip. Jenný tók orðum hennar með mestu þolinmæði og undirgefni, en andarnir tóku málstað hennar á all-eftirminnilegan hátt. — Þeir tóku þvottabala fullan af skólpi og hvolfdu yfir höfuð hinnar virðulegu frúar! Þetta síðasta atvik hafði svo mikil áhrif á Jennýju, að hún rjeð sjer bana skömmu síðar. Enginn hafði tekið hana sjerstak lega að sjer og engan grunað, að þarna væri um merkilega mið- ílshæfileika að ræða. Sálarrann- sóknamönnum hefði eflaust gef- ist þarna gott rannsóknarefni. En skilningsleysi þeirra, er hlut áttu að máli, drap tækifærið úr höndum þeirra, er betur máttu og betur vissu um þessi efni. — Það er gamla sagan. Herbert Hoovep verslunarmái aráðherra Baudaríkjanna, sem verður forsetaefni „republikana“ við næstu kosningar. Skábþrantir. VI. Eftir Hannes Hafstein. 8 7 6 5 4 3 2 1 Hvítt leikur og mátar í 3. leik. Lausn á skákþraut V. 1. De4—e2 P fært. 2. De2—bð eða h5 mát. fsafoldarprentsmiBja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.