Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 191 D i S 1 Ua Eftir }ón Djörnsson. Hún bar mig hátt sem hugsjón unga sál. Hún hló mjer við sem barnsrödd móðureyra. Hún skein mjer eins og heilagt himinbál, sem hvössum leiftrum slær á dulin mál, svo andinn lítur dýpra, fegra og fleira. Þá fann jeg hjartað fyrsta sinni slá í fögnuð þeim, sem tekst því aldrei frá. Hún laugaði af mjer lífsins sora og dreira. Þó var jeg hismi í hennar dýrðar-auð, sem heilla þjóða dauða og lífsafl geymir, og ber um jarðarlöndin lífsins brauð, og læknar hjöii;un bundin, köld og dauð, svo hugur gleðst og hærra og æðra dreymir. Jeg var sem neisti einn í hennar hyr, sem höggvopn smátt í nýjum frelsis-styr, sem dropi í mar, er milli hnatta streymir. Alt strangt varð ljett, ef stóð hún mjer við hlið, — hver stormur harms að þýðum sumarblævi, hver hatursrödd að helgum strengjaklið. Jeg horfði inn á björt og fögur svið, sem nýjan skilning guð mjer sjálfur gæfi. Og sjón mín beindist yfir mæðu og mold, úr myrkri því, sem legst um vora fold. I nýju ljósi jeg leit á mannsins æfi. Af henni til mín guðageisli skein og goðmögn þau, er lífs vors brimrót þagga. — Hún sjálf er vera guðdómsgöfg og hrein, er getur blásið lífi í kaldan stein, og fylt oss mætti, er engin öfl fá haggað. Hún stráir lífsins gróðri um grýtta braut, hún gjalla lætur um öll himinskaut þá hljóma, er sál á uppheimsörmum vagga. ■— Svo drotnar hún í frelsi, frægð og sól. Við fótskör hennar sálir þorstann stilla. í upprás lífs þess faðir henni fól að flytja heimi eilíf sigur-jól, ð er jarðarbörnin friði og huggun fylla. Hún brýtur hlekki víðri veröld af. Hún vakir öld af öld við tímans haf. Hvar mannssál skal þá dís til dauðans hylla. mundi aðeins verða frægð að því og íslenskir leikendur mega alls ekki hræðast það, þó að eitthvað kunni að skyggja á þá í bili, því að gagnið að öðru og mörgu leyti hlýtur að vega það upp. — Það mundi einnig mjög hjálpa til þess að vekja erlendis aftur eftirtekt á Jóhanni Sigurjónssyni, sem var útlendingur alstaðar og er farinu að gleymast, ef t. d. menn eins og Bassermann, Kayssler eða Wegener ljeku Pjalla-Eyvind eða Moissi Galdra-Loft, en þó kæmu auðvitað fleiri heimsfrægir leik- arar og leikkonur til greina. Til leiksýninganna þyrfti að nota list- ræna hljómleika í þjóðlegasta bún ingi, en það verður heldur ekki lijá því komist að nota eitthvað af erlendum kröftum í slíkri hljóm sveit. Myndlistm getur auðveldlega komið fram á stórri listsýningu og er gott til þess að vita, að )nenn geta hagnýtt sjer ýmiskon- ar reynslu, sem fæst við sýningu þá, sem nú á að fara í ferðalag urn Evrópu. Mjög mikilsvert er að íslenskur listiðnaður, sá sem sjer- kennilegastur er, fái að njóta sín sem best, því að í honurn býr þjóð- arsálin lika, en vjer erum kommr mjög á afvegu í þeim efnum, þar sem mest eftirspurn er eftir er- lendu og hálferlendu listlausu eða listsviknu rusli. Það er eins og í flestum öðrum atriðum: erlend ómenning streymir inn í landið, en þjóðleg íslensk list og heims- gild erlend list ná ekki að hafa samvinnu eins og nauðsynlegt og sjálfsagt væri. Tónlistin er þjóðlegasta og al- þjóðlegasta listin ef rjett er á haldið. Hún á liægast með að ná tökum á öllum þjóðum, þó að hún sje sköpuð úr insta sálarefni þjóð- arinnar. Þess vegna veTður að leggja sjerstaka rækt við hana í allri framkomu 1930. Að sjálf- sögðu verður að nota alla inn- lenda krafta, sem að gagni geta komið, en það mun ekki hrökkva til ef listrænar íslenskar tónsmíð- ar eiga að fá að njóta sín. Og það er alveg sjálfsögð krafa, að eng- in tegund íslenskrar tónlistar og engir listrænir íslenskir kraftar verði útilokaðir í þessari listgrein frekar en annari. Skal ekki fjöl- yrt hjer run þetta atriði, þar sem höf. er svo nákominn þeim málum ng hefif skýrt ýmislegt þar að lút- andi áður. Þc er vert að minna á það, að nú er reynt að skapa þjóð- lega viðreisn í tónlist, semer mjög vandasöm og tímafrek og naumast má takast, nema að almenningur og þjóðin öll fái rjettan skilning á þeim máiuro og styðji þau. TTjer var talin þrenskonar list- framkoma, sem nauðsynleg er, ef reyna á að sannfæra heiminn um það, að íslendingar sjeu menning- nrþjóð. Auðvitað er nokkuð til* af öðru, sem notast getur í sama til- gangi, t,. d. safn Einars Jónssonar, þjóðminjasafnið o. fl. Það er bráð- nauðsynlegt að gefinn sje út á ýmsum tungumálum mjög fullkom inn leiðurvísir, er veiti nákvæmar upplýsingar um alt, sem er að heyra og sjá í Reykjavík og um- hverfinu fyrir og eftir hátíða- tímann. Vjer teljum hjer einstök atriði allrar framkomu vorrar eft- ir því hvað nauðsynlegast er, en það verður að hugsa til fram- kvæinda í sömu röð. Listram og menningarleg framkoma í öllum greinum, er sem sagt inikilsverð- ust til þess að tryggja sjálfstæði þjóðar vorrar og var þess vegna talin fýrst. Niðurl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.