Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 1
2. tölublað. Sunnudaginn 13. janúar 1929. IV. árg^ngur. Forlngjastiúrn eða múgstiórn? 3UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII = Svo heitir grein ein í desemberheftinu af North 1 American Review eftir Henry R. Karey Höfundur- | i inn var sendiherra Bandarikjanna í Paris meðan 1 = styrjöldin mikla stóð, en hefir annars farið víðs- 1 = vegar um lönd. Hann er lögfrœðingur, reyndur og = margfröður. Grein hans er svo löng, að hún er hjer 1 1 aðeins lauslega þýdd. == HiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirH — Það er þjóðtrú í Frakklandi, að hinn heilagi Denis, sem gerðist píslarvottur og var hálshöggvinn, gangi um götur hinnar fjörugu Parísarborgar með blóðugt höfuðið í lúkunum, gangi þannig sjónlaus og tilfinningarlaus eftir því sem fæturnar stefna. Þó skrítið sje hefir þessi sjónlausi, hauslausi og mannvitlausi maður verið gerður að dýrlingi gáfuðu, frakknesku þjóðarinnár. Þessu ætti að breyta og gera hann að dýrlingi lýðveld- isins í Bandaríkjunum. Hann gæti verið ímynd þess, því það er víst og áreiðanlegt, að það gengur hauslaust. Og undur mega ]>að heita, að það skuli geta haldið svona áfram. Það er kraftaverki næst. í landsstjórn og stjórnmálum, bæði þeim sem taka til allrar þjóðarinnar og hinum, sem taka til einstakra fylkja, stöndum vjer í raun rjettri foringjalausir, en látum æsingamenn og loddara teyma oss. Ef vjer berum saman forkólfa vora nú og gömlu foringj ana, þá kemur það í ljós, að gömlu mennirjiir voru vitrir, hámentaðir menn, en hinir innantómir vind- belgir. Mentun og þekking þing- manna hefir og farið síhnignandi. Sama er að segja um forsetana. Þeir hafa breytst stórum til hins verra í seinni tíð. Ýmsar undan- tckningar finnast að sjálfsögðu, en þær breyta þó ekki heildarútkom- unni. Höf. færir mörg dæmi til sönnunar sínu máli. Viscount*) Grey sagði eitt sinn : „Lýðstjórnin bíður nú dóms. Hún er ekki sú besta aðferð til þess að koma vitrustu mönnunum til valda“. Taft, hæstarjettardóm- ari er á sama máli og segir: „að nú gangi dómur yfir lýðstjórnar- skipulagið“. Hann leggur það til að menn, sem bæði eru mentaðir og auðugir, snúi sjer að stjórn- málum. Mjer virðist þetta myndi leiða til auðvalds yfirdrotnunar, sem Aristoteles varaði við fyrir löngu. Reynsla mín í utanríkis- stjórnmálum hefir verið sú, að ekki eru allir auðmennirnir spek- ingar. Það er eins og að vjer höfum *) Aðalstitill, mist þá gáfu, að fylgja góðum leiðtogum. Fólk hefir nú fengið það í höfuðið, að úr því „allir sjeu skapaðir jafnir“, þá sje skömm að því að fylgja foringja. Það eru auðæfin ein, sem menn virða. Sá, sem getur með rjettu eða röngu hrúgað þeim sainan, hann er talinn mikill maður. Menn gera sjer Mammon og magann að guði, en þekkingu og mannvit gefa þeir ekkei-t fyrir. Spakir menn « fróðir og göfuglyndir draga sig auðvitað í hlje meðan þannig horf ii\ og allur göfuglyndishugsunar- háttur hverfur smámsaman, enda er hann að engu metinn. „Jeg er foringi af því jeg elti aðra‘,‘ segir frakkneskur talshátt- ui. Hann er tilvalið einkunnarorð fyrir þingmenn, og ætti að standa á hverri blaðsíðu í þingtíðindun- um. Til þess að verða endurkosinn verður hver þingmaður að gæta þess vandlega, að vera jafnsnauð- ur af öllum góðum hugmyndum eins og þeir háttvirtu kjósendur, feta sem mest í þeirra fótspor og jeta eftir þeirra áliti á hverju máli. Aldrei nokkurntíma komumst vjer út úr þessari svikamyllu fyr en fólki verður sá óyggjandi sann leikur ljós, að allir menn eru ekki skapaðir jafnir og menn verða fús ir til þess að fylgja góðum foringj um, færum og fróðum í sinni grein, vitrum og vönduðum í hví- vetna. En eins og Pershing herfor- ingi sagði, draga nú slíkir menn sig í hlje. Aðalorsök þessarar miklu þjóð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.