Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skaut eplið af höfði sonar síns. Seint á 13. öld tóku 4 kantónur í Mið-Sviss sig saman, gerðu upp- reisn gegn umboðsmönnunum, ráku þá af liöndum sjer og mynd- uðu samband sín á milli. Næstu árin gengu 5 nágranna-kantónur í sambandið, og í lok 15. aldar var taia þeirra orðin 13. Áttu þær sí- felt hendur sínar að verja gegn áleitni Frakka og Þjóðverja. En með frábærum kjarki og sam- heldni tókst þeiin að vernda frelsi sitt og sjálfstæði; og smám saman vann sambandið fleiri kantónur til fylgis við sig. Um miðja 17. öld var Sviss loks viðurkent full-vald'a rflíi. Árið 1815 gengu síðustu kan- tónurnar í sambandið (3 kantónur við Genfervatn og Neuchatel.vatn). Hinar 22 kantónur mynda éitt lýðveldissamband, „Helvetiska sambandið“. Forseti þess er kos- inn til eins árs í senn, en venju- lega er sami endurkosinn hvað eftir annað, svo að forsetaskifti verða til jafnaðar 7. hvert ár. Landið hefir sameiginlega stjórn Og löggjöf í þeim málum, er þjóð- arheildina varða, hermálum, sam- göngumálum o. s. frv. En hver kantóna hefir sína eigin stjérn og löggjöf, sem hún getur breytt eftir vild, svo framarlega sem ekki sje brotið í bág við lög sambandsins. T. d. eru hegningarlög ekki al- staðar eins, í sumuin kantónuin er dauðahegning afnumin; annars staðar helst hún enn. Er nú unnið að því að samræma lögin. Svissneska þjóðin skiftist í þrent eftir þjóðerni og timgu. I suður- hluta Alpanna, sunnan við st. Gotthard, er kantóna, sem Tessin heitir, hún gengur eins og skagi suður í Norður-ítalíu. Þessi hluti landsins er einnig kallaður ítalska Sviss; fólkið er af ítölskum upp- runa; talmál þess er kallað rom- anche og er ítölsk mállýska: en ritmálið er ítalska. Þó rita sumir bækur á talmálinu til þess að forða því frá gleymsku. — í 5 kantónum í vesturhluta Sviss tala menn og rita frönsku. kallast sá hiuti franska Sviss. En norður-, austur- og miðhluta landsins bygg ir þýskumælandi fólk. Þ. e. a. s. talmál þeirra er þýsk mállýska, all svipuð þeirri, sem töluð er í Ehsass og Lothringen, en skólamál og ritmal er háþýska; algeng sendi brjef milli kunningja og vanda- manna eru meira að segja skrifuð á þýsku, því að mönnum er ekki kent í skólunum að rita á mállýsk unni. Á funduin eru ræður venju- lega haldnar á þýsku. Þessi hluti landsins kallast þýska Sviss. Því hefir lengi verið viðbrugðið, hve vel <svissnesku þjóðinni hafi tekið að skipa sjer saman sem einn maður og verja sig gegn árásum og áleitni útlendra þjóða. Þetta er einkum merkilegt fyrir þá sök, að landið er bygt af þremur þjóð- flokkum, sem tala ólíkar tungur og skilja ekki livor annan. í stað þess að ætla mætti, að hver þess- ara þriggja þjóðflokka leitaðist við að undiroka hina, að hver höndin væri upp á móti annari og að landið logaði í hatri og óeirðum þá búa þeir saman hlið við hlið í einingu og ágætu samkomulagi og dettur ekki fremur í hug, að kúga hver annan, en íslendingum að leggja Danm. udir sig. Hafa menn einmift tekið Sviss sem fyr- irmynd þess, hvernig þjóðirnar eigi að lifa sainan og sem sönnuii þess, að sú hugmynd sje engin fjarstæða. „Eins og Frákkar og Þjóðverjar geta lifað og starfað saman í friði og bróðérni í Sviss“, segja menn, „þannig gætu Frakk- ar í Frakklanþi og Þjóðverjar í Þýskalandi tekið hönduin saman yfir Rín og svarist í ævarændi fóstbræðralag.“ — En einu mikils- verðu skilyrði má þó ekki gleyma: — Þegar svissnesku kantónurnar mynduðu sambandið, voru þær kúgaðar af útlendum harðstjór- um. Þær sættu allar sömu með- ferð, og því var eðlilegt, að þær fyndu hvöt til að skipa sjer saman og styðja hver aðra, án tillits til þjóðernis eða tungu; með því móti var vörnin auðveldari. Og þörfin á þessari samheldni og samvinnu hefir aldrei horfið. Stórveldin í kring hafa nær altaf staðið í ó- friði. Sviss hefir þá átt á hættu, að því yrði misþyrmt og hlutleysi þess fótum troðið, ef þeir væru ekki við öllu búnir. Þannig varð Sviss leikvöllur mannskæðra bar- daga milli Rússa og Austurríkis- manna annarsvegár og Frakka hinsvegar síðast á 18 öld. Og ef ti' vill hefði svipað hlutskifti heð- ið þeirra í heimsófriðnum mikla 1914—18, ef þeir hefði ekki haft vel búinn her — 300.000 hermenn stóðu luidir vopnum öll þessi ár, reiðubúnir til að ieggja lífið í söl- urnar til þess að liindra innrás ná- granna sinna og fræuda að austan, norðan og vestan; sem betur fór, þurftu þeir aldrei að grípa til vopna. Skilyrðið: sameiginlegur fjandmaður eða sameiginleg hætta er því altaf fyrir höndum. —- Ef litið er á Frakkland og Þýskaland, er ólíku máli að gegna; þetta mik- ilvæga skilyrði vantar. En setjum nú svo, að „gula hættan“ ágerðist, hugsum oss að •Japanar og Kínverjar segðu Ev- ropu stríð á hendur. Er nokkur efi á því, að Frakkar, Þjóðverjar, Englendingar, í einu orði allar Ev- ropuþjóðirnar skipuðust til varnar undir einu merki og stæðu sem einn maðud gegn hinum gula fjanda, að þær gleymdu eigin erj- um og ljetu fornan fjandskap falla, til að geta staðið óskiftar og beint öllum sínum kröftum að vemdun frelsis síns og sameiginlegra hags- ínuna ? En tilraun sú gæti orðið æði dyr- keypt, og færi betur, að til þessa kæmi aldrei. Og vonandi tekst að stofna til friðar og fóstbræðralags milli Evrópuþjóðanna innbyrðis og út á við með hættuminni ráðum. Meðal Svissa hefi jeg hitt inarga, sem látið hafa í ljós löngun til að ferðast til fslands og annara Norðurlanda. Alment vita menlt ekki ánnað um ísland en legu þess, nafn og höfuðborg, auk þess hafa margir lieyrt getið um Heklu og Geysi, og í skólum er eitthvað kent um fornar íslenskar bókment- ir og kveðskap, svo að margir kannast við fslendingasögurnar og Eddurnar. Barnakennari og fyr- verandi blaðamaður frá Genf sagði mjer, að frá því hann var ungling- ur, hefði hann dáðst að íslandi og íslensku þjóðinni. Einn kennari hans hafði sem sje sagt honum áð í meir en 40 ár hefði aldrei verið framinn stórglæpur á ís- landi, að þar væri enginn her o. s. frv. Þessu kvaðst hann aldréi geta gleymt. Jeg heyrði að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.