Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 hann var vel kunnugur Spánar- samningnum, enda kvaðst hann hafa fylgt því máli af miklum á- huga, þegar hann var hlaðamaður. í Sviss er miðstöð „Rauða kross ins“, og eins og kunnugt er, hefir þjóðbandalagið aðsetuí sitt í Genf. Og nú er þar hafin hreyfing, sem ef til vill á eftir að gera meira gagn en „Rauði krossinn“ og Þjóð bandalagið til samans. Einmit.t í þjónustu þessarar hreyfingar vann jeg þrjá mánuði í sumar. í Lothringen í okt,. 1928. ----—— Fornaldarskrímslin. Hinn merkilegi fundur í Asíu. Skýrt hefir verið frá því í skeyt um, að vísindaleiðangur sá sem Sven Hedin tekur þátt í um þess- ar mundir í norðvesturhjeruðum Kína, (Gobieyðimörk) hafi þar í óbygðum fundið leifar af 30 forn- aldardýrum þeim sem Dinosaurus- ar nefnast. Ennfremur hafi fundist leifar af tveim ungum þessara dýra, nýskriðnum úr eggjum, og steingerfingar af nokkrum eggjum Fundur þessi er ákaflega merki- legur fyrir vísindin vegna þess m. a., að hjer er um að rœða óvenju- lega miklar og gremilegar leifar af dýrategund þessari. Ennfremur er hann merkilegur vegna þess, að menn vissu ekki áður með vissu að dýrteg þessi hefði lifað í Asíu. Dinosarusarnir voru á sínum tíma dýraflokkur stór og marghreytileg ur, er var í blóma lífsins á jura- og krítartímabilinu. Af leifum þeim sem fundist hafa, hafa menn gengið úr skugga um að meðal þeirra voru bæði jurta- og kjötætur. En það sem merkilegast er við dýr þessi var það hve þau voru ákaflega stór og luraleg, og heila- búið frámunalega lítið. Af dýrum þeim sem nú eru uppi eru eðlurn- ar skyldastar þeim. Saga og endalok skriðdýra-risa þessara er mjög merkilegur þátt- up í sögu framþróunarinnar í dýralífi jaiðarinnar. Það er rjett eins og þessi luralegu og heila- litlu dýr hafi getað verið eins- konar kóróna sköpunarverksins um tíma meðan alt var hjer fá- breytilegra og ófullkomnara. En þegar fram liðu stundir fyrir að- eiris nokkrum miljónum ára síðan, þá „varð þeim skömm að stærð- inni“, og gátu þau á engan hátt staðist samkepnina við sjer full- komnari dýr og betur af Guði gerð. Meðan ættbálkur Dinosarus- anna var í blóma sínum voru dýr þessi 18—20 metrar að lengd. Hauskúpur hafa fundist af þeim tveggja metra langar. Alsett voru þau stórum skeljum á skrokknum, og var afturhlutinn mikið tröll- Fornaldardýr. Á rannsóknarför sinni um Gobi-eyðimörkina í Asíu hefir leiðangur Sven Hediris fund- ið beinagrindur af fornaldardýr- inu „Dinosarus“ og nokkur egg þess, og eru þau talin miljóna ára gömul. Á efri myndinni er efst, til vinstri hin elsta tegund af „Dino- saurtis11 sem menn þekkja. Að neð- an önnur tegund af „Dinosaurus“, Til hægri beinagrind af „Dino- saurus“ á náttúrugripasafni. Tíl Idiðar er mynd af ameríkska land könnuðinum Chapman Andrew með nokkur ,,Dinosaurus“-egg, sem hann fann í Gobi-eyðimörk. auknari en framhlutinn, eins og meðfylgjandi mynd 'be,r með sjer. En nánasta skyldulið þeirra sem nú er uppi eru smákvikindi lítil og auðvirðileg sem hafast við í gjót- um og fylgsnum í heitum lðndum — svo og krókodílar sem eru að vísu nokkuð fjarskyldari en eðl- urnar. Þeir halda helst uppi heiðri ættbálksins, enda eru þeir áreiðan lega stórgáfaðir í samanburði við Dinosaurusana, og mun liðlegri t?l þess að bjarga sjer í lífinu en þeir langfeðgar þeirra, risarnir 20 metra löngu er þrömmuðu um mýr lendi meginlandanna á jura-tíma- bilinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.