Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Side 1
Islenskur kuenlœknir. Eftir LUilIiam 5. Qutton. Tryou heitir Jítið þorp á saud- hólum í McPherson County í Neb- raska. Þar eru aðeins þrjátíu liús og íbúarnir eru 125. Þar er dóm- litis úr steini og lýðskóli. Þetta er stærsta þorpið í hjeraðinu. Alt er hjeraðið 864 ferhyrnitlgsmílur að stærð og þar eiga 1700 sálir lieima. En þar eru engar járnbrautir, eng- ir bíJvegir eða neinir vegir, sem við köllum. óþrifaleg braut, löngu lögð, er þó milli Tryon og Staple- ton, sem er í næsta hjeraði, og eru þar 28 mílur á milli. En ann- ars Jiggja leiðirnar yfir snjó og lijarn á vetruin og troðninga á sumrum. Fyrir 9 árum var enginn læknir í MePhersou County og þar er enn engin lyfjabúð. Læknar hafa komið til Tryon, hafst þar við dálítinn tíma og far- ið svo aftur. Það voru menn, sem vanir voru erfiðleikunum í vest- urlandinu. En það eru lítil laun, scm læknir getur haft í Tryon og starfið krefst mikillar fórnfýsi. Og lækni má ekki mistakast þar oft. Hann verður að vera fær um að standa einn og taka sjálfur allar ákvarðanir. Læknarnir liöfðu horfið aftur til borga, þar sem eru sljettar götur, rafmagnslýsing og meiri ágóða að vænta. Og meðan læknislaust var í Hrefna Finnbogadóttir (Harriet McGraw). McPerson County, urðu menn að vitja lælcnis í Stapleton eða North Platte. Ákveðið ferðagjald fyrir lækni er 1 dollar fyrir hverja milu auk lyfjakostnaðar. Oft urðu menn að borga 50 dollara fyrir læknis- vitjun og greiða það fyrirfram. Svo var það einn góðan veður- dag fyrir átta árum, að kona kom til Tryon — veikluleg kona, sem vóg tæplega liundrað pund. Hún var alveg ókunnug fólkinu, sem þar bjó, og lifnaðarháttum þess. Hún hafði alist u]>p í borg, og ökumaðurinn, er flutti liana þang- að frá Nortli Platte, sagði, að þeg- ar farið var að dimma í sandhól* unum, liefði liún orðið hrædd og verið að hugsa um að snúa aftur. „Hún kvaðst vera læknir,“ sagði ökumaður, „en mjer virðist sem liún ein af öllum þurfi læknis við.“ Það var satt. Hún var nýstaðin upp úr inflúensu í sjöunda sinu og hafði verið alveg' við dauðanm „Kvenlæknirf Jeg hefi ekki mik- ið álit á kvenlækni,“ mælti bóndi nokkur. Það er ekki heiglum hent að búa þarna á sandauðnunum. Það er ekki nema fyrir karlmenni. Þeir, sem eru eitthvað veiklaðir, verða fljótt uudir í lífsbaráttunni. Hvaða erindi átti þá lcona hingað, veikluð kona, sem vóg tæp hundrað pund, og ætlaði sjer að gegna því starfi, sem röskvan karlmann þurfti tilf Ilvað átti hún að gera út í stór- hríðarnar í Nebraska ? Hvernig átti hún að ferðast um vegleysur? „Hún verður varla lengi hjer,“ sagði bóndinn ennfremur. En Harriet G. McGraw læknir settist þar að. Hún hefir unnið bug á heilsuleysi sínu. Hún hefir háð baráttu við óyndi og erfiðleika, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.